Vinnan - 01.09.1992, Page 11
laga við lífeyrissjóðinn yrðu minni en nú
er. Þá telja rafiðnaðarmenn sig þegar
vera með hagkvæman rekstur á hendi þar
sem þeir samnýta skrifstofu félagsins og
lífeyrissjóðsins.
Sameining reynd Norðanlands
Á Norðurlandi hafa átta lífeyrissjóðir
átt með sér viðræður síðustu ár um sam-
einingu. Drög að samkomulagi hafa ver-
ið kynnt stjómarmönnum sjóðanna og
ætlast er til að þau verði afgreidd fyrir
sumarlok. Þeir bjartsýnustu telja að sam-
eina megi sjóðina um næstu áramót en
aðrir segja að lengri tíma þurfi til að
koma sameiningu í kring.
Jón Helgason, forstöðumaður Lífeyr-
issjóðsins Sameiningar á Akureyri, segir
það standa samningum fyrir þrifum að
ekki hefur fengist tryggingafræðileg út-
tekt á sjóðunum, sem hægt væri að
leggja til grundvallar viðræðum.
- Það hefur ekki tekist að fá mann til
að gera tryggingafræðilega úttekt á sjóð-
unum. Við teljum heppilegast að einn og
sami maðurinn sjái um úttektina á öllum
sjóðunum, segir Jón.
Jón telur að ef einhver sjóðanna sker-
ist úr leik muni það tefja fyrir samein-
ingu. Hann segir þó að eftir því sem frá
líður fjölgi þeim sem taka undir það
sjónarmið að sameining sé skynsamleg.
Lífeyrissjóðimir á Norðurlandi standa
misvel. Það vekur athygli hversu
rekstrarkostnaðurinn er mishár sem hlut-
fall af tekjum. Á árinu 1990 greiddi Líf-
eyrissjóður trésmiða rúm 17 prósent af
iðgjöldum sínu í rekstrarkostnað og hlut-
fall Lífeyrissjóðsins Iðju var rúm 12 pró-
sent. Helsta skýringin á þessu háa hlut-
falli er hversu sjóðimir eru litlir, en þeir
em með smæstu sjóðum landsins.
Jón Helgason tók á þessu ári við um-
sjón með Lífeyrissjóði trésmiða og segir
hann að rekstrarkostnaðurinn mun lækka
frá því sem var.
Álmennt er miðað við að rekstrar-
kostnaður lífeyrissjóða fari ekki yfir 3-4
prósent af árlegum iðgjaldatekjum
þeima.
í landinu eru til um 85 lífeyrissjóðir,
11
Þrjár kynslóðir Islendinga hafa ólíkra hags-
muna að gœta gagnvart lífeyrissjóðaklerfinu.
Sú elstafékk lífeyrisréttindi þegar hún átti
skatt eftir í ellilífeyrisaldur, miðkynslóðin gat
notið lífeyrislána en á ekki tryggar ellilífeyr-
isgreiðslur eins og vœnst var, en yngsta kyn-
slóðin gætu átt á hættu að lífyerissjóðirnir
verði orðnir gjaldþrota þegar hún hefur náð
sínum efri árum.
en starfandi lífeyrissjóðir em nokkru
færri þar sem fáeinir sjóðir taka ekki
lengur við iðgjöldum. Sjóðimir voru ým-
ist stofnaðir á grundvelli starfsgreina, fé-
lagssvæða eða að starfsmenn stórra fyrir-
tækja mynduðu með sér sjóð. Fyrirtækja-
sjóðir voru algengir hér áður fyrr, þegar
fáir lífeyrissjóðir voru starfandi.
Lífeyrissjóðakerfið er hvorki búið til
af ríkisvaldinu né aðilum vinnumarkað-
arins. Kerfið þróaðist meðfram almanna-
tryggingakerfinu sem lög voru fyrst sett
um 1946. Það vom einkum opinberir
starfsmenn sem höfðu aðgang að lífeyr-
issjóðum til að byrja með. Árið 1946
voru lífeyrissjóðir aðeins 15 og þeir
flestir á vegum ríkisstarfsmanna, starfs-
manna bæjarfélaga, bankamanna og
starfsmanna stórra einkafyrirtækja. Þegar
almannatryggingakerfið var endurskoðað
árið 1962 voru lífeyrissjóðimir orðnir 50.
Enn skorti á að allir landsmenn væru að-
ilar að lífeyrissjóði og það var ekki fyrr
en með samkomulagi milli Alþýðusam-
bandsins og vinnuveitenda árið 1969 að
forsendur sköpuðust til að tryggja öllum
vinnandi mönnum aðgang að lífeyris-
sjóði.
Lífeyrissjóðimir voru umdeildir með-
al verkafólks til að byrja með. Yngra
fólk sá ekki ástæðu til að taka af kaupinu
sínu til að leggja fyrir til elliáranna og
þeir eldri sáu ekki fram á að ná því á
starfsævinni að safna sér réttindum sem
nokkru máli skiptu.
Það var með ýmsu móti reynt að sann-
færa fólk um ágæti lífeyrissjóða. Eldra
fólk var stundum metið inn í sjóðina
þannig að það fékk réttindi umfram þau
iðgjöld sem það greiddi. Þetta þýddi vit-
anlega aukin útgjöld sem voru hærri en
efni stóðu til og með öðru, til dæmis að
ekki var gengið ríkt eftir því að iðgjöld
bærust skilvíslega; skekktu þessar ráð-
stafanir grundvöll nokkurra lífeyrissjóða
þegar í upphafi.
Lífeyrissjóðslán voru boðin yngra
fólki og það liðkaði fyrir samþykkt líf-
eyrissjóða vegna þess að bankakerfið var
lokað og oft erfitt að fá lán. Þá var ið-
gjaldagreiðslum í sumum tilfellum kom-
ið þannig fyrir að fyrsta árið greiddu
launþegar eitt prósent tekna sinna í líf-
eyrissjóð en atvinnurekendur eitt og
hálft. Á næsta ári hækkaði hlutfallið upp
í tvö prósent fyrir launþega og þrjú fyrir
atvinnurekendur. Eftir fjögur ár var hlut-
fallið komið í það horf sem samið var
um á milli ASÍ og VSÍ, launþeginn
VINNAN