Vinnan - 01.02.1952, Side 17
mergðin mikil og barnadauði miklu meiri en hjá
hvítum mönnum.
í Norðurríkjunum er þessu allt öðru vísi farið.
Þar hafa negrarnir fullt jafnrétti við þá hvítu og
í sumum ríkjum forréttindi fram yfir þá. Iðnaðar-
þróunin er ör um þessar mundir í Norðurríkjun-
um og mikill skortur á vinnuafli í iðnaðinum.
Negrarnir færa sig því norður á bóginn og kom-
ast í vinnu í verksmiðjunum. Þegar þeir koma að
sunnan, eru þeir fákænir og félagslega vanþrosk-
aðir. Þeir eru nægjusamir um húsnæði og lífsþæg-
indi í fyrstu. En verkalýðshreyfingin tekur þeim
opnum örmum í Norðurríkjunum. Þeir eru teknir
inn í félögin og látnir njóta sömu kjara og þeir
hvítu. Brátt gera þeir sömu kröfur til lífsins og
hvítir menn. Verkalýðshreyfingin styður þá með
oddi og eggju. En negrinn er haldinn minni-
máttarkennd og er síkvartandi. Hann tortryggir
þá hvítu og heldur jafnvel, að trúnaðarmenn
verkalýðshreyfingarinnar séu að hlunnfara sig.
Þetta verkar illa á hvíta manninn, sem hefur gert
negrana að samstarfsmönnum sínum og jafningj-
um í félögunum. Bæjarfélögin og ríkin byggja
yfir fátækt fólk, sem býr í vondu húsnæði. Mikið
af þessu nýja húsnæði fellur negrunum í hlut.
Þeir eru fljótir að mannast í hinu nýja umhverfi,
þrifnaðurinn vex ört, barnadauðinn minnkar, en
barnsfæðingar halda áfram að vera tíðar. Negr-
unum fjölgar því mikið í Norðurríkjunum. Mörg
hvít hjón eignast tvö börn á langri ævi, en negra-
hjónin eignast oftast sex til tólf börn. Negrarnir
búa oftast í bæjarhlutum út af fyrir sig. Þeir
kunna því vel, enda flýr hvíti maðurinn negra-
hyggðina eftir mætti. Oft flyzt negrafjölskylda
í bæjarhverfi hvítra manna. Þá flytja þeir hvítu,
sem næstir eru, í burtu, strax og þeir geta, en
negrar koma í þeirra stað. Eftir nokkur ár er
hverfið oftast orðið alsvart. Þannig eru mörg
hverfi í stórborgunum orðin albyggð negrum, þótt
þau fyrir nokkrum árum væru efnamannahverfi
hvítra manna.
Negrarnir gegna margþættum trúnaðarstörfum
í verkalýðshreyfingunni, en flestum veigalitlum.
Fátítt er, að þeir séu formenn félaga, en þeir eru
oft í stjórn og trúnaðarmenn á vinnustað o. s. frv.
Þeir eru góðir verkamenn og friðsamir. Kynþátta-
deilur eiga sér ekki stað í Norðurríkjunum, og
aftökur negra án dóms og laga eru fjarstæða.
Verkalýðshreyfingin í Norðurríkjunum berst
fyrir velfarnaði negranna, og henni hefur orðið
mikið ágengt. Hvort sú barátta leiðir til þess að
Gamalt negrahverfi, sem nú verið að rífa í Chieago.
svarti kynstofninn verði fjölmennari en sá hvíti
í Bandaríkjunum, þegar tímar líða, getur cnginn
sagt um nú,'en ýmislegt bendir til þess, að svo
geti farið. En jafnvel þótt þetta væri yfirvof-
andi, mun verkalýðshreyfingin halda áfram bar-
áttunni fyrir heill og hag negranna, „því að þeir
eru menn eins og við“. Þannig kemst Kuht að
orði, að lokum.
Við verkamannaskólann í Madison hlýddum við
á prófessor Posey, sem talaði um negravanda-
málið í Bandaríkjunum. Hann nefndi erindii sitt:
„Negrinn og kommúnisminn“. Prófessorinn er
negri. Posey sagði meðal annars:
Eg er fyrrverandi verkamaður og hef verið í
verkalýðshreyfingunni. Eg tala því af reynslu.
Verkalýðsfélögin hafa verið sverð og skjöldur
negranna. Þau hafa veitt þeim jafnrétti innan
hreyfingarinnar og búið þeim sama kaup og
vinnutíma og hvítir menn njóta. Enn þá eru verka-
lýðsfélögin þó ekki fær um að veita negrunum
VINNAN 17