Vinnan - 01.09.1992, Qupperneq 12
greidd fjögur prósent tekna sinna og
framlag atvinnurekenda var sex prósent.
Misheppnaðar tilraunir til
samræmingar
Nokkrum árum eftir samkomulag Al-
þýðusambandsins og vinnuveitenda var
komið á skylduaðild launþega að lífeyr-
issjóði og árið 1980 var öllum starfandi
mönnum, atvinnurekendur meðtaldir,
gert að eiga aðild að lífeyrissjóði.
Tilraunir til að samræma lífeyriskerfi
landsmanna hafa farið út um þúfur.
Stjómvöld hafa beitt sér fyrir endurskoð-
un á lífeyriskerfinu og eftir 11 ára nefnd-
arstarf var árið 1987 lagt fram frumvarp
um starfsemi lífeyrissjóða. Vegna and-
stæðra hagsmuna ýmissa hópa hefur
þetta frumvarp aldrei komið til umræðu á
Alþingi. Þó var enn reynt og sumarið
1990 var skipuð 26 manna milliþinga-
nefnd sem átti að fjalla um frumvarpið.
Nefndin sem talin er sú stærsta í sögu
lýðveldisins lauk störfum án þess að ná
samkomulagi og kom það ekki á óvart.
Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir for-
ráðamenn lífeyrissjóðanna hafa beðið
lengi eftir því að stjómvöld samþykktu
frumvarp um starfsemi lífeyrissjóðanna.
Hann sér ekki fram á að frá stjómvöldum
komi það frumkvæði sem menn hafa
beðið eftir.
- Það verður hver og einn lífeyrissjóð-
ur að skoða sína stöðu og taka ákvarðan-
ir upp á eigin spýtur, segir Þorgeir.
Síðustu misseri hafa samtök almenna
vinnumarkaðarins, ASÍ og VSÍ, komið
sér saman um ýmsar tillögur um fram-
tíðarfyrirkomulag lífeyrissjóða og lagt til
að frumvarpið frá 1987 taki mið af þess-
um hugmyndum.
Samvinna ASÍ og VSÍ er forsenda fyr-
ir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu þar
sem launþegar og atvinnurekendur til-
nefna stjómir sjóðanna. Það er þó tak-
mörkum háð hversu miklar breytingar
þessi samtök geta knúið á um. Þar kemur
til ólík staða sjóðanna og jafnframt sam-
anburðurinn við lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna. Ríkisstarfsmenn em sér á
báti með það að ríkissjóður stendur í
ábyrgð fyrir lífeyrisgreiðslum þeirra.
Lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna hefur
löngum verið þymir í augum aðila al-
menna vinnumarkaðarins sem telja fé
skattborgaranna sé notað til að halda
uppi háum lífeyrisgreiðslum. Ríkisstarfs-
menn benda á að lífeyririnn sé hluti af
kjörum þeirra og hafi oftsinnis verið not-
aður af hálfu ríkisvaldsins sem rökstuðn-
ingur fyrir lágum launum ríkisstarfs-
manna.
Ó\ík staða lífeyrissjóða
Afkoma lífeyrissjóðanna er mjög mis-
jöfn og verður að einhverju leyti skýrð
með skrykkjóttri sögu kerfisins. Al-
mennu lífeyrissjóðunum, það er þeim
sem standa fyrir utan lífeyrissjóði ríkis-
starfsmanna, er gjaman skipt í tvo hluta
eftir afkomu. Annarsvegar eru þeir sjóðir
sem em í Landssambandi lífeyrissjóða
og hinsvegar þeir sjóðir sem mynda
Samband almennra lífeyrissjóða, oft
kallaðir SAL-sjóðir. Sjóðirnir í Lands-
sambandi lífeyrissjóða standa betur en
SAL-sjóðimir og kemur margt til; þeir
eru rótgrónari, eru oft í eigu efnameiri
starfsstétta og njóta góðs af fastmótuðu
skipulagi.
Lífeyrissjóðssamböndin tvö eru í raun
eðlisólík. Landssamband lífeyrissjóða er
laustengt samband sjóða sem eru full-
komlega sjálfstæðir og sækja sama og
enga sameiginlega þjónustu til sam-
bandsins. Landssambandið hefur á sínum
snæmm einn starfsmann og það er helst
miðlun upplýsinga milli sjóðanna sem
starfsmaðurinn vinnur að. Ekkert sam-
ræmi er á milli innbyrðis reglna og
starfshátta lífeyrissjóðanna í Landssam-
bandinu.
Samband almennra lífeyrissjóða,
SAL, tók til starfa í kjölfar samninga á
milli Alþýðusambandsins og vinnu-
veitenda.um stofnun lífeyrissjóða. SAL
samræmir bótarétt þeirra lífeyrissjóða
sem eru í sambandinu og veitir þeim
ýmisskonar sérfræðiaðstoð, til dæmis við
lífeyrisúrskurði, innheimtu, ávöxtun
eigna og tryggingafræðileg atriði. Starfs-
reglur SAL-sjóða eru sæmræmdar og
sameiginleg skrá er haldin yfir þá sjóðs-
félaga í aðildarsjóðum sambandsins.
Jafnframt hefur SAL umsjá með lífeyris-
greiðslum aðilarsjóðanna.
Stærstu sjóðimir í Landssambandi líf-
eyrissjóða em Lífeyrissjóður versl-
unarmanna, Samvinnulífeyrissjóðurinn,
Starfsmannasjóður Reykjavíkurborgar,
Lífeyrissjóður Verkfræðinga og Lífeyris-
sjóður lækna. Þessir sjóðir eru eldri en
flestir lífeyrissjóðir í Sambandi almennra
lífeyrissjóða.
Lífeyrissjóður lækna var stofnaður
árið 1966 eða um sama leyti og læknar
sögðu sig úr BSRB. Flestir eldri læknar
héldu áfram að borga í þá lífeyrissjóði
sem þeir höfðu átt aðild að um árabil.
Þegar Lífeyrissjóður lækna var stofnaður
var fyrir Elli- og örorkulífeyrissjóður
lækna og var rætt um að sameina sjóðina
en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum.
Það voru því ungir læknar sem öðrum
fremur gerðust aðilar að Lífeyrissjóðn-
um. Sjóðurinn hefur náð að vaxa án þess
að bera mikla lífeyrisbyrði. Að sögn um-
sjónarmanns sjóðsins, Ragnars Guð-
mundssonar, greiðir sjóðurinn 5-6 pró-
sent af tekjum sínum í lífeyri. Eign
sjóðsins er um 3 milljarðar króna og ná-
lægt eitt þúsund læknar greiða iðgjöld.
Fyrir þrem ámm var gerð trygginga-
fræðileg úttekt á sjóðnum og niðurstaðan
var sú að sjóðurinn stóð vel undir skuld-
Með sameiningu lífeyrissjóða bygginga-
manna og málmiðnaðarmanna telja forsvars-
menn lífeyrissjóðanna aðframtíð þeirra hafi
verið tryggð, og því geta félagsmenn horft
nokkuð áhyggjulausir til elliáranna, hvað
fjárhagslega afkomu varðar.
bindingum sínum gagnvart sjóðfélögum.
Enginn fastur starfsmaður er við Lífeyr-
issjóð lækna en sjóðurinn er í húsakynn-
um Læknafélags Islands og starfsmenn
Læknafélagsins sjá um rekstur sjóðsins.
Ragnar segir þrjú og hálft prósent ið-
gjalda fara í reksturskostnað.
Það er þó ekki án undantekninga að
sjóðir í Landssambandi lífeyrissjóða
standi undir skuldbindingum. Fyrir tveim
árum tók Lífeyrissjóður verslunarmanna
yfir Lífeyrissjóð apótekara og lyfjafræð-
inga. Eignir Lífeyrissjóðs apótekara og
lyfjafræðinga voru upp á 500 miljónir og
aðild að sjóðnum áttu tæplega 500
manns. Að undangenginni trygginga-
fræðilegri úttekt á báðum sjóðunum vora
félagar í Lífeyrissjóði apótekara og lyfja-
fræðinga samþykktir inn í Lífeyrissjóð
verslunarmanna með þeim skilyrðum að
lífeyrisréttindi þeirra væra skert um 15
prósent.
Þorgeir Eyjólfsson er framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna og
formaður Landssambands lífeyrissjóða.
Þorgeir segir að forráðamenn fleiri sjóða
hafi komið að máli við Lífeyrissjóð
verslunarmanna til að ræða óformlega
um upptöku í sjóð verslunarmanna. Þor-
VINNAN