Heimilispósturinn - 15.02.1951, Page 28
Hún stóð upp og gekk út í
bogadyrnar; henni fannst hún
haf a f engið frið; bænirnar
höfðu sefað hana. Þá heyrði hún
mannamál og háreysti. Hún sá
þrjá karlmenn koma reikulum
skrefum að kirkjunni.
„Hse> væna mín! Komdu til
mín, góða!“ Hún þekkti rödd-
ina, og henni hraus hugur við.
„Ég vil eiga stelpuna!“ sagði
sama röddin, og hún sneri á
flótta og vafði skikkjunni fast-
ar að sér. En hún steytti fót-
inn við þröskuldinn og hrasaði.
Á sama augnabliki vöfðust tveir
sterkir handleggir utan um
hana. Hann reyndi að draga
skikkjuna frá andliti hennar, en
þá heyrðist fótatak á ný og
ný rödd. Ruddinn sleppti tak-
inu, og hún sá mann, stóran og
Ijóshærðan, í tunglskininu. Elsk-
hugi drauma hennar, sem hún
hafði beðið um í bænum sínum,
hugsaði hún.
„Sleppið henni,“ sagði hann
á ensku. En í sömu svifum stökk
annar þeirra, sem höfðu setið
hjá, að honum. En hann var við
öllu búinn, og rétti hinum högg,
svo að hann lá meðvitundar-
laus. Annar þeirra félaga rudd-
ist að honum og hnífblaö leiftr-
aði í tunglskininu. Aðkomumað-
ur greip um úlnliðinn, sem hélt
hnífnum, og sneri handleggn-
um. Það heyrðist braka í brotn-
um beinum. Englendingurinn
beygði sig aftur,
og varpaði hinum
aftur fyrir sig,
eins og mélpoka.
Þriðji félaginn
hljóp yfir torgið,
að lögreglustöð-
inni. Úr opnum
dyrum hennar
heyrðist manna-
mál.
„Það er betra
að við förum,“
sagði Philip Subl-
ette á spænsku,
„áður en lögreglan
kemur.“
„Parið þér inn í kirkjuna, ég
skal tala við þá,“ sagði hún um
leið og nokkrir tötralegir lög-
regluþjónar komu yfir torgið.
„Ég hef aldrei falið mig á
bak við kvenmann," sagði Subl-
ette.
„Gerið þér það mín vegna,“
sagði hún og ýtti honum hægt
inn um dyrnar. Svo sneri hún
sér að aðkomumönnum og tók
skikkjuna frá andlitinu. Og þeg-
ar Sublette sá andlit hennar,
fann hann þrá gagntaka sig,
sem hann hafði aldrei fundið
áður, þrá, sem var sterkari en
æfintýraþráin, sem hafði rek-
ið hann frá heimili og ættingj-
um.
„Það var ungfrú Moraga,“
heyrði hann einn lögregluþjón
26
HEIMILISPÓSTURINN
2 9 2