Vinnan - 01.02.1952, Page 16

Vinnan - 01.02.1952, Page 16
Sæmundur Ólafsson: Negrarnir og verkalýðshreyfingin Frásögn tveggja manna úr verkalýðssamtökum Bandaríkjanna. VIÐ KÖNNUMST við sögurnar af meðferðinni, sem negrarnir í Bandaríkjunum verða að sæta að sögn áróðursmannanna. Við könnumst við það hvernig þeir eru teknir af lífi af uppæstum skríl án dóms og laga á hinn hryllilegasta hátt. Við könnumst við það, hvernig þeim er bægt frá at- vinnu og mannréttindum, skólagöngu og félags- lífi við hvfta menn, sem hundelta þá og ofsækja. Við höfum heyrt, að negrarnir vinni klæðlitlir og búi í hreysum í útjöðrum stórborganna, og dragi þar fram lífið við sult og seyru. Þannig kunni ég þessa sögu, þegar ég lenti á flugvelli við New York í júnímánuði síðast liðnum. Síðari hluta sama dags stóð ég á gatnamótum í skýja- kljúfahverfi Manhattaneyjar og horfði á þúsundir vegfarenda, sem voru að koma út í sólskinið að loknu dagsverki í búðum, skrifstofum og á ýms- Nýr negrabústaður. Þannig er nú byggt yfir negrana. um vinnustöðum stórborgarinnar. Iðandi mann- hafið leið áfram eftir strætunum í stríðum straumum. Það sérkennilega við manngrúann var það, að meira bar á svörtum mönnum en hvítum. Fólkið var allt frjálsmannlegt, glaðlegt og óþving- að að sjá, negrarnir engu síður en þeir hvítu. Allir voru léttklæddir, í þægilegum smekklegum og vel hirtum fötum. Klæðnaður negranna bar af sökum skrauts og prjáls, sem þeir eru veikir fyrir. Negrarnir gengu háleitir og steigurmann- legir. Á þeim voru engin merki um undirokun og þrælkun sjáanleg. Þeir báru með sér öll merki um vellíðan og frelsi. í Kenosha, sem er iðnaðarborg á vesturströnd Michigansvatns, naut ég gestrisni W. C. Kuht. Hann er aðalféhirðir í félagi nr. 72 í borginni. Kuht er af þýzkum ættum og hefur verið starfs- maður verkalýðshreyfingarinnar lengi. Tal okkar barst að negrunum og afstöðu verkalýðshreyfing- arinnar til þeirra. Kuht er raunsær maður. Afstaða hans til negranna er mjög ákveðin, en laus við fjandskap. En hann dregur enga dul á það, að það er mikið vandamál að umgangast þá og skapa þeim þann sess, sem þeim ber sem frjálsum mönn- um í þjóðlífinu, en gæta þess jafnframt, að áhrif þeirra verði eðlileg. Kuht fórust meðal annars orð á þessa leið: Hvítum mönnum er í blóð borin andúð á'negr- um. Sú andúð á ekkert skylt við kynþáttahatur eða drottnunargirni. I Suðurríkjunum njóta negr- arnir ekki sömu réttinda og hvítir menn. Þeir lifa því þar mikið út áf fyrir sig, enda kunna þeir því vel. Hvítir menn sækja heldur ekki eftir neinu samlífi við þá svörtu. Engum hvítum manni er ráðlegt að sækja samkomustaði negranna. Þar éta því hvorir úr sínum poka. I Suðurríkjunum standa negrarnir á fremur lágu menningarstigi. Þeir búa í slæmum íbúðum. Þrifnaðurinn er af skornum skammti, barna- 16 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.