Heimilispósturinn - 15.02.1951, Page 4

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Page 4
flinkur hann er. Mér féll ljóm- andi vel að vinna með honum. Syngið þér ekki með danshljóm- sveitum? Það hefur komið fyrir, og einu sinni flakkaði ég með dans- hljómsveit Björns Einarssonar til Vestmannaeyja og austur á land, en ég er nú hætt því. Ástæðan er sú, að mér finnst ég ekki hafa hæfileika til þess. Ég hef háan sópran, og það passar einhvern veginn ekki. Svo er ég ekki nógu rytmisk. Hins veg- ar trúi ég því, að ég gæti sung- ið ýmis dægurlög sæmilega, ef ég æfði þau. Komuð þér suður til að læra að syngja? Nei. Ég fór fyrst í skóla, en eftir að ég lauk gagnfræðaprófi hef ég unnið hér syðra á vet- urna við afgreiðslu- og verzl- unarstörf. Ég byrjaði ekki að læra söng fyrr en í fyrravetur. Þá hóf ég nám hjá föður mín- um. Hann er, — þótt ég segi yður sjálf frá — fyrirtaks kenn- ari. Þér megið annars, ef þér skrifið eitthvað eftir mér, segja frá, að mig vanti núna ein- hverja góða atvinnu. Það er ómögulegt að vera hér, án þess að hafa eitthvert fast starf. Syngið þér ekki opinberlega t vetur? ^ Veit það ekki enn. Við erum byrjaðar, fjórar vinkonur, að æfa kvartett, — og ef vel geng- ur látum við ef til vill heyra til okkar seinna meir. Þér spilið á hljóðfœri? Já, dálítið á gítar. Svo á ég fyrirtaks orgel heima á Páfa- 2 stöðum, sem ég spila á, þegar ég er heima á sumrin. Einhver sagði mér eitthvað um harmonikku ? Já, en það er nú eiginlega leyndarmál. Ég freistaðist til að fá mér harmonikku, þegar ég var smátelpa, og fyrir kom, að ég spilaði á böllum heima. Síðar sannfærðist ég um, að hún væri of erfitt hljóðfæri fyrir mig, — og svo þykir nú víst ekki bein- línis kvenlegt að þenja harmo- nikku á böllum. Ég sagði því skilið við hana, — en með nokkrum söknuði þó, — svona í trúnaði ða segja. Hvaða músik þykir yður skemmtilegust ? Mér þykir mest gaman að heyra heimsfræga söngvara, eins og t. d. Gigli eða Galli Cursi syngja óperulög. Þau eru uppáhaldssöngvarar mínir. Mér þykir reyndar öll músik skemmtileg. Og þér œtlið yður að verða söngkona, eða er það ekki? Jú, mig langar til þess, en það er dýrt nám og erfitt og spurningin er vitanlega líka, hvort ég hafi þá hæfileika, sem til þess þarf, en mig langar til þess. Það er hið eina, sem ég veit með vissu. Einhver sagði mér, að þér vær- uð jarðeigandi í Skagafirði. Blessaðir verið þér nú ekki að bulla um það, en góðan hest get ég lánað yður, ef þér komið norður, — og það er fallegt í Skagafirði á sumrin, skal ég segja yður. S. S 9 $ HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.