Heimilispósturinn - 15.12.1950, Qupperneq 17
MARY BRUCE :
Gestir á kránni.
..TTÆ — hver skrambinn — er
-H það ekki Bella?“ Dick
Peær hallaði sér út úr Fíat
bílnum sínum og renndi augun-
um undir sólhlíf stúlkunnar.
Hún hallaði höfði og leit til
hans. „Dick!! Ef það væri ekki
þessi blessaður hiti, mundi ég
dansa af gleði,“ hrópaði hún
hlæjandi. Dick stökk út úr vagn-
inum og þrýsti hendur hennar
hjartanlega. „Komdu Bella, við
skulum fá okkur hressingu og
masa ofurlítið.“ Þau gengu inn
í Café „Rotonde“, og hann ruddi
braut milli borðanna. Þau fundu
loks lítið borð í einu horninu;
Bella lét fallast í stólinn og tók
að hvítta nefið á sér með geysi-
stórum púðursvepp. „Þegar þú
hefur lokið við listaverkið, gæt-
irðu sagt mér, hvað þú ert að
gera hér í nautnaborginni —
París,“ sagði hann og teygði úr
fótunum á sér. Bella hafði enn
nóg að starfa við snyrtinguna.
„Mamma og ég komum hingað
til þess að kaupa nokkra kjóla
og annað drasl.“ Hún hallaði sér
fram á borðið. „Drasl, segi ég
— já! Því að mamma ætlar líka
að kaupa handa mér ekta
franskan greifa — eitthvert við-
bjóðslegt, _ hálfvitlaust snyrti-
menni.“ „Ósvikinn greifa?“ „Þú
mátt trúa því! Svona mönnum
er blátt áfram ofaukið — mig
— mig langar alltaf til þess að
toga í vatnsgreidda hárið á hon-
um og hrifsa í slifsið hans —
svo að það fari að minnsta kosti
aflaga á honum. Bella hristi
glasið sitt, svo að það sauð í
gosdrykknum. „Menn þurfa ekki
að vera sálfræðingar," sagði
Dick, „til þess að —.“ „Til þess
að —?“ „Til þess að sjá, að þér
stendur ekki alveg á sama um
hann.“ „Slúður,“ sagði Bella
fyrirlitlega. „Maðurinn er ræfill.
Hvað stoðar það, þó að hann sé
laglegur og vel til fara, þegar
hann er ekki annað en gunga?
En mömmu skal nú ekki takast
að koma honum í tæri við mig,
þessu — þessu skordýri!“
Svona — svona,“ sagði Dick í
róandi tón: „Þetta er með öðr-
um orðum orðinn heill sorgar-
leikur. Og ef ég þekki móður
þína rétt, þá er ekki við lambið
að leika sér, þegar hún hefur
ákveðið eitthvað."
„Já, er það ekki voðalegt? Og
ég þurfti einmitt svo illilega á
hermelínskápu að halda, — og
svo var perlufesti, sem —“.
,,Ég skil,“ sagði Dick. „Ef þú
lætur ekki undan og verður
greifafrú, lokar gamla mamma
ávísanabókinni.“
„Þú ert greindari en ég hélt,
— en komdu nú með einhverja
hugmynd, svo að ég geti opnað
augun á henni. Gef mér sígar-
ettu og þegiðu svo, þangað til
þú hefur fengið hugmyndina."
Þegar Dick og Bella óku frá
„Rotonde“ skömmu síðar, höfðu
þau mikið að tala. Hún steig út
úr vagninum við Grand Hotel.
Inni í fordyrinu sátu móðir
15
'2 9 2
HEIMILISPÓSTURINN