Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 26
og fá hann til ,þess að hjálpa mér,
með því að beita þessari ágætu list.
VII.
Þegar þú spurðir mig, hvaða hæfi-
leika þyrfti til lögreglustarfa, sagði
ég ályktunargáfa, en það er sama
sem að einbeita sér að viðfangs-
efninu.
Ég hef þennan hæfileika, og hafði
þá, enda þótt viðfangsefni mitt væri
þá stundina ekki annað en blátt á-
fram að draga mig eftir stúlku.
Ég lá andvaka um nóttina og hugs-
aði ráð mitt. Ég hafði fastráðið, að
ég skyldi, hvað sem tautaði, ná tali
af stúlkunni og kynnast henni, i þeirri
fullvissu, að ást mín til hennar mundi
ekki réna við nánari kynni, og það
var einkennilegt, að öll ræða Pels um
austrænar konur og öll hollráð hans,
varð siður en svo til þess að letja
mig, heldur gerði mig staðfastari
í áformi mínu. Ef þær færu af skipi
í Southampton, en þangað ætlaði ég,
gott og vel; ef þær héldu áfram til
Amsterdam, þá færi ég þangað.
Svona var ég á þeim árum, og
svona er ég enn, — þrotlaus ein-
beiting að því, sem ég fékkst við.
Ég verð að segja þér, að þegar
ég er að vinna að ákveðnu máli, legg
ég mig allan fram að gera áætlanir
og sjá við öllu því, sem hugsanlegt
er, að fyrir geti komið, og þessa
nótt tók ég saman ráð og var við
öllu búinn.
Þar sem förunautur hennar var
sýnilega hollenzk, var nálega full-
víst, að þær voru á leiðinni til Am-
sterdam, og þar gæti orðið gagn
að Pel, þótt honum væri það óljúft;
enn fremur myndi mér alveg áreið-
anlega leggjast eitthvað til á þeirri
löngu leið um Indlandshaf, Rauða
hafið og Miðjarðarhaf. Ég ásetti
mér að komast í kunningsskap við
yfirmennina á skipinu o. s. frv.
Svo datt ég út af og vaknaði við
bryggju x Macassar.
Nú varð ég fyrir óskaplegu áfalli,
það mætti líkja því við að slasast á
sálinni, svo að hún væri slegin blindu
á tiltekna hluti. 'Það var á þessa
leið:
Ég hitti Pel eldsnemma við morg-
unverð í matsalnum; hann sinnti ekki
öðni en að tala um ferðina á land.
Hann var að sumu leyti eins og full-
orðinn strákur. Hann fór í beztu föt-
in sín og sitt bezta skap, og hann
smitaði mig með lífsfjöri sínu, en
sá fögnuður varð — því miður —
skammær. Ilmurinn frá ströndinni,
hljóð og landsýn gegn um opinn
gluggann lagðist á eitt, og ég féllst
á að fara með honum og bíða ekki,
eins og ég hafði ætlað, ef vera kynni,
að stúlkan yrði kyrr og auðveldara
að ná fundi hennar, þegar hitt fólkið
væri farið. Við áttum eftir langa
sjóferð til þess að bæta mér það upp.
Ég stakk náttfötum í handtösku
og var brátt kominn með Pel í miðja
þröngina við landgöngubrúna.
Stúlkan ætlaði á land eins og hinir,
hún og förunautur hennar. Ég tróð
mér áfram, þangað til ég var rétt
fyrir aftan hana. Um leið heyrði ég
Pel hvísla einhverju að mér, honum
var mikið niðri fyrir, eins og þegar
menn fregna stórtíðindi, eitthvað um
glersalla.
Þá tók ég eftir því, að vinstri
úlnliður stúlkunnar var læstur með
handjárnum við hægri úlnlið fylgi-
konu hennar.
Klinkert gekk næstur á eftir þeim.
„Plýttu þér, Nonni, við enim að
verða of sein. Ertu kominn í skóna ?“
„Já, mamma, alla nema einn.“
Rakarinn: „Hef ég ekki rakað yð-
ur áður, herra minn?“
Viðskiptavinurinn: „Nei, ég fékk
þessi ör i stríðinu."
24
HEIMILISPÓSTURINN
2 5 2