Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 19
H. DE VERE STACKPOOLE:
Kínverska stúlkan
i.
Það var í reykskálanum i Van Bu-
ren á leið frá Surabaya að ég kynnt-
ist Arthur Amrod.
Atvinna herra Amrods stóð ekki
skrifuð utan á honum. Ef þú mættir
gizka á, mundirðu segja, að hann
væri að líkindum togleðursmaður eða
tóbaksræktandi frá Banjermasin eða
Timor, en í raun réttri var hann (og
er) forstöðumaður Tavas-skrifstof-
unnar, sem hefur með höndum „einka-
rannsóknir" í Austur-Asíu. Þetta er
raunar einkalögreglufyrirtæki og
hefur samvinnu við stjórnir allra
ríkja; verksvið þess er heimurinn,
en þegar allt kemur til alls er það
Amrod.
Hann er fyrirtækið.
Margt hefur verið ritað, satt og
logið, um rannsóknarlögreglu og þess
konar störf. Ég spurði Amrod, þeg-
ar ég var farinn að kynnast honum,
hverjir eiginleikar væru nauðsynleg-
astir til þessa starfs, og hann sagði:
„Ályktunargáfa, alveg eins og í
öðrum viðskiptum, og auðvitað einn-
ig að vera ekki kjáni." Hann hló við
og hélt áfram: „Líka er gagnlegt
að tala og skilja, ef mögulegt er,
öll kunn tungumál, að minnsta kosti
sex helztu þjóðtungur i gamla heim-
inum og þeim nýja, hvorum um sig.
Þá er gagnlegt að vita allt, sem gagn-
legt er að vita, þegar maður á í
höggi við þennan blending af villi-
manni og hugsandi manni, — glæpa-
manninn."
„Og það er allt?“
„Allt, sem hægt er að vita, hvort
sem er atómþungi arseniks eða —
jæja, jæja, maður talar og talar.
I stuttu máli, öll þekking er rann-
sóknarmönnum sakamála gagnleg, en
lang gagnlegust er honum þekking
á mönnum og konum. Það er heil-
brigð skynsemi.
Um mannlegt eðli, þá verður manni
í minni stöðu og með mínum lifnað-
arháttum brátt ljóst, að til er aust-
rænt eðli og vestrænt eðli. Austur-
landamaður og kona eru ekki að
öllu leyti sama eðlis sem Vestur-
landamaður og kona, þegar öllu er
á botninn hvolft. Ég hef heyrt menn
bera brigður á þetta og segja, að
eðli allra kynkvisla sé í raun réttri
hið sama. Hugur minn, sem er líka
annáll minn, véfengir þetta."
Hann kallaði á veitingaþjóninn og
bað um glas af hristingi, og þegar
ég horfði á hann, datt mér í hug,
að ég víldi gefa mikið til þess að
mega blaða í þessum annál, sem hann
minntist á, og lesa sumar sögurnar,
sem þar voru án alls efa. Á hinni
löngu leið til Southampton átti ég
þeirri skemmtun að fagna. Öllum
mönnum þykir gaman að tala um
veiðifarir sínar í eyru, sem eru óð-
fús að heyra, og á efsta þilfari eða
á barnaþilfarinu, þegar krakkarnir
voru komnir í rúmið, eða aftur í
skut, þegar við hölluðum okkur fram
á borðstokkinn og horfðum á stjöm-
urnar speglast í kjölfarinu, mátti oft
lirka upp harðlæstan annál herra Am-
rods, ef laglega var að farið.
Þama voru sögur, sem — því mið-
ur — er ekki hægt að segja, — at-
vik frá glæpamannaveiðum hans, sem
ég vona að geta gert úr sögur, áð-
ur en lýkur, — og frásagnir um kynni
við einkennilegt fólk, eins og þessi,
sem ég vona, að þið hafið gaman af.
9 9 9
HEIMILISPÓSTURINN
17