Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 12

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 12
Og nú brosti hún til mín. Fjandinn sjálfur, sagði ég við Sjálfan mig, ertu hættur að þola eitt glas? Þú veizt vel, hvers vegna þú ert að stinga upp á að fara til Tonys. Þú ert að vona, að hún missi af lestinni. Þú ert að vona. . . .“ ,,Ég er víst búin úr glasinu," sagði hún. „Hadlið þér að það sé eftir í einn handa okkur báð- um?“ Ég glápti á hana. Ég hafði varla dreypt á síðasta glasinu mínu, en samt var ég orðinn skrítinn í höfðinu, en hún var jafn eðlileg og róleg eins og hún hafði verið, þegar ég sá hana fyrst í hótelinu. „Ég held að ég láti hann fara fram hjá mér, ef yður er sama,“ sagði ég um leið og ég hellti í hennar glas. „Mér er alveg sama,“ sagði hún. „Ég býst við að það sé bara þannig, að mig langi í einn eða tvo sjússa í kvöld.“ Hún drakk líka óblandað viskí í þetta sinn. Þegar við komum til Buffalo, fengum við okkur bíl og ókum beint til Tonys. Við settumst við barinn og fengum okkur sjúss. Dauf ljósin, hljóðfæra- slátturinn og fólkið hafði örv- andi áhrif á okkur. Okkur fannst við vera orðin ástfangin. Hún varð fjörug og hló mikið. Við hölluðum okkur hvort að öðru og vorum hamingjusöm. „Þurfið þér í raun og veru að ná lestinni?" spurði ég. ,,Ég var að bíða eftir því að þér spyrðuð mig um þetta.“ Hún setti glasið á borðið og lagði hönd sína á mína. Hún horfði beint í augu mín. Andar- tak varð hún á svipinn eins og hún byggist við að ég ætlaði að slá hana, en hún brosti. „Það er nóg af lestum,“ sagði hún og rak upp snöggan upp- gerðarhlátur, sem kafnaði í háisi hennar. I hótelherberginu varð hún aftur döpur í bragði. Hún hafði beðið mig að kaupa flösku hjá Tony, og jafnskjótt og ég hafði lokað dyrunum, bað hún mig um hana. „Ég held, að ég ætti að fá mér einn áður en ég fer að sofa,“ sagði hún. „Hvers vegna ekki að geyma það þangað til í fyrramálið?“ Hún hafði farið úr kápunni og tekið af sér hattinn og stóð við hlið mína með hárið eins og ljómandi geislabaug um höf- uðið. Við andmæli mín var sem hún hrykki við og hún sagði með skipandi rödd: ,,Ég veit, hvað mér er fyrir beztu!“ Ég lét hana fá flöskuna og fór inn í baðherbergið til þess að skola tvö glös. I speglinum á hálfopinni baðherbergishurð- inni sá ég, að hún setti flöskuna á munninn og hélt henni þar. Ég flýtti mér að skola glösin og fór aftur inn í herbergið. Hún lá á rúminu í algeru dái. Ég hélt votu handklæði við enni hennar í margar mínútur, en mér tókst ekki að vekja hana til meðvitundar. Hjartslátturinn var eðlilegur og andardráttur- inn reglulegur. Ég hætti því við allar tilraunir til að vekja hana og settist á rúmið. Ég átti í miklu sálarstríði. Hún var ein fegursta kona, sem ég hef séð. Hún var ung og fersk, og þó að hún lægi þama í dái, var sem hún drottn- 10 HEIMILISPÖSTURINN 9 5 9

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.