Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 29
að segja í mýrarhéruðunum. Öll þessi varúð varð
til þess eins að draga úr rísræktinni, án þess þó að
malarían minnkaði vitund. Menn komust að raun
um, að það var ekki rísinn heldur moskítóflug-
urnar, sem ollu malaríunni. I ítalska héraðinu
Novara sýndi reynslan það, að malarían dvínaði
eftir því sem rísyrkjan óx. Fyrir stríð var dánartal-
an úr malaríu 14 af hverum 100.000 ítölum, en í
héruðunum Novara og Pavía, þar sem rísyrkjan
er mest, aðeins 2,4. Skýringin á þessu er sú, að
rísakrarnir eru vökvaðir með rennandi vatni, og
til þess að fá vatnið, varð að safna því saman úr
mýrunum. En í Kaliforníu, þar sem hart er um
vatn, spara Ameríkumenn það, safna því saman
á ökrunum, svo að úr verður reglulegt f.oræði, —
en samt er malarían óþekkt á þessum slóðum.
Leyndardómurinn er sá, að moskítóflugunum er
útrýmt samtímis rísræktinni. Olíu er helt yfir vatn-
ið, og hún leggst eins og þunnt skæni yfir það og
kæfir lirfurnar. Rísyrkjumenn í Evrópu hafa
komizt að því fyrir löngu síðan, að moskítóflugurn-
ar eiga sök á allri ógæfunni. í Ungverjalandi og
Ítalíu hafa menn því lengi notað rísáveiturnar
sem klakstöðvar fyrir karfa, tannkarfa, elritser
og aðra smáfiska, sem éta moskítólirfurnar.
Gulu þjóðunum er rísinn daglegt brauð eins og
rúgurinn og hveitið er okkur. Það er umvafið
Ijóma trúarhelgisiða og þjóðkvæða. Bókmennt-
irnar urn rísinn eru ótæmandi. Ágætar vísinda-
stofnanir rannsaka og prófa eiginleika þeirra 200
rístegunda, sem gulu þjóðirnar hafa ræktað sitt
langa söguskeið. Bændur Austurlanda eru og
hafa alltaf verið fátækir og kúgaðir. Þó hafa þeir
þreifað sig áfram til hinnar fullkomnustu rís-
yrkju. Löngu áður en tímatal okkar hefst, báru
Kínverjar á rísakra sína eftir öllum vísindanna
reglum og kunnu að veita á þá vatni. Tæknin
hefur að vísu tekið miklum framförum síðan, en
í dag eins og fyrir þúsundum ára síðan biður
Kínverjinn gesti sína að gera honurn þann heið-
ur að skilja eftir á landareign sinni það, sem að-
eins er til þyngsla fyrir hinn „hávelborna“ maga