Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 34

Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 34
Baldissera var á sama máli og Scarpone, og uppá- stungan var samþykkt. Meðan hetjan var að skrifa nafnið, byrjuðum við að deila um fyrstu greinina. Michele Zompa kom með uppástungu: — Fyrsta greinin verður að heita: „Þeir hafa myrt Berardo Viola.“ Það ættum við allir að geta orðið sam- mála um. Scarpone var samþykkur þessu, en stakk upp á við- bót: „Þeir hafa myrt Berardo. Hvað eigum við að gera?“ — Blaðið heitir: „Hvað eigum við að gera?“ Það ætti að nægja, sagði Michele. — Nei, það er ekki nóg, sagði Scarpone. — Það verður að endurtaka það. Ef það er ekki endurtekið, kemur það ekki að neinu gagni. Það verður að endur- taka það í öllum greinunum: Þeir hafa tekið af okkur vatnið, hvað eigum við að gera? Skiljið þið það ekki? Presturinn neitar að grafa hina látnu, hvað eigum við að gera? Þeir nauðga konum okkar í nafni réttvísinnar, hvað eigum við að gera? . . . Don Circostanza er fífl, hvað eigum við að gera? Þá skildu allir uppástungu Scarpones og voru á sama máli og hann. Þegar ég varð þess var, að allir voru orðnir sam- mála, fór ég heim til þess að sitja stundarkorn í sól- skininu ásamt syni mínum, sem ég hélt að ég mundi aldrei sjá aftur, en var nú kominn heim . . . Seint urn kvöldið kom Scarpone með þrjátíu eintök af blaðinu. Ég átti að fara með það til San Benedetto og útbýta því þar, því að þar átti ég kunningja. Daginn eftir áttu aðrir kafóníar að fara með það til annarra nágrannaþorpa og útbýta því þar. Alls höfðu verið prentuð fimm hundruð eintök. Ég átti kunningja í San Benedetto, og við ákváðum að fara þangað öll þrjú, ég, kona mín og sonur minn, til að létta okkur ofurlítið upp í tilefni af því, að sonur minn var kominn heim. Þetta bjargaði lífi okkar. Við lögðum af stað eftir hádegi daginn eftir. Ég var hálftíma að útbýta blöðunum. Því næst borðuðum við kvöldmat í San Benedetto, og um klukkan níu lögðum við af stað heimleiðis. Þegar leiðin var hálfnuð, heyrð- um við skot. Og þegar við komum nær heyrðum við, að skothríðin kom frá Fontamara. í sama bili ók vagn fram hjá. — Hæ! hrópaði ekillinn. — Það er stríð í Fonta- mara. — Stríð? Hvers vegna er stríð? spurðum við hvert annað. Við héldum áfram spölkorn, en skothríðinni linnti ekki. — Hvað eigum við að gera? spurðum við hvert annað. Og þetta var einmitt spurning Scarpones: „Hvað eigum við að gera?“ En það var auðveldara að spyrja en að svara. Þegar við komum á vegamótin hjá Pescina, mættum við Pasquale Cipolla. — Hvert ætlið þið? . . . Til Fontamara? . . . Eruð þið gengin af göflunum, æpti hann og hélt áfram í áttina til Pescina. Við hlupum á eftir honum. — En hvað er um að vera í Fontamara? spurði ég. — Hvernig stendur á þessari skothríð? —- Stríð, stríð . . . svaraði Cipolla. — Stríð gegn kafóníunum . . . gegn blaðinu. — En hvað varð um hina íbúana í Fontamara? spurði ég. — Allir, sem gátu, björguðu sér á flótta, sagði Cipolla og hvatti sporið. — Slapp Scarpone? — Hann hefur fengið friðinn, svaraði Cipolla og signdi sig. — Slapp Venerdi Santo? — Hann hefur fengið friðinn, svaraði Cipolla og signdi sig. — En Pontíus Pílatus? — Hann komst upp í fjöllin. — En Michele Zompa? — Á leið til Ortono. — En Baldissera? — Hann hefur fengið friðinn. — Hverjir eru dauðir fleiri? í fjarska heyrðum við jódyn, sem nálgaðist. Það gátu verið hermenn frá Pescina á leið til Fontamara. Við hlupum yfir engin og misstum sjónar á Pasquale Cipolla í myrkrinu. Við sáum hann ekki framar. Og við höfum ekkert frétt af hinum heldur, hvorki þeim, sem féllu né hinum, sem komust af. Og við höfum ekki séð húsin okkar né landareign okkar síðan. Og nú erum við hér. Hinn Mikli Óþekkti hjálpaði okkur að komast úr landi. En það er skiljanlegt, að við getum ekki verið hér. Hvað eigum við að gera? Eftir allt stritið og stríðið og tárin og sárin og blóðið og hatrið og örvæntinguna: Hvað eigum við að gera? ENDIR. Útbreiðið VINNUNA 300 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.