Vinnan - 01.02.1952, Page 5
VINNAN
1. tölublað
10. árgangur
Janúar — febrúar
1952
Afgreiðsla:
Hverfisgötu 8—10
Sími: 3980
Útgefandi: Alþýðusamband íslands
Atvinnuleysið
SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Alþýðu-
sambandið hefur aflað sér, er atvinnuleysið svo
geigvænlegt allvíða úti um land, að skorturinn
er við dyr fjölmargra alþýðuheimila, auk þess
sem þúsundir manna ganga atvinnulausar í höfuð-
staðnum sjálfum að dómi fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna þar. Og þótt atvinnuleysið væri orðið
mikið snemma á vetrinum, hefur enn ekkert
verið gert að gagni af hálfu hins opinbera til að
ráða bætur á því.
Alþýðusamtökin um land allt aðvöruðu stjórnar-
völdin í tíma um að snúast gegn atvinnuleysinu
þegar, og segja má, að örlað hafi á nokkrum skiln-
ingi hjá þeim, er alþingi fékkst til að heimila
ríkisstjórninni að verja 4 milljónum króna til að
bæta úr því. En þær ráðstafanir koma þó að engu
haldi fyrr en seint og síðar meir, þar eð helzt
kom til orða að verja þessu fé til að reisa hrað-
frystihús og fiskiðjuver. Slíkar framkvæmdir eru
ágætar og sjálfsagðar og nauðsynlegar til að
tryggja atvinnu og afkomu fólks í sumum lands-
hlutum, en jafnframt þurfti vitaskuld að bæta úr
skortinum, sem nú þegar steðjar að alþýðunni.
Atvinnutæki, sem ekki er til nema á pappírnum
og varla það, veitir engum verkamanni atvinnu
að sinni. Það eina, sem dugir, eru ráðstafanir til
úrbóta strax.
Þegar þess er gætt, að samfara atvinnuleysinu
er mikil og vaxandi dýrtíð, ætti öllum að vera
EFNI:
Atvinnuleysið.
o
Hannibal Valdimarsson: Reistu í verki
viljans merki —
o
Helgi Hannesson: Vorsetinn látinn.
o
Hafnarverkamenn í Reykjavík.
o
Helgi Hannesson: Vinnur Jónsson látinn.
o
Verkfall á togurunum.
o
Hlíf 45 ára.
o
Poul Bonnevie prófessor: Eitrunarhætta
af blýbenzíni.
o
Samband matreiðslu- og framreiðslu-
manna 25 ára.
o
Sæmundur Ölafsson: Negrarnir og
verkalýðshreyfingin.
o
Sambandstíðindi, Kaupgjaldstíðindi o. fl.
ljóst, að ekki getur öðru vísi en illa farið, sitji
stjórnarvöldin með hendur í skauti. Og svo er nú
komið, að verkamaður í Reykjavík á fullt í fangi
með að sjá fjölskyldu sinni farborða, þótt hann
hafi vinnu alla daga. Slík er dýrtíðin orðin. Það
hefur ekki verið reiknað út, hve mikinn þátt dýr-
tíðin og minnkandi kaupgeta almennings á í
atvinnuleysinu. Vafalaust er hann mikill, ef til
vill meiri en menn almennt grunar, en þeim mun
skyldugri eru þau stjórnarvöld, sem ábyrgð bera
á dýrtíðinni og minnkandi kaupgetu, til að firra
almenning vandræðunum, þegar þess er einnig
gætt, að ríkisstjórnin lýsti yfir því, er hún kom
til valda, að hún teldi það eitt aðalhlutverk sitt
að viðhalda fullri atvinnu.
Alþýðusamtökin verða, er atvinnuleysið er
annars vegar, að snúa sér beint til stjórnarvald-
anna. Þau eiga ekki í annað hús að venda um
það. Þess vegna bera alþýðusamtökin • fram þá
kröfu við ríkisstjórnina, að hún reyni að standa
við orð sín og sjá alþýðunni fyrir nægilegri at-
vinnu.
VINNAN 5