Vinnan - 01.02.1952, Page 9
Hafnarvinna er í eðli sínu ótrygg vinna. Hlé
verður á komu skipa alltaf við og við, en þess á
milli er stundum svo mikið um að vera, að fjölga
þarf til muna. Hlýtur því mikil vinna að ganga
þeim úr greipum, sem þó hafa gerzt hafnarverka-
menn að atvinnu, enda eru engar hömlur á því,
að menn úr hvaða starfsgrein sem er geti fengið
vinnu við höfnina, ef svo ber undir.
Það væri því óneitanlega mikil kjarabót fyrir
hafnarverkamenn að ná samningum við atvinnu-
rekendur um einhvers konar kauptryggingu. Kom
það og til orða fyrir nokkrum árum, en ekki
varð úr framkvæmdum. En jafnframt kauptrygg-
ingunni væri heppilegt að setja tvo kauptaxta:
annan, hærri, fyrir þá, sem aðeins hafa hlaupa-
vinnu og enga tryggingu, og hinn fyrir þá, sem
fastráðnir eru, og væri kaup þeirra hið sama og
annarra verkamanna. Hlaupavinnutaxtann mætti
setja ákveðnum hundraðshluta hærri en hinn,
þannig að hann breyttist af sjálfum sér með öðru
kaupgjaldi eins og nú tíðkast um álag á kaup í
eftirvinnu.
Hafnarverkamenn vinna bæði úti og inni, í
lestum skipa við lúgurnar, vindurnar, á bakkan-
um og inni í vöruhúsum. Vinnan er óþrifaleg og
erfið, þótt mikill léttir sé vélaaflið fyrir mennina.
Má segja, að í því efni hafi orðið stórstígar breyt-
ingar til bóta síðasta áratuginn þar sem annars
staðar. En yfirleitt er vinnuaðstaðan bágborin.
Þeir, sem vinna á bakkanum, við lúgur, vindur
eða á óyfirbyggðum dráttarvögnum, verða að
vera úti, hverju sem viðrar, en í skipum og vöru-
húsum eru skilyrðin misjöfn.
í aðeins einu vöruhúsi er loftræsting, vöruhúsi
SÍS, sem telja verður að þessu leyti til fyrir-
myndar. Hin eru öll loftræstingarlaus til hinnar
mestu óhollustu fyrir verkamennina sökum gas-
lofts, sem leggur af vélknúnum vinnutækjum.
Hefur kveðið svo rammt að á stundum, að menn
hafa fallið í öngvit við vinnu sína vegna gas-
loftsins. Og ekki er einu sinni hægt að opna í
gegn, þannig að súgur myndist, í sumum hús-
unum. Þyrfti að kippa þessu í lag hið bráðasta.
Búið er nú að setja hús á alla dráttarvagna hjá
Eimskipafélagi íslands til skjóls fyrir ökumennina
og öryggisþak á lyftarana flesta, svo að vörur
geti ekki hrunið yfir þann, sem stjórnar, þótt út
af beri. Stór bót er að því, en slíku er ekki fyrir
að fara hjá öðrum.
Framhald á 27. síðu.
Finnur Jónsson
lótinn
FINNUR JÓNSSON alþingismaður lézt að
heimili sínu í Reykjavík þann 30. des. s. 1.
Við fráfall hans hafa alþýðusamtökin orðið að
sjá á bak einum sinna ágætustu brautryðjenda
og forystumanna og íslenzka þjóðin orðið einum
mætustu sona sinna fátækari.
Finnur Jónsson var formaður verkalýðsfélags-
ins Baldurs á ísafirði um 11 ára skeið. Forseti
Alþýðusambands Vestfjarða var hann frá stofn-
un sambandsins og um Iangt skeið.
í mörg ár átti hann sæti í stjórn Alþýðusam-
bands íslands og sat jafnan þing þess fyrir
verkalýðsfélagið Baldur. Bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins á ísafirði yar Finnur um tvo áratugi og
alþingismaður Isfirðinga í 18 ár.
Forustuhæfileikar Finns Jónssonar, óbilandi
viljaþrek, festa í málflutningi, lagni og lipurð í
samningum samfara þrotlausum áhuga hans á
að vinna málstað alþýðunnar allt það gagn, er
hann mátti, ollu því, að á hann hlóðust hin
mikilvægustu og margvíslegustu störf fyrir
verkalýðssamtökin og Alþýðuflokkinn.
Finnur Jónsson var einlægur andstæðingur
íhalds og einræðis, herskár en drengilegur og
ótrauður baráttumaður jafnréttis og frelsis.
Þótt hann sé nú horfinn, mun minningin um
hann lifa og hvetja til dáðríkra starfa fyrir al-
þýðusamtökin.
Alþýðusambandið þakkar honum heillaríkt
brautryðjandastarf og sendir konu hans, börnum
og nánum ástvinum hlýjar samúðarkveðjur.
Helgi Hannesson.
VINNAN 9