Vinnan - 01.09.1992, Page 5
5
Níels S. 01-
geirsson.for-
maður Félags
matreiðslu-
manna og
starfsmaður
sameiginlegrar
skrifstofu þeirra,
kjötiðnaðar-
manna, bakara-
sveina og mjólk-
urfrœðinga, (til
hœgri) og Karl
Kristinsson, for-
maður Félags
íslenskra kjöt-
iðnaðarmanna, í
nýju húsnæði
stéttaifélaganna
fjögurra.
Sameiginleg þjónustuskrifstofa matreiðslumanna,
kjötiSnaöarmanna, bakarasveina og mjólkurfræ&inga:
Mibsvæ&is í Mjóddinni
Fjögur stéttarfélög sameinuöust í
vetur um þjónustuskrifstofu, og þaö
er ef til vill tímanna tákn, aö eftir
miklar vangaveltur um staösetningu
varö ofaná að kaupa húsnæöi í
húsinu númer þrjú við Þarabakka í
Mjóddinni í Breiðholti. Það var síö-
an innréttað á einkar smekklegan
hátt með sérstöku tilliti til þeirrar
starfsemi sem þar fer nú fram.
- Hér erum við miðsvæðis fyrir all-
flesta félaga, hvort sem þeir eiga heima í
Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ eða
Hafnarfirði, fyrir utan að hér er stutt í
alla þjónustu og nóg er af bílastæðum,
segir Níels S. Olgeirsson, formaður Fé-
lags matreiðslumanna og annar starfs-
manna nýju þjónustuskrifstofunnar, í
samtali við Vinnuna.
Félögin fjögur eru, auk Félags mat-
reiðslumanna: Félag kjötiðnaðarmanna,
Bakarasveinafélag Islands og Mjólkur-
fræðingafélag Islands. Öll áttu félögin
húsnæði fyrir, nema bakarasveinar, en
þeir áttu eitthvert fé í sjóði sem safnað
hafði verið til að leggja í húsnæðiskaup.
Það voru kjötiðnaðarmenn og mat-
reiðslumenn sem keyptu húsnæðið upp-
haflega en buðu hinum félögunum síðan
að vera með, og þau eiga öll jafna hluti í
því.
- Við sáum að félögin voru alltof langt
hvert frá öðru og samstarf of lítið, þótt
þau væru í skyldum greinum. Eftir að við
fluttum hingað hefur félagslífið eflst og
það er talsvert um að félagamir komi
hingað í frítímum sínum til skrafs og
ráðagerða. Hagræðing af þessu samstarfi
er ótvíræð þar sem hvert félaganna um
sig er lítið, en í þeim öllum samanlagt
eru um 900 félagsmenn, segir Níels.
Hvert félaganna hefur sitt aðsetur, en
hafa sameiginlega þjónustuskrifstofu,
kaffistofu og setustofu í húsnæðinu
miðju og samnýta öll helstu tæki sem
þarf til skrifstofuhaldsins. Einn og hálfur
starfsmaður vinnur á þjónustuskrifstof-
unni.
Annarsstaðar í húsinu er um eitt hund-
rað manna fundarsalur templara, sem fé-
lögin taka á leigu fyrir félagsfundi.
Rætt um someiningu
Félögin fjögur hafa þegar stofnað með
sér fræðslu- og kynningarbandalag,
ásamt Félagi framreiðslumanna, til að
taka á fræðslumálum, meðal annars end-
urmenntun. Ætlunin er að koma upp
sameiginlegu fagbókasafni og farið er að
huga að sameiginlegum námskrármálum
þessara iðngreina.
Einnig er ætlunin að taka á EES- og
Gatt-málum á næstunni, en þessir samn-
ingar munu hafa talsverð áhrif á störf fé-
lagsmanna.
- Eitthvað er farið að ræða um sam-
eiginleg lífeyrissjóðsmál en sú umræða
er mjög skammt á veg komin.
Einnig hefur hugmynd um samein-
ingu félaganna verið viðruð, en ekkert
rædd frekar, og enn hefur ekkert verið
rætt um sameiginleg kjaramál, því þar
hafa félögin farið hvert sína leið hingað
til, segir Níels.
Félag matreiðslumanna keypti Mat-
reiðsluskólann í Hafnarfirði, sem Hilmar
B. Jónsson matreiðslumeistari átti áður,
og rekur hann nú. Rætt er um að koma á
samstarfi innan hótel-, veitinga- og mat-
vælagreina um nýtingu á skólanum. Vísir
að samstarfi er reyndar þegar kominn,
því félögin í hótel- og veitingagreinum
hafa ásamt atvinnurekendum stofnað
fræðsluráð sem hefur aðsetur í skólanum.
VINNAN