Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 14
jafnframt fulla stillingu, festu og rökvísi í mál- flutningi og aðgerðum öllum.“ „Almennur fundur eldri og yngri stúdenta haldinn í Háskólanum að tilhlutan Stúdenta- félags Reykjavíkur og Stúdentaráðs Háskóla Is- lands þann 23. sept 1946 leyfir sér að beina þeirri áskorun til yðar, herra forseti Islands, að þér beitið áhrifum yðar við alþingi og ríkisstjórn til þess að ekki verði endanlega gengið frá samningi við Bandaríki Norður-Ameríku svipaðs eðlis og samningsuppkast það er, sem nú liggur fyrir al- þingi — án þess að úrskurðar þjóðarinnar verði leitað með þjóðaratkvæðagreiðslu og fullnægj- andi greinargerð þjóðréttarfræðinga sé fyrir hendi.“ „Almennur fundur eldri og yngri stúdenta haldinn í Háskólanum að tilhlutan Stúdenta- félags Reykjavíkur og Stúdentaráðs Háskóla ís- lands þann 23. sept. 1946 leyfir sér að ítreka við hið háa alþingi fyrri áskoranir Stúdentafélagsins og Stúdentaráðsins. Jafnframt leyfir fundurinn sér að skora á al- þingi að ganga ekki endanlega frá samningi við Bandaríki Norður-Ameríku svipaðs eðlis og samn- ingsuppkast það er, sem nú liggur fyrir alþingi, — án þess að úrskurður þjóðarinnar verði leitað með þjóðaratkvæðagreiðslu. Fundurinn lítur ennfremur svo á, að nauðsyn- legt sé, að fullnægjandi greinargerð þjóðréttar- fræðinga sé fyrir hendi áður en gengið er frá jafn mikilvægum samningi.“ Að tilhlutan „Þjóðvarnar", Alþýðusambands íslands, Bandalags ísl. listamanna og Iðnnema- samabnds ísl. var enn efnt til fjölmenns útifund- ar norðan við Miðbæjarskólann föstudaginn 4. okt. til að krefjast þjóðaratkvæðis. — Þar töluðu m. a. Hákon Bjarnason skógrækatarstjóri, Her- mann Guðmundsson forseti Alþýðusambandsins, Hallgrímur Jónasson kennari, Gylfi Þ. Gíslason prófessor og Bolli Thoroddsen verkfræðingur. Það mun upphaflega hafa verið ætlun land- ráðamannanna á alþingi að reyna að læða samn- ingsuppkastinu gegnum þingið svo að lítið bæri á. En vegna hinna öflugu mótmæla þjóðarinnar, þorðu þeir ekki annað en að láta fara fram út- varpsumræður um málið frá alþingi. Voru rök landráðamannanna hin bágbornustu sem von- legt var og er gott dæmi þess, að gegn öllum þeim fjölda félagasamþykkta og öllum þeim þúsundum undirskrifta, sem rignt hafði yfir alþingi gegn herstöðvasamningnum, gat Olafur Thors engu hampað nema plaggi, sem honum hafði borizt frá áhöfninni á Súðinni, sem lagði blessun sína yfir landráðasamninginn. Hins vegar blésu Seljalands- menn sig út með vonzku og hótanir í útvarps- umræðunum og lét slíkt sig ekki án vitnisburðar, þegar jafnmakráður hæglætismaður og Stefán Jóhann Stefánsson reis af hinum pólitíska pall- strám sínum og strauk af vörum sér hið sjálfum- glaða, sænska smjörbros. Gerðust þá fleiri víga- menn en vér hugðum. En þrátt fyrir hina hrak- legustu útreið í umræðunum og þrátt fyrir aug- Ijósan jrjóðarvilja, knúðu Seljalandsmenn land- ráðasamninginn í gegnum þingið að vísu nokkuð breyttum frá fyrstu með 32 atkvæðum gegn 19. Vér getum viðurkennt, að þessum þætti ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu lauk með óvinafagn- aði. En það mun vissulega verða þeim stundar- gaman. — Þjóðin mun ekki láta svíkjast svo hraparlega aftan að sjálfstæði sínu sem raun- in varð í alþingiskosningunum í sumar. Hún mun ekki láta þennan stundarósigur lama trú sína á sigur sjálfstæðisins. Þvert á móti mun hún í krafti fenginnar reynslu læra að þekkja flugu- mennina og gera sig þess umkomna að heimta aftur það sem af henni var ruplað af meiri hluta alþingis 5. okt. 1946. Frá Hellisgcrði 280 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.