Vinnan - 01.02.1952, Side 18
jafnrétti til vinnu í framkvæmd. Negrinn er tek-
inn síðastur í vinnu og látinn hætta fyrstur, ef
fækka þarf starfsfólki. I sex ríkjum í Bandaríkj-
unum eru í gildi lög, sem skylda atvinnurekendur
til þess að taka negra í vinnu, ef þá vantar verka-
fólk. Ef atvinnurekandi verður uppvís að því að
hafa neitað manni um vinnu vegna litarháttar
hans, er hann skaðabótaskyldur samkvæmt þess-
um lögum. Nokkrir atvinnurekendur hafa verið
dæmdir eftir lögunum í þungar fésektir.
í Norðurríkjunum eru sameiginlegir skólar
fyrir hvíta menn og negra. En í Suðurríkjunum
eru skólarnir aðskildir. Það væri hagkvæmara að
hafa skólana aðskilda, en negraskólarnir dragast
alltaf aftur úr. I negraskólana fást ekki góðir
kennarar, hreinlæti er minna en í sameiginlegu
skólunum og kröfur til húsnæðis og aðbúnaðar
verða minni.
I Suðurríkjunum varðar við lög að hýsa negra
í gistihúsum hvítra manna eða veita þeim þjón-
ustu meðal þeirra.
Negrarnir eru ekki kommúnistar fremur en
hvítir menn. En kommúnistar róa ákaft undir á
meðal negranna og færa sér negravandamálið
óspart í nyt. Ef negri verður fyrir árás eða óþæg-
indum, setja kommúnistar heimspressu sína í gang
og láta hana hrópa um múgmorð og negraofsóknir.
Ef hvítur maður verður fyrir sams konar árás,
gerir enginn veður út af því. Negrarnir vilja að
vísu nota dekur kommúnistanna við sig til þess
að ýta undir þá hvítu um að gera sitt til þess, að
negrarnir nái fullu jafnrétti við aðra borgara í
Bandaríkjunum. En flestir leiðandi menn á meðal
negranna eru andkommúnistar. Þeir ætla sér að ná
settu marki í jafnréttisbaráttunni með lýðræðis-
legum aðferðum. Þeim hefur orðið mikið ágengt
á síðustu tíu árum. C. I. O. á sinn mikla þátt í
þeim góða árangri.
Að lokum sagði Posey eftirfarandi sögu: Þegar
ég var í skóla, vann ég að nokkru fyrir mér með
því að vinna í eldhúsi í gistihúsi nokkru í frí-
stundum mínum. Með mér vann hvítur skóla-
bróðir minn. Við vorum miklir mátar, en leiðir
okkar skildust að loknu prófi. Eg varð kennari
við háskóla og hvarf því af vinnumarkaðinum.
Eftir nokkur ár gisti ég í gistihúsinu, sem við
unnum í. Þá var vinnufélagi minn og skólabróðir
orðinn forstjóri fyrir gistihúsinu. Sérþekking hans
úr eldhúsinu, varð honum til framdráttar á frama-
brautinni. En þótt ég hefði unnið alla ævi í eld-
Framhald á 28. síðu.
Járnkarl skrifar:
Um flótta fró framleiðslustörfum og
mannvirðingar.
VIÐUBKENNT ER ÞAÐ, hve mikil sókn er frá bein-
um framleiðslustörfum í þjóðfélagi Islendinga. Skrifstofu-
stéttin stækkar, samtímis því sem fækkar þeim mönnum,
sem nema verðmæti beint úr skauti náttúrunnar. Og enda
þótt viðurkennt sé einnig, að nú þurfi færri menn til
framleiðslustarfa en áður vegna mikilla tækniframfara,
þykir breytingin samt mjög um of. Því er jafnan við
borið, að skrifstofustörf og önnur opinber þjónusta og
ýmiss konar viðskipti séu léttari og þægilegri en erfiðis-
vinna til sjávar og sveita og auk þess betur borguð. Lífs-
þægindin verði því meiri við þessi störf og afkoman
tryggari að ógleymdum mannvirðingunum. En sé þessu
þann veg farið, liggur í augum uppi, að framleiðslustörf-
in, þ. e. störf þess, sem jörðina yrkir, fiskinn veiðir eða
býr til gagnlegar vörur úr innlendum eða erlendum hrá-
efnum, eru verr borguð en vert er. Of mikill hluti þess
verðmætis, sem hinar vinnandi hendur skapa, sé frá þeim
tékinn og fenginn hinum, er ekki framleiða verðmæti
beinlínis, hvort sem þeir nú hanga með einhverjum hætti
utan í atvinnurekstrinum eða gegna eirihverjum störfum
í þágu samfélagsins. Mér skilst að minnsta kosti, að svo
hljóti að vera, ef þessi algenga skýring á flóttanum frá
framleiðslustörfunum er ekki gripin úr lausu lofti.
Nú leikur það víst ekki á tveim tungum, að framleiðslu-
störfin séu grundvöllur allrar velmegunar þjóðfélagsins,
vellíðunar og lífsþæginda allra stétta, og það er því ærið
hrapalleg stefna, ef menn eru flæmdir frá þeim vegna
fátæktar og skorts á lífsþægindum.
Það er annars hreint ekki einleikið, hve gífurlegt kapp-
hlaup er um ábyrgðarmiklar stöður og hve metnaður
sumra og sókn eftir því að komast áfram, eins og það er
kállað, er áberandi. Þetta er ef til vill ekki ný bóla, en
þó hvarflar það að óbreyttum almúgamanninum, hvort
hér sé allt með felldu. Eru það ef til vill lífsþægindin og
virðingin einvörðungu, sem um er almennt keppt, og
getur það vérið, að ábyrgðin sé, eins og á málum er
haldið, hlutfallslega minni, jafnvel allmiklu minni, en
sem svarar laununum og virðingunni? Metorðin eiga þó
helzt ekki að gera mikið meira en jafngilda vandanum. Og
í framhaldi af þessum þankabrotum skýtur upp þeirri
spurningu, hvort ekki þurfi, þegar öllu er á botninn hvolft,
meira þrek og meiri dug til að vera „bara“ verkamaður,
bóndi, iðnaðarmaður eða sjómaður, en þó ánægður með
hlutskipti sitt, heldur en embættismaður með hvítt um
hálsinn. Það krefst þó alltaf að auki þreks til að standast
freistingar hæpinna metorða. Við skulum hugleiða þetta.
Það er stundum ekkert á móti því að hafa endaskipti á
hlutunum.
18 VINNAN