Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 24

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 24
um, fram hjá fólki, sem sat í stól- um sínum, reykti og lét fara vel um sig eða las. Og þegar ég var kominn á réttan stað, reif ég af mér hattinn og þuldi ræðustúfinn. „Ég þekki yður ekki, herra minn,“ sagði konan. Stúlkan sagði ekkert. Hún leit á mig í svip og fór svo að skoða blæ- vænginn sinn aftur. Ég vissi, að hún vissi, að ég hafði staðnæmzt hennar vegna, og hennar vegna hafði ég fengið ofanígjöf, því að svipurinn á þeirri hollenzku var ofanígjöf, hvað þá heldur röddin. Kuldaleg rödd og ströng, sem sagði, — já, í þessu samfélagi manna getur lítið sagt margt, — „mig langar ekki til þess að kynnast yður; það er unga stúlkan, sem með mér er, sem þér eruð að elta. í>ér fáið ekki að tala við hana, — verið þér sælir.“ Ég bað hana velvirðingar og hélt áfram. Ég hafði hagað mér eins og bjáni. V. Og þó hafði stúlkan ekki vísað mér á bug, síður en svo; ég vissi, eða öllu heldur gat mér til, með ein- hverjum undarlegum hætti, að henni leizt á mig, — hugsanaflutningur er til, — og að ég hafði vaxið í henn- ar augum, en ekki minnkað, við það að bekkjast til við þennan dreka, sem gætti hennar við áleitni karlmanna. Keykskálinn var á neðri þiljum. Ég gekk inn, bað um hristing til þess að hressa upp á mig og sagði við sjálfan mig: Svei henni, tæfunni þeirri arna, ég skal fiá mér niðri á henni, en ég verð að fá aðstoð. Annað hvort af bragðvísi minni eða frá öðrum. Ein- hver hlýtur að þekkja hana hér á skipinu, Ég hef séð hana tala við ýmsa. Þegar hún var að fara út úr matsalnum i gærkvöldi, dokaði hún við og sagði nokkur orð við mann, sem fór út Um leið, — jæja, við sjáum nú til. VI. Herra Pel kom inn í sömu svif- um. Hann gekk að borðinu mínu, settist og bað um glas. Haag átti að koma við í Macassar morguninn eftir, og hann spurði mig, hvort ég ætlaði á land. Hann hafði átt tal við skipstjórann, og hafði hann sagt, að staðið yrði við í sólar- hring, þar sem skipið ætti að taka flutning. Hann sagði, að nálega allir myndu fara á land, og stakk upp á því, að við skyldum fara og vista okkur í gistihúsi, snæða þar og gista um nóttina, og ég tók vel í þetta. Ég sagði: „Ég býst við að fara, en ég skal láta yður vita, þegar við er- um komnir þangað. En þér skuluð ekki reiða yður á mig, því að mér kann að snúast hugur á síðustu stundu." Ég ætlaði sem sé á land, ef stúlkan færi, annars ekki. „Jæja, þér um það,“ sagði Pel, og svo fór hann að tala um loft- leysið í klefanum sínum, sem ég lét mig engu skipta, og um loftræsting- una í klefunum á bátaþiljunum, og þá lagði ég við eyru. „Segið mér,“ sagði ég, „hafið þér tekið eftir laglegri stúlku, sem kerl- ingarvargur vakir yfir? Þær eru í klefa á bátaþiljunum." „Já,“ sagði Pel. „Hún er austur- lenzk." „Þekkið þér þær?“ „Aðeins í sjón, ekki málkunnugur þeim,“- sagði hann. „Jæja,“ sagði ég, — og ég sagði margt fleira. Satt að segja sagði ég allt, sem maður getur manni sagt um þetta efni, að minnsta kosti nóg til þess, að hann gat séð, hvað þetta lagðist þungt á mig, og hann hlust- 22 HEIMILISPÖSTURINN 9 9 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.