Heimilispósturinn - 15.02.1951, Síða 22
IV.
Það er sagt, að þegar Svertingi
veikist af mislingum, leggist þeir
þyngra á hann en hvítan mann, af
þvi að kyn hans hefur ekki vanizt
þeim.
jSg býst við, að sama máli gegni
um ást og æsku. Að minnsta kosti
er ást veikindi, eftir minni stuttu
reynslu af henni, ef hugaræsingur,
eirðarleysi og svefnleysi eru sjúk-
dómseinkenni.
Ég segi þér satt, ég gat ekki ver-
ið kyrr. Um morguninn snæddi ég
snemma, fór niður á neðri þiljur
og horfði á sjóinn, mínútu síðar klifr-
aði ég upp stigann upp á bátaþilfar.
Þar náði ég í sæti, þar sem ég gat
séð dyrnar á klefanum hennar, og
ég fékk umbun fyrir hálfrar stund-
ar bið í steikjandi sólarhita, þegar
ég sá þjón fara þangað með bakka,
og á honum mat og matarílát, sýni-
lega handa tveim.
Hún snæddi morgunverð í klefan-
um með förunaut sínum, og eftir ann-
arrar hálfrar stundar bið í sólar-
svækjuni veittist mér að fá að sjá
förunaut hennar.
Þessi digra, ólaglega kona kom út
úr klefanum í morguntreyju, gekk
út að borðstokki, lagði hendur sín-
ar á hann andartak og horfði á hvik-
ult hafið. Svo fór hún inn aftur og
lokaði á eftir sér.
Slík eru laun ástarinnar.
Brellur, — ég skal segja þér, nátt-
úran er mesta brelluskjóða, og mesta
brellan í skjóðunni er sú, sem veld-
ur því að menn gera sig að fífl-
um á þennan hátt. Hefurðu nokkurn
tíma hugleitt, að þetta, sem kallað
er áköf ást, — sýnilega launráð nátt-
úrunnar í ákveðnu skyni, — veiðir
ekki aðeins auðnuleysingjann, sem
anar í gildruna, heldur kemur og
allsgáðum áhorfendum til þess að
syngja henni lof og dýrð. Og þeir
koma ekki auga á neitt hlátursefni
í bjánalátum þeirra, sem ánetjazt
hafa, hvort sem þeir gera sig að fífl-
um með gítarleik, fjársóim, mann-
drápum eða hafast ekki að annað
en að sitja eins og hálfvitar og góna
á klefadyr.
Síðla dags kom hún niður á neðri
þiljur og settist í stól með blævæng
í hendi. Og ég, sem hafði setið um
hana svona lengi, þorði ég að koma
nálægt henni? Ekkí! Ég hefði ekki
getað unnið mér til lífs að ganga
fram hjá henni á þiljunum. Það er
kynlegur þáttur í sálarlífi voru, að
sitjandi maður hefur yfirburði yfir
þann, sem stendur. Hann finnur, að
sá sem situr, mælir hann og vegur
í hægðum sínum; annar situr á á-
horfandabekk, hinn stendur á leik-
sviði.
Ég hefði að minnsta kosti ekki
getað spígsporað fyrir framan stúlk-
ima með blævænginn, hvað sem i boði
hefði verið, svo að ég hallaðist fram
á borðstokkinn álengdar og horfði
á hana í laumi, þar sem hún teygði
úr sér í stólnum við hliðina á stöllu
sinni, sem aldrei skildi við hana, með
blævæng í hendi og starði á bláan
sjóinn, sem nú var orðinn dökkur
eins og vín í ljósaskiptunum.
Einu sinni hélt ég, að hún hefði
litið í áttina til mín, eins og hún
hefði orðið vör við mig, og síðar,
að feita konan sneri höfðinu í átt-
ina til mín, — höfðu þær verið að
tala um mig? Ég leit undan og hall-
aði mér út fyrir borðstokkinn. Og
núna, þegar ég var að horfa á undir-
ölduna hníga og rísa og á svif flug-
fiskanna, er stirndi á eins og örvar-
odd úr silfri, varð raggeitin í mér
skyndilega bjartsýn og slæg og hug-
rökk.
Nei, ég gat ekki gengið fram hjá
henni, láta mæla mig og vega, en hví
20
HEIMILISPÓSTURINN
9 9 9