Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 23

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 23
Regis Towney og Sharon Moffitt. ekki ganga beint til hennar og á- varpa hana? Að minnsta kosti fara rakleitt til förunauts hennar, láta sem ég héldi, að við hefðum kynnzt áður, beið- ast afsökunar á misgripunum og rabba síðan um sjóferðina. Ég ætlaði að ganga í hægðum mínum, þangað til ég væri kominn nálægt þeim, taka viðbragð, eins og ég kannaðist við hana, hika, taka ofan og segja: ,,A-a, góðan daginn, það var gaman að hitta yður héma.“ Ég ætlaði að tala hollenzku, hún virtist vera hollenzk. Jæja, jú, þetta virtist tilvalið, en hvaða nafni ætti ég að nefna hana -— Van Houten ? Van Dunck ? — nei, Reuter —, já, það var líklegt nafn. Þetta var leikur einn. Ég mundi segja til skýringar, að hún var nauðalík konu, sem ég hefði kynnzt í Sanda- bar, heima hjá herra Capelman. Ég átti kunningja með því nafni í Sanda- bar. Þetta var leikur einn. Þó að hún væri ljót og dyrgjuleg, virtist hún ekki kaldranaleg, — en þó ég hefði ráðið ráðum mínum og ákveðið að framkvæma þau, hikaði ég andartak. Það er mikill kjarkur í þeim manni, sem gengur inn í hús til tannlæknis, án þess að hika við þröskuldinn, en þetta var ekki nema andartaks hik. Allt í einu hristi ég af mér allar vangaveltur, sneri mér við og gekk kaldur og ákveðinn, eins og þaul- reyndur heimsmaður, aftur eftir þilj- 21 ? 9 9 HEIMILISPÖSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.