Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 36

Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 36
verkamanna í dagvinnu úr kr. 2.40 í kr. 2.65 á klst. og grunn- kaup verkakvenna úr kr. 1.60 í kr. 1.75 á klst. Sama kaup gild- ir fyrir drengi á aldrinum 14—16 ára. Ákvæðisvinnutaxti við síldarsöltun hækkaði um 10%. Verðlagsmál landbúnaðarins Samkvæmt ákvörðun miðstjórnar skrifaði Alþýðusambandið ríkisstjórninni eftirfarandi bréf 2. sept. s.l. varðandi verðlags- mál landbúnaðarvara og áhrif þeirra á framfærsluvísitöluna: „Svo sem kunnugt er, hefur ríkt talsverð óánægja með gild- andi lög um áhrif kjötverðs á framfærsluvisitölu, og þó eink- um framkvæmd laganna, sem í veigamiklum atriðum hefur farið í bága við gefin loforð ríkisstjórnarinnar til stéttarsam- taka verkalýðsins, er lög þessi voru sett og fallizt var á þau af vorri hálfu, sem bráðabirgðaráðstöfun. Þar eð búast má við að löggjafarþing verði kallað samanáður en langt líður, vill Alþýðusambandið hér með tjá hæstvirtri ríkisstjórn, að það mun ekki sætta sig við óbreytt ástand í verðlagsmálum landbúnaðarins, og gerir jafnframt kröfu til að ekki verði sett nein lög, eða aðrar ráðstafanir gerðar x þessu efni, er snerta hagsmuni verkalýðsins, án samþykkis stéttar- samtaka hans.“ Nýir kjarasamningar í Borgarnesi Þann 22. sept. s.l. voru undinitaðir tveir nýir kjarasamn- ingar í Borgarnesi. Er annar samningurinn um kjör verka- fólks en hinn um bílstjórakjör. Samkvæmt þessum samningum hefur grunnkaup verkamanna í almennri dagvinnu hækkað úr kr. 2.45 í kr. 2.65 á klst. — Grunnkaup verkakvenna og drengja úr kr. 1.65 i kr. 1.85 á klst. Vinna kvenna og unglinga við sláturstörf skal vera greidd með kr. 2.00 á klst. Skipavinna og önnur þungavinna hefur hækkað úr kr. 2.90 í kr. 3.0.0 á klst. Nýir samningar Iðju, íél. verksmiðjufólks Þann 20. sept. s.l. voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, og Félags ísl. iðnrekenda. Samkvæmt þessum samningum hefur kaup full- gildra karlmanna hækkað úr kr. 475.00 í kr. 545.00 á mánuði (grunnkaup) og kaup fullgildra kvenna úr kr. 290.00 i kr. 350.00 á mánuði (grunnkaup). Aðrir liðir k'upgjalds iðnverka- fólks hafa hækkað í svipuðum hlutföllum. Nemur þessi kaup- hækkun Iðju um 20% hjá konum og 15% hjá karlmönnum. Unglingar yngri en 17 ára hafa nú sama kaup og konur. Ákvæðisvinnutaxtar þeir, sem í gildi eru hjá Iðju, hækkuðu og um 614%. Nýr kjarasamningur í Neskaupstað 30. sept. s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur um kaup og kjör milli Verkalýðsfélags Norðfirðinga og atvinnurekenda. Grunnkaup karla er nú kr. 2.60 um klst. (áður kr. 2.30). í skipavinnu (dagvinnu) kr. 2.90 (áður 2.60). Við ísun fisks o. fl. kr. 2.70 (áður kr. 2.45). Kol, salt, sement kr. 3.30 (áður kr. 3.00). Dagkaup kvenna er kr. 1.90 pr. klst. (áður kr. 1.70). Eftirvinna er greidd með 50% álagi á dagvinnu, en nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. Nýr kjarasamningur á Djúpavogi Þann 30. sept. s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Djúpavogs og atvinnurekenda þar. Sam- kvæmt þessum samningi hefur grunnkaup karlmanna í al- mennri dagvinnu hækkað úr kr. 2.30 í kr. 2.60 á klst. og kvenna úr kr. 1.70 í kr. 1.90 á klst. Skipavinna hækkaði úr kr. 2.60 í kr. 2.75 og vinna við kol, salt og sement úr kr. 3.00 í kr. 3.35 á klst. Eftirvinna er greidd með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna nxeð 100% álagi á dagvinnukaup. Samningur Iðju og Smjörlíkisgerðanna í Reykjavík Þann 22. okt. s. 1. var undirritaður kjarasamningur milli Iðju, fél. verksmiðjufólks, og Smjörlíkisgerðanna í Reykjavík. Sam- kvæmt þessum samningi er lágmarkskaup karla kr. 600.00 á mánuði og kvenna kr. 360.00 á mánuði. Kaup fagmanna, sem beinlínis vinna að tilbúningi smjörlíkis, stiokka o. s. frv., er kr. 725.00 á mánuði fyrir karlmenn og kr. 600.00 á mánuði fyrir konur. Samningur þessi gildir frá 1. okt. s. 1. Aðalfundur Jökuls í Ólafsvík Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík var haldinn 19. okt. s. 1. I stjórn félagsins voru kosnir: Þórður Þórðarson formaður, Elinbergur Sveinsson ritari, Ottó Árnason gjaldkeri, Sigurður Sveinsson og Guðbrandur Vigfússon meðstjórnendur. Nýr samningur matsveina við Eimskip Matsveina- og veitingaþjónafélag Islands sagði í sumar upp samningum sínurn við hf. Eimskipafélag Islands og Skipaútgerð ríkisins. Samningurinn var gerður 22. marz s. 1., og gilti til 1. nóv. n. k. Fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins hr. Torfa Hjartar- sonar, voru samningar undirritaðir á skrifstofu hans 24. okt. síðastl. Kaup samkv. hinum nýja samningi er sem hér segir: Yfirmatsveinar fá á mánuði kr. 775.00, (hið sama og áður var, nema Lagarfoss var áður í kr. 544.00, en er nú hið sama og á hinum nýju skipum. Búrmenn á Esju og Súðinni fá kr. 600.00 á mánuði, en á Biúarfossi og Lagarfossi kr. 575.00. Áður var búrmannskaupið á Brúaifossi, Esju og Súðinni kr. 550.00, en á Lagarfossi kr. 400.00. Kaup matsveina, þar sem aðeins einn matsveinn vinnur á skipi, er sem hér segir: Á Fjallfossi og Reykjafossi kr. 500.00 á mán. (áður kr. 300.00). Á Selfossi kr. 425.00 á mánuði (áður kr. 300.00). Kaup aðstoðarmatsveina er nxi kr. 316.00 (áður kr. 300.00). Kaup veitingaþjóna á 1. og 2. farrými er nú kr. 300.00 (var áður frá kr. 120.00 til kr. 200.00). Allt kaup breytist samkv. dýrtíðarvísitölu kauplagsnefndar. Frídagar eru 6 hálfir dagar á rnánuði, þegar skip er í enda- höfn (voru 3 hálfir áður). Samningurinn gildir frá 1. nóv n. k. til 1. nóv. 1947. Nýr kjarasamningur á FáskrúSsfirSi Um svipað leyti og samið var á Neskaupstað, náði einnig Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar samningum við atvinnurekendur þar. — Eru þessir samningar mjög í samræmi við samning þeirra Norðfirðinganna í höfuðatriðum. Spánarbanninu aflýst Á fund miðstjórnar Alþýðusambandsins 26. sept. s.l. var á- kveðið að aflýsa afgreiðslubanni því, sem sambandið lagði á vörur til Franco-Spánar og frá, og staðið hafði yfir frá 21. marz s.l. Þessi ákvörðun var tekin eftir að kunnugt varð að norska verkalýðssambandið hélt ekki lengur uppi banni á spánskar vörur. Ákvörðun þessi var og tekin með vitund Al- þjóðasambands verkalýðsfélaganna. 302 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.