Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 5

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 5
WALDO FRANK: Gisting NÓTTIN var eins og heitt vín; og malpoki hans var léttur. Hann ákvað að fara ekki með strætisvagninum frá brautar- stöðinni til gistihússins, sem var fjórar mílur í burtu — hann ætlaði að ganga. Nóttin töfraði hann. Hann vildi fresta því sem lengst að loka sig inni í leiðin- legu hótelherbergi og fara að sofa. Sofa á slíku júníkvöldi! Þeg- ar hann gekk gegnum skóginn, brá eldflugunum fyrir eins og stjörnum í myrkrinu. Og á himninum voru stjörnurnar eins og eldflugur. Þegar hann kom auga á gisti- húsið milli trjánna, sárnaði hon- um, að gönguförin skyldi vera á enda. Hann langaði til að liggja úti í skóginum. Hann gat gert sér svæfil úr mosa og lagzt til hvíldar undir tré. Hann gat horft upp til stjarnanna og út á hafið. Og hann gat lokað aug- unum og látið sig dreyma um dýrð alheimsins. En meðan hann var að velta því fyrir sér, hvar hann ætlaði að sofa, var hann allt í einu kominn heim að gistihúsinu og hafði opnað hurðina. Það var engin manneskja sjáanleg í for- salnum. Tveir lampar vörpuðu dauf- um bjarma á borð, hlaðið tíma- ritum og dagblöðum, og á hæg- indastólana í horninu. Allt var þögult og kyrrt. Hann var í þann veginn að snúa við og fara sömu leið og hann hafði kom- ið. Honum leizt ekki á þetta gistihús. Hann ætlaði að halda aftur út í skóginn . . . „Ætlið þér að finna einhvern, herra?“ Bak við afgreiðsluborð í einu horninu stóð ung stúlka. Hann hikaði — inn um opnar dymar barst ilmur furutrjánna og selta hafsins. Hann lokaði dyrunum og gekk til stúlkunnar. ,,A-fsakið,“ sagði hann. „Ég ætlaði auðvitað að spyrja um herbergi.“ „Ó, misstuð þér af vagninum? En hvað það var leiðinlegt! Þér urðuð að ganga?“ „Það gerði ekkert til. Ég hafði gaman af að ganga.“ Hann leit varla á stúlkuna — hann sá aðeins, að hún horfði á hann. „Ég vona, að það sé ekki of seint,“ hélt hann áfram, „að ónáða yður -— með herbergi?“ Hún þagði. Svo sagði hún: „Það var leiðinlegt, að þér skylduð missa af vagninum.“ Hann hugsaði með sér, að hún væri aðeins venjuleg sveita- stelpa, og hefði ekki áhuga á öðru en bílum og tízkutildri. „Þér hafið herbergi?“ Hann langaði til að fara — hvers vegna fór hann ekki? „Því miður,“ sagði hún. „Mér þykir það ákaflega leitt. Það er ekkert herbergi ,laust.“ Þá sá hann hana fyrst: brúnt hárský yfir augum hennar. Hún var í þunnri treyju, og brjóst hennar ávöl og þrýstin. Hand- leggir hennar voru berir. „Ekkert herbergi?“ „Það komu fjórir gestir með vagninum. Og við höfðum að- eins fjögur herbergi. Ef þér hefðuð komið með vagninum — 5 ? 9 HEIMILISPÓSTURINN 3

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.