Heimilispósturinn - 15.02.1951, Síða 15
það þó engu að síður satt. Litli
gamanleikurinn okkar í gær-
kvöldi leysti mig frá tryggðar-
heiti, sem hefur haldið mér fang-
inni í mörg ár, enda þótt annar
aðili hirti ekkert um sitt heit.
Og ég er þakklát fyrir, að þú
gafst mér frelsi mitt.“
Svo var eins og rithöndin
breyttist örlítið.
„Þetta ætti ég að minnsta
kosti að segja, en ég er hrædd
um, að ég meini það ekki í fullri
alvöru. Eg hélt að það yrði auð-
veldara, ef ég drykki nógu mik-
ið. Ég finn nú óljóst, að ég þrái
það, sem þú getur ekki gefið
mér aftur — órofa tryggð mína.
Guð hjálpi mér í einmanaleik
mínum og frelsi!“
Það var engin undirskrift.
Ég gekk hægt að lyftunni, lok-
aði töskunum mínum og hringdi
á þjóninn. Það var dauf angan
af dýru ilmvatni í herberginu.
„Hvað finnst yður undarlegt við
það, þó ég hafi rauðmaga í bandi ?
Fjöldi fólks á gullfisk í skál!“
Húsráð
Myglublettir í fötum hverfa, ef
þeir eru fyrst bleyttir vel, síðan nudd-
að sápu á þá og að lokum krítar-
dufti. Nuddið þessu vel inn, og þvoið
siða>n á venjulegan hátt.
Til þess að mjólkin sjóði ekki út
úr pottinum, má bera ofurlitla feiti
þumlungsbreidd á innri rönd hans.
Flaueli, sem er mjög hrukkótt, má
halda yfir skál með sjóðandi vatni,
svo að ranghverfan viti að vatninu.
Fara þá hrukkurnar og flauelið verð-
ur sem nýtt.
Haframjöl mýkir hörundið ogbleik-
ir það. Sérílagi er það gott á hend-
urnar eftir þvott. Þegar hendurnar
hafa verið þurrkaðar, er þeim dýft
ofan í haframjölið og það nuddað
vel inn í hörundið.
Línsterkju ætti ávallt að blanda
úr sápuvatni. Það gerir það að verk-
um, að járnið límist ekki við, og gljá-
inn verður miklu fegurri.
Silkisokka á að þvo í heitu, en
ekki sjóðandi vatni. Búið til sápu-
kvoðu, en nuddið ekki sápunni inn
í sokkana; látið þá liggja í kvoðunni
%—1 klst. og skolið þá i köldu vatni.
Til þess að þurrka þá, er hægt að
vefja þá innan í handklæði, eftir að
þeir hafa verið undnir. Að lokum
má straua þá með járni, sem er
ekki of heitt.
Óhreint veggfóður má hreinsa með
gömlu hveitibrauði. Brauðið á að vera
að minnsta kosti þriggja daga gam-
alt, og veggirnir eru nuddaðir laust
með því, niður á við.
Mislita bómullarkjóla má aldrei
hengja til þerris út í sólskin. Heng-
ið þá í skuggann. Eins verður að
varast að straua þá með of heitu
járni, því að þá upplitast þeir mjög
fljótt. ____
Það er fyrirhafnarlitið, að þvo
veggina í eldhúsinu, ef þér gerið
það meðan þeir eru votir af gufu.
Þá þarf ekki annað en að fara yfir
þá með hálfþurrum klút og sápu.
13
9 9 9
HEIMILISFÓSTURINN