Vinnan - 01.02.1952, Qupperneq 14
blýi. Sjúkdómseinkennin hafa verið mjög mis-
munandi, frá lítilfjörlegum óþægindum til tauga-
lömunar, sem þó hefur batnað. Þar sem engin sér-
stök einkenni eru fyrir þennan sjúkdóm, hafa
sennilega verið mörg fleiri tilfelli, sem vér vitum
ekki um.
Tæki til að ákveða, hvort eitrunin stafi af ethyl-
blýi, eru til í rannsóknarstofum. Aðferðin leiðir
í Ijós aukningu á blýmagninu í líkamanum. Eins
og áður er sagt, greinist blýið í efnasambandinu
frá í líffærunum, og stöðug tilfærsla af litlu blý-
magni skapar þannig möguleika fyrir hinni vel-
þekktu blý-málms-eitrun með sömu einkennum og
stafa af ólífrænum (uorganisk) blýsamböndum
(blýaska, blýkromat o. fl.). Einkennin eru blóð-
leysi, meltingartruflanir, þarmakveisa o. fl. •—
fyrir utan þreytu, listarleysi og aðrar lítilfj örleg-
ar truflanir á heilsufarinu, sem hægt er að sjá í
sambandi við marga sjúkdóma og þar að auki
einnig við ethyl-blýeitrun. Ahrifin af málmblýi
koma einnig fram í auknu blýi í blóðinu (sem
alltaf inniheldur þó svolítið af blýi, sem kemur
frá drykkjarvatni og mat) og þvaginu, einnig við
sérstaka skemmd á nýmynduðum rauðum blóð-
kornum. Það síðast nefnda er auðvelt að sýna
fram á með því að lita á sérstakan hátt blóðdropa,
sem strokið er á glerplötu og rannsaka blönduna
í smásjá. I því sjást umrædd blóðkorn full af ör-
smáum ögnum, sem hafa tekið í sig basíska litar-
efnið. Er þá talað um „basofili“ blóðkornanna.
Vér höfum í mörgum tilfellum sýnt fram á þannig
basofili, sem aðeins hefur verið hægt að skýra
með því, að sá, sem rannsakaður hefur verið, hafi
við vinnu andað að sér eða fengið í gegnum
húðina ethylblýið í vélabenzíni og hafi þannig
orðið fyrir hættulega miklum blýáhrifum, þ. e. a. s.
hafi átt á hættu að fá einnkenni þau af blýeitrun,
sem koma í ljós við hættuleg blýáhrif. Hjá ein-
staka mönnum, sem gæta benzíntanka, höfum vér
veitt athygli slíkum einkennum á blýeitrun, og frá
læknum úti á landi höfum vér heyrt um sams
konar athuganir.
Sé aftur á móti um vélvirkja og bifvélavirkja
að ræða, sem gera við benzínvélar með tilheyr-
andi, er einnig sá möguleiki fyrir hendi, að þeir
verði fyrir áhrifum, ekki af ethyl-blýi í benzíninu,
heldur af blýösku í sótinu frá vélunum. A sama
hátt og blýsambandið í líffærunum brennur og
verður að blýildi, breytist það í vélunum og sezt
þar að að nokkru leyti, þrátt fyrir það að blýsótið
fjarlægist að mestu leyti með útstreymisgasinu.
Blýsótið er þannig einnig hættulegt, en í reynd-
inni er það kolildið í útstreymisgasinu, sem er
langhættulegast. Fái maður ekki kolildiseitrun af
vélareyknum, er heldur engin hætta á blýeitrun.
Þessi hætta stafar aftur á móti af sóti, sem fast er
á vélunum og í útblástursrörinu. Sumpart getur
maður fengið sótið á hendurnar og þaðan við að
reykja vindlinga og borða til munnsins, og
sumpart getur maður andað að sér sótögnum, sem
innihalda blý. Hið síðar nefnda er hættulegra,
vegna þess að blýið kemst auðveldlegar gegn-
um hinn viðkvæma lungnavef, en í gegnum slím-
himnur magans. Reiknað er með, að aðeins þurfi
20—50 sinnum minna blý niður í lungun en í
magann til þess að orsaka varanlega blýeitrun,
en það er minna en 1/10 mg. blý á dag. En fáein
mg. af blýi geta auðveldlega komizt niður í mag-
ann, ef borðað er t. d. brauð með óhreinum hönd-
um. Það má bæta því við, að öruggasta leiðin til
þess að eiga á hættu að anda að sér blýi er að
nota blýbenzín á mótorlampa.
Notkun á blýbenzíni hefur þannig sett menn í
nokkrum atvinnugreinum í þá hættu að fá nýjan
atvinnusjúkdóm, þ. e. ethyl-blýeitrun, og hefur
sett þá ásamt bifvélavirkjum sérstaklega í þá
hættu að fá elztu þekktu atvinnueitrunina, þ. e.
blýeitrunina. Hvort tveggja er þó auðvelt að forð-
ast. í fyrsta lagi verður að verja fólk það, sem
vinnur hjá benzínsölum, þegar það hefur um
hönd „ethyl-fluid“ eða þegar hreinsaðir eru benzín-
tankar og við allar viðgerðir á þeim. Þetta hefur
verið gert í mörg ár, og okkur hefur verið hlíft
við alvarlegum sjúkdómstilfellum. Um þetta hafa
verið settar reglur, sem hafa verið felldar inn í
reglugerð dómsmálaráðuneytisins um eldfima
vökva.
í öðru lagi má aðeins nota benzín á aflvélar
sem brennsli. Til að hreinsa með á aðeins að nota
blýlaust benzín. Þetta hefur alltaf verið ’fyrir-
skipað af heilbrigðis- og verksmiðjueftirlitinu, en
fram hjá því hefur verið gengið ótal sinnum —
og í mörgum tilfellum hefur það haft í för með sér
veikindi, viðurkenndar eitranir og örugglega enn
fleiri sjúkdómstilfelli, sem ekki hafa verið greind.
Verksmiðjueftirlitið útbýtir nú aðvörunarskiltum
til þeirra fyrirtækja, sem sérstaklega freistast til
að nota blýbenzínið og það hefur umsjón með.
En þar að auki hvílir sú skylda á þeim, sem gæta
benzíntankanna, að afgreiða aðeins vélabenzín á
tanka vélknúinna tækja. Einnig mega bifvéla-
Framhald á 27. síðu.
14 VINNAN