Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 5

Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 5
VINNAN 10. tölublað Október 1946 4. árgangur Reykjavík Ritnefnd: Björn Bjarnason Helgi Guðlaugsson ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS JOHN KEATS: La belle dame sans merci EFNISYFIRLIT: Halldór E. Arnórsson: Lax að stökkva, kápu- mynd John Keats: La belle dame sans merci, kvæði Af alþjóðavettvangi Guðmundur Vigfusson: Verkefni og viðhorf, for- ystugrein Herstöðvamálið Júlíus Jóhannesson: Sýnd veiði en ekki gefin Böðvar Steinþórsson: Innlend veitinga- og gisti- húsamenning Verkakvennasamtökin i Vestmannaeyjum 20 ára Jón Jóhannesson: Dagur við ský (brot) Juri Semjanoff: Brauð gulu þjóðanna Framhaldssagan Skák Sambandstiðindi Kauþskýrslur o. fl. \____________________________________________________/ „Riddari góður, því ráfar þú raunamæddur og grár á kinn?" Fuglar án söngs og sefið fölt sem svipur þinn. „Riddari góður, því ráfar þú rúinn gleði og tærð þín brá?" Rjúpan hefur nú harðan sarp, og hætt að slá. Kinn þín ber lit sem bjarkarblað búið við falli, daggarsvalt. Á enni þér rós, sem víst var væn, en varð of kalt. Á enginu hitti ég yndismey álfum líka með hárið gyllt. Öll var hún fögur, með ungan fót, en augun villt. Hún stakk mig þorni sætt í svefn, en svo mig dreymdi, ó, fár og mein! Seinastan minna drauma draum við draugastein. Kónga og hirðmenn ég hjá mér sá, hirðmenn föla, sem æptu á mig. Þeir sögðu: La belle dame sans merci, hún seiddi þig. Varatærðir þeir vöruðu mig vofumunni, sem bleikur gein. Ég vaknaði dauðadraumnum af við draugastein. Því reika ég. Ég ráfa nú raunamæddur og grár á kinn. Fuglar án söngs og sefið fölt sem svipur minn. VINNAN 271

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.