Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 18

Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 18
Frá sveinsprófi á Þingvöllum 19. sept 1945 (framleiðslumenn). Talið frá vinstri: Trausti Magnússon, Teódór Ólafsson, Edrnund Eriksen (prófdómari), Steingr. Jóhannesson (form. prófnefndar), Helgi Rósenberg (prófdómari), Stefán Þorvaldsson, Tryggvi Steingrímsson, Árni Jónasson. Það hlýtur því að vakna sú spurning, hvort veitinga- og gistihússrekstur hér á landi eigi að vera gróðafyrirtæki einhverra ófaglærðra auð- manna, með fagmenn í þjónustu sinni, eða sjálf- sagður rekstur fagmanna einna. Veitingahússrekstur hefur ekki verið mikils- metin atvinnugrein hér á landi hingað til. All- mörg veitinga- og gistihús hafa verið byggð, með vistlegum herbergjum og fallegum, rúmgóðum sölum. En vinnuskilyrðin, sem bak við eru, þar sem vinna á að framleiðslu Jjeirri, sem á boðstól- um er, hafa ætíð notið minni umhugsunar, og af þeim ástæðum hafa framleiðsluvörurnar verið ófullkomnari en til var ætlast í upphafi. Hefðu fagmenn verið hafðir með í ráðum við byggingu slíkra húsa, hefði meira verið gert til þess að hafa skilyrðin fyrir starfsfólkið þannig, að auðvelt væri að vinna að nægilegri framleiðslu, með þeim fyllstu kröfum, fyrir þann fjölda manna, sem salnum er ætlað að taka á móti. Það eru mörg dæmi þess, að veitinga- og gisti- húsarekstur hefur farið öðruvísi í framkvæmd- inni, en til var ætlast í uppphafi, einungis af þeim sökum, er að framan getur. Fari svo, að veitinga- og gistihúsarekstur geti ekki þróast hér á landi, nema fluttir séu til lands- ins erlendir fagmenn til þess að annast þann rekstur, þá er illa farið hinu unga íslenzka lýðveldi. Til þess að lýðveldi okkar geti talizt alíslenzkt, verður að skapa innlenda fagmenn í öllum grein- um, bæði þeim, er hér liafa verið nefndir, og öðrum. Þegar erlendir ferðamenn koma og skoða okkar fagra land, er það ábyggilega bezta auglýsingin fyrir land vort og þjóð, að í hinum ýmsu starfs- greinum séu innlendir menn, með fagkunnáttu, sem reki atvinnugreinina og vinna við hana. Þetta finnst öllum rétt hugsandi mönnum vera alveg sjálfsagður hlutur. Því á það ekki að vera eins með veitingahús og gistihúsrekstur? Þessar línur eru ekki skrifaðar sem ádeila á þau veitingahús og gistihús, sem rekin eru og stjórn- 284 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.