Heimilispósturinn - 15.12.1950, Síða 30
hússtjórinn gerði allt, sem í hans
valdi stóð. Loks sendi hann dyra-
vörðinn til þess að leita að ökumann-
inum, sem hafði ekið stúlkunni frá
járnbrautarstöðinni. Það var að vísu
þýðingarlítið, en stúlkan vildi ólm
ná tali af honum. Sem betur fór náð-
ist í ekilinn. Hann var enn með vagn
sinn á stöðinni. Og klukkan tvö um
nóttina stóð hann í forsal gistihúss-
ins með hattinn í hendinni.
„Var það sami ökumaðurinn?"
spurði ég.
„Ungfrú Farringham þekkti hann
strax. „Þér munið eftir mér?“ spurði
hún áköf.
„Vissulega, ungfrú. Þér komuð
klukkan átta — ein. Ég ók yður til
þessa gistihúss. Tvær töskur."
„Nei, nei. Móðir mín var með mér.
Það voru þrjár töskur og stór, grænn
poki.“
Ekillinn horfði hvumsa á hana.
„Og munið þér ekki eftir þvi, að
þér færðuð pokann til, áður en við
ókum af stað. Ef til vill hafið þér
haldið að það væri ekki óhætt að hafa
hann uppi á þakinu. Þér settuð hann
við fætur yðar hjá ekilssætinu. Ó,
þér hljótið að mima eftir þessu, þér
hljótið að muna eftir þessu!“
Ökumaðurinn var greinilega for-
viða. „En það var enginn grænn
poki,“ sagði hann. „Ég man þetta
vel. Ungfrúin hlýtur að vera amerisk
eða ensk, annars myndi hún ekki
ferðast ein, hugsaði ég með mér.“
Ungfrú Farringham starði með æð-
isgengnu augnaráði í kring um sig
og féll í ómegin.
Þeir komu henni í rúmið og lofuðu
að senda símskeyti til Englands.
Snemma næsta morgun hélt hún ferð-
inni áfram yfir Ermasund eins og í
leiðslu. Á járnbrautarstöðinni í Lond-
on tóku vinir hennar á móti henni o,g
þeim fannst þetta ekki síður dular-
fullt en henni sjálfri. Um kvöldið
veiktist hún hastarlega. Heilabólga.“
„En móðirin ?“ spurði ég.
„Það spurðist aldrei til hennar,"
sagði John Chester.
Bjallan í þingsalnum hringdi og
Chester afsakaði sig.
„Eg verð að fara og greiða at-
kvæði,“ sagði hann. „Ég verð kom-
inn aftur eftir tíu mínútur, og þú
færð sextíu sinnum lengri tíma tíl
að ráða gátuna en forsætisráðherrann
fyrrverandi." Hann kinkaði kolli og
hraðaði sér út.
Ég reyndi að beita þeim hæfileik-
um, sem leynilögreglumenn skáld-
sagnanna nota. Annað hvort hafði frú
Farringham komið til gistihússins í
París eða hún hafði ekki komið
þangað John Chester hafði fullyrtt
að hún hefði komið þangað, og þess-
vegna . . .
*
„Erfið gáta?“ sagði Chester, þegar
hann kom aftur. „Játaðu bara, að
þú ráðir ekki við hana.“
„Ég játa það,“ sagði ég.
„Komdu þá út á svalirnar,“ og við
gengum út og horfðum yfir Thamesá.
„Ég hef oft velt því fyrir mér,“
sagði hann loks, „hversvegna frú
Farringham datt allt i einu í hug að
kaupa ábreiður fyrir heimili sitt í
London.“
Ég reyndi strax að komast að ein-
hverri niðurstöðu í sambandi við á-
breiðurnar, en varð að gefast upp.
„Ef til vill,“ hélt hann áfram, „var
það fyrirsláttur. Ef til vill var hún
að reyna að blekkja sjálfa sig, eins
og flestar konur gera. Það er ekki
ólíklegt að frú Farringham hafi hætt
við hið fyrirhugaða ferðalag til Litlu
Asíu vegna þess að hún var orðin
lasin.“
Hann þagði svo lengi, að ég vakti
athygli hans á því að kvöldloftið
væri kalt.
„Þá skal ég segja þér, hvernig
28
HEIMILISPÖSTURINN
2 2 2