Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 9

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 9
Kvonfang Erlends sýslumanns Erlendssonar I Bisksupaannálum séra Jóns Egilssonar í Hrepphólum er þessi saga til marks um vits- muni og forspá Sveins Péturs- sonar hins spaka, er biskup var í Skálholti 1466—76: Sveinn Pétursson var kirkju- prestur í Skálholti. Hann var sendur upp til Torfastaða að messa þar og sá piltur með hon- um, er Erlendur hét. Svo bar til, þá er þeir komu í Hóla, fyr- ir sunnan Hrosshaga, að kom á þá harðindis fjúk, svo að þeir lögðu sig fyrir. Pilturinn sagði, að hann mundi þaðan aldrei lif- andi burt komast. Prestur sagði, að hann skyldi bera sig vel: „því hér eftir kemur gott, og önnur verður þá okkar ævi, þá ég er biskup í Skálholti, en þú eign- ast dóttur Þorvarðs á Möðru- völlum og hústrúnnar þar.“ Er- lendur svaraði: „Það veit ég verða má, að þér verðið bisk- up, en það má aldrei ske, að ég fái svo ríka stúlku, jafnfá- tækur sem ég er.“ „Efa þú aldr- ei,“ segir prestur, „guðs gáfur, hans mildi og miskunn, því svo mun verða sem ég segi, og það til merkis, að þá þú ríður til kaupa, mun slík skúr koma, að menn mundu aldrei aðra því- líka.“ I móti morgni létti upp hríðinni, og fóru þeir leiðar sinn- ar. Svo fór allt og fram kom, að Erlendur efldist og varð rík- ur og eignaðist dóttur Þorvarðs, en Sveinn varð biskup. En sem hann reið til kaups, þá kom svo mikil skúr, meðan þeir riðu heim, að allt varð hríðvott, en áður var glatt sólskin, er þeir komu undir túnið. Erlendur sýslumaður Erlends- son var göfugra manna og vart svo fátækur sem hér segir. Munnmæli herma, að móðir hans hafi erft eftir foreldra sína og aðra ættmenn allar bændaeignir í Pljótshlíð. Frá Erlendi og Guð- ríði Þorvarðsdóttur ermikill ætt- bálkur og margt stórbrotinna höfðingja. Merle Oberan, Robert Ryan, Char- les Korvin 1 „Berlinar-hraðlestin“. 9 2 9 HEIMILISPÖSTURINN 7

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.