Heimilispósturinn - 15.12.1950, Side 13

Heimilispósturinn - 15.12.1950, Side 13
Ég lagði stund á sölumennsku í skólanum og mér þótti þetta óheppilegur verzlunarmáti. Ég ætlaði mér að segja þeim það, en kom mér aldrei til þess. En ég hét því að setja einhvern- tíma lyf jabúð á stofn sjálfur og þá skyldu Patch hjónin fljótt verða undir í samkeppninni við mig. Ég var hrifinn af Önnu Lovísu og gat ekki gleymt því, að hún hefði hlegið að mér. Hún var læknisdóttir og leit stórt á sig, og ef til vill hafði hún ástæðu til þess. En ef til vill var hún mér engu fremri, þó að ég væri ekki eins vel klæddur. Ég hét því að ég skyldi einhverntíma eignast tuttugu alfatnaði. Mig langaði til að fara til hennar og segja: „Heyrðu, Anna Lovísa, þú skalt ekki hreykja þér svona upp. Pabbi þinn er enginn milljónamæring- ur, en það verð ég einhvern- tíma. Ég ætla að eignast milljón dollara og tuttugu alfatnaði.“ En ég sagði þetta aldrei við hana. Eftir að hún hló að mér og fór að uppnefna mig, einsetti ég mér að gera eitthvað, til þess að augu hennar opnuðust og hún sæi að ég væri enginn aulabárð- ur. Þetta var ástæðan til þess að ég tók þátt í hástökkinu. Það var daginn fyrir keppn- ina, og allir voru að tala um hvort skólinn okkar myndi sigra eða tapa. Það var auðsætt, að við myndum tapa, ef við yrðum ekki sigurvegarar í hástökkinu og stangarstökkinu. „Bara að Heck Hansen væri með okkur núna,“ sagði Goobers Mac Martin. „Hann myndi sigra Fairfieldstrákana með tveim þumlungum í hástökkinu og feti í langstökkinu.“ „Já,“ samsinnti einhver. „Okkur vantar hástökkvara.“ Þau stóðu þarna í hnapp, strákar og stelpur, og ég hlust- aði á, en hafði mig ekki í frammi. Allt í einu vék Goober sér að mér og sagði: „Hver hleypti þér inn?“ Frank Shay þreif í mig og dró mig inn í miðjan hópinn. „Þarna er maðurinn, sem okk- ur vantar,“ sagði hann. „En sú heppni! Allir hlógu, en Anna Lovísa hló mest. Mig langaði til að gefa henni utan undir. Þegar ég fór, fylgdi mér blástur og hlátrasköll. Hún yrði hissa, ef ég ynni há- stökkið,“ sagði ég við sjálfan mig. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort ég gæti sigrað í há- stökkinu, og allt í einu, þegar ég var að sópa gólfið í lyf jabúð- inni, sagði ég: „Ég get það.“ „Geturðu hvað?“ spurði frú Patch. „Ekkert,“ sagði ég. „Þú getur flýtt þér að sópa gólfið, það er það, sem þú get- ur,“ sagði hún. Það var mikill mannfjöldi á íþróttavellinum. Ég gekk til þjálfarans okkar. Hástökkið er að hefjast. „Hvern fjandann ertu að gera hérna inni á vellinum," spurði hann. „Ég ætla að hjálpa Binkley til að vinna keppnina,“ sagði ég. „Ég ætla að taka þátt í hástökk- inu.“ „Nei, það verður ekki af því,“ sagði hann. „Farðu að leika þér 2 S S HEIMILISPÓSTURINN 11

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.