Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 14

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 14
hún skrúfaði frá baðhananum. Meðan hún var þar inni, klæddi ég mig. Ég var að ljúka við það, þegar hún kom út úr baðher- berginu. Það var ótrúlegt, að ég skyldi hafa unnið ástir þess- arar stúlku. Hún brosti, þegar hún sá að- dáunina í augum mínum. „Viltu gera mér greiða?" spurði hún. „Allt, sem þú óskar.“ „Viltu kaupa sokka handa mér? Það hefur farið niður lykkja á þessum og ég hafði enga aðra með mér.“ Hún sagði mér stærðina. „Sjálfsagt,“ sagði ég og flýtti mér að fara í frakkann og setja upp hattinn. „Ég kem strax aftur,“ sagði ég. Þegar ég ætlaði að opna dyrn- ar, gekk hún til mín, lagði hönd- ina á öxl mér og starði á mig með alvarlegu augnaráði. „Ég ætlaði að segja eitthvað,“ sagði hún eftir stundarkorn, „en ég held ég sleppi því.“ Og þarna stóðum við. Svo kyssti hún mig allt í einu, beint á munninn. Það var fyrsti koss- inn okkar, enda þótt hún vissi ekki um það. „Þú ert ágætis piltur,“ sagði hún. „Og flýttu þér nú!“ Ég fann kvenfatabúð og keypti beztu sokkana, sem þar voru til. Ég valdi þá sérstak- lega vandlega. Þegar ,ég sá þá á búðarborðinu, kom mér í hug, hve lítilsvirði þeir væru, áður en hún hefði snert þá, hve langt- um dýrmætari gamlir og slitnir sokkar væru, sem hún væri hætt að nota! Ég stakk sokkunum í vasann og hraðaði mér til hót- elsins. Mér fannst lyftan aldrei ætla að komast upp á hæðina, þar sem herbergið mitt var. Ég hljóp eftir ganginum og barði að dyr- um. Enginn anzaði. Ég fullvissaði mig um, að þetta væri rétt her- bergi, og barði aftur. Hjartað hamaðist í brjósti mér. Ég kall- aði, en mundi þá eftir því, að ég vissi ekki hvað hún hét. Það var þögn í herberginu. Allt í einu datt mér í hug, að hún hefði orðið veik, og bað því þjónustustúlku um að opna dyrnar. Allt var með kyrrum kjörum í herberginu. Jafnvel viskíflaskan stóð á skápnum, þar sem hún hafði sett hana kvöld- ið áður. En hún var horfin. Ég þaut út á ganginn, fór nið- ur með lyftunni og svipaðist um í anddyrinu og úti á götunni. Ég náði í bíl og ók til brautar- stöðvarinnar. Hún hefur framið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugg- ann, sagði ég við sjálfan mig. Það var ekkert uppnám á göt- unni, af því að hún hefur lent á múrbrík á húshliðinni. Þegar ég ók aftur til hótelsins, datt mér í hug: Hún er að gera mér grikk. Hún verður komin upp í herbergið, þegar ég kem heim aftur. Samt bað ég dyra- vörðinn um lykilinn. Hann var á sínum stað. Hann afhenti mér bréf um leið. „Þú verður að fyrirgefa mér,“ stóð í bréfinu, „þó að ég yfir- gefi þig svona. Það er einkenni- legt að votta þakklæti sitt þann- ig, því að ég er þakklát, eða ætti að vera það. Þú hefur hjálp- að mér til að losna úr álögum. Þó að þetta kunni að virðast dularfullt eða hátíðlegt, þá er 12 HEIMILISPÓSTURINN 9 9 9

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.