Vinnan - 01.02.1952, Page 12
BROTABROT
TÍMARITIÐ EUROPEAN REVIEW birtir ný-
lega upplýsingar með línuritum um aukningu
framfærslukostnaðar í flestum löndum Vestur-
Evrópu síðan í ársbyrjun
1948. Hefur ísland sam-
kvæmt þeim að vísu ekki
metið, en gengur næst met-
hafanum, Austurríki. Vísi-
tala sú, sem notuð er til
að sýna samanburðinn á
framfærslukostnaði land-
anna, er sett 100 í árs-
byrjun 1948. Hækkar hún,
hvað Island varðar, sama
og ekkert fram undir árslok 1949, en á tveimur
síðustu árum um 60 stig — eða 60% — miðað við
ársbyrjun 1948. A sama árabili hækkar fram-
færslukostnaðurinn um aðeins 25 stig í Noregi,"
22 í Svíþjóð, 21 í Danmörku og 19 á Bretlandi.
* * *
ALÞINGI veitti Alþýðusambandi íslands 50
þúsund króna styrk til starfsemi sirinar á fjár-
lögum yfirstandandi árs. Ber vissulega að þakka
það, því að áður hafði það aðeins fengið árlega
10 þúsund krónur af ríkisfé. Hins vegar sótti
stjórn Alþýðusambandsins um 100 þúsund krónur.
* * *
SAMKVÆMT árbók landbúnaðarins var
mjólkursalan á landinu meira en hálfri milljón
lítra minni frá 1. jan. — 30. sept. 1951 en á sama
tímabili árið 1950 þrátt fyrir mikla fjölgun í
þorpum og kaupstöðum. Fyrsta ársfjórðunginn
var hún 204 518 lítrum minni, annan 280 277
lítrum minni og þriðja 69 138 lítrum minni. Ber
þess að geta, að yfir hásumarið eru tekjur fjöl-
margra manna við sjávarsíðuna mestar. Minnk-
andi mjólkursala getur ekki stafað af öðru en
minnkandi kaupgetu almennings.
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
telur um 26 þúsund félagsmenn
innan vébanda sinna. Engin sam-
tök hér á landi önnur en Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga
eru fjölmennari. Ef með eru
taldir allir þeir, sem félagsmenn
Alþýðusambandsins hafa á fram-
færi sínu, má telja fullan helm-
ing þjóðarinnar undir merki þess.
ÞJÓÐARTEKJUR ÍSLENDINGA munu vera
um 1700—1800 milljónir króna. En nærri lætur,
að á því ári, sem nú er að líða taki ríki og sveitar-
félög í skatta af þjóðinni um 460 milljónir króna
samkvæmt áætlun á fjárlögum og allnákvæmri
ágizkun um útsvör. Þannig fer um fjórðungur af
tekjum þjóðarinnar í ríkissjóð og sveitarsjóði með
innheimtu skatta og tolla.
* * *
NOKKRU FYRIR ÞINGLAUSNIR í janúar
samþykkti alþingi að heimila ríkisstjórninni að
verja allt að 4 milljónum króna til að bæta úr
atvinnuörðugleikum í landinu. Var það viður-
kennt í þinginu, að helzt kæmi til greina að reisa
ný fiskiðjuver í þessu skyni. A fjárlögum var
stjórninni og heimilað að veita ríkisábyrgð fyrir
lánum, að upphæð allt að 8 milljónum króna, til
nýrra hraðfrystihúsa, svo að hún hefur því alls
til umráða 12 milljónir króna til slíkra fram-
kvæmda.
- SMÆLKI -
Prestur nokkur gisti hjá kunningiia sínum, en vegna
þess, hve 'þröngt var í húsinu, var hann látinn sofa hjá
fimm ára gömlum syni hjónanna. Þegar þeir voru að
hátta, skauzt drengurinn aftur fyrir fótagafhnn á rúminu
og kraup þar á kné. Prestur hélt, að hann væri að gera
bæn sína, og þótti það fallegt af honum. Hann kraup svo
sjálfur við höfðalagið.
— Hvað ertu að gera? spurði drengurinn.
— Það sama og þú, svarar prestur.
— Þá held ,ég mamma verði vond, segir sé litli, því að
potturinn er hérna megin.
— o —
Sjómaður nokkur fór inn í ritfangaverzlun og tók að
skoða póstkort, er þar var raðað á afgreiðsluborðið. Af-
greiðslustúlkan vék sér að honum og spurði, hvað hún
gæti gert fyrir hann. En sjómaðurinn var að leita að
korti, sem á væri letrað: Til einustu unnustunnar. Slík
póstkort voru til í verzluninni, og sjómaðurinn keypti
heila tylft.
1948 1949 1950 1951
12 VINNAN