Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 11

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 11
fögur, en hún talaði ekki um annað en daginn og veginn. Hún hló ekki að fyndni minni, en þó lét hún mig skilja, að hún kynni að meta þessar tilraunir mínar til að vera skemmtilegur. Ég fann, að hún var alltaf að virða mig fyrir sér, og ég þorði ekki að horfa mikið á hana af þeim sökum. Hún var klædd í vandaða, ljósbláa kápu. Hún hélt laust um glasið með grannri, hvítri hendi. Hún bar enga hringi á fingrum. „Ég vona, að við verðum ekki á eftir áætlun,“ sagði hún, ,,ég þarf að gera svo mikið í Buf- falo.“ „Ég líka,“ skrökvaði ég. Ég ætlaði að dvelja allan næsta dag í Buffalo. „Við getum fengið okkur bíl saman.“ Hún féllst á það. Hún horfði aftur rannsakandi á mig og brosti. Svo tæmdi hún glas sitt og sagði hægt: „Má ég fá mér annan?“ Ég hellti viskí í glasið henn- ar og var í þann veginn að hringja á þjóninn, þegar hún stöðvaði mig. „Ég held að ég drekki þetta óblandað,“ sagði hún. Ég fékk mér líka einn óbland- aðan. Við sátum þögul dálitla stund. Svo fór ég að segja henni frá högum mínum. Ég sagði henni, að ég hefði verið blaðamaður og að ég væri að skrifa skáldsögu um stúlkuna, sem hefði komið mér til að skrifa fyrir löngu — og hve mikið hún minnti mig á þá stúlku. „Þegar ég sá yður í hótelinu í kvöld, rifjaðist það allt upp fyrir mér,“ sagði ég. Allt í einu brá fyrir skugga á andliti hennar. „Þér sáuð mig í hótelinu í kvöld?“ spurði hún. „Já,“ sagði ég. „Þér komuð inn og hittuð mann við dyrnar á borðsalnum. Háan, dökkhærð- an, laglegan pilt.“ „Já, ég veit,“ sagði hún snöggt. Svo: „Gætum við feng- ið okkur einn sjúss enn?“ Ég lét sem mér kæmi þetta ekkert á óvart. I raun og veru var ég himinlifandi. Hún bar augsýnilega fullt traust til mín, og hvað mig snerti, þá hafði á- fengið, sem ég hafði drukkið, gert hana enn eftirsóknarverð- ari í augum mínum. En ég var samt sem áður dálítið undrandi. Hún leit ekki út eins og stúlka, sem drekkur að jafnaði, og þó virtist viskíið engin áhrif hafa á hana. Þegar ég hafði blandað í glös- in, lyfti hún sínu. „Skál fyrir skemmtilegri ferð!“ sagði hún og skálaði. Þegar við klingdum glösum, snertust fingur okkar, en ég er viss um, að það var tilviljun. Það var eins og ég hefði orðið fyrir rafstraumi, en henni virt- ist ekkert bregða. „Ég hef þekkt nokkra rithöf- unda,“ sagði hún; „einn þeirra var skáld, og hann var góður vinur minn.“ „Ég hef líka ort dálítið,“ sagði ég. — „Þegar við komum til borgar- innar,“ hélt ég áfram, „langar mig til að sýna yður einn stað. Við gætum litið þar inn og feng- ið okkur sjúss, ef þér hafið ekk- ert á móti því.“ „Ágætt,“ sagði hún. „Þér verðið leiðsögumaður minn.“ 9 9 5 HEIMILISPÓSTURINN 9

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.