Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Page 13

Vinnan - 01.09.1992, Page 13
Enn er eftir að leysa mörg vandamál vegna sameiningar lífeyrissjóða Málmiðnaðarmanna og byggingamanna; myndin var tekin á skrifstofu lífeyrissjóðs Málm- og skipasmiða. Til hœgri: Jóhannes Siggeirsson framkvœmdastjóri og Sigríður Snorradóttir starfsmaður. geir segir þessar hugmyndir á frumstigi og ekki sé tímabært að hafa um þær mörg orð. Bjargo háir vextir fortíðar- vanda? Verðbólguáratugurinn milli 1970 og 1980 lék lífeyrissjóðina illa. Ekki aðeins gekk á eignir sjóðanna vegna þess að verðgildi peninganna rýmaði heldur voru á þessum tíma samþykkt verðtryggingar- ákvæði sem stórlega juku útgjöld sjóð- anna. Það var ekki fyrr en komið var fram á níunda áratuginn að fjármagnsmarkaður- inn var kominn í það horf að lífeyrissjóð- irnir gátu ávaxtað eignir sínar með eðli- legum hætti. Þegar vextir hækkuðu kom það lífeyrissjóðunum til góða og háir raunvextir síðustu ára hafa rétt sjóðina við og sumir eru komnir í allgott horf þó að aðrir verða að njóta hárra vaxta enn um sinn til að eiga sér viðreisnar von. Hver vaxtaprósenta skiptir máli vegna margfeldisáhrifa. Þannig tvöfaldast upp- hæð sem er látin standa á 7 prósent árs- vöxtum í tíu ár. Undanfarin ár hefur ekki verið óalgengt að helmingurinn af tekj- um lífeyrissjóða séu vaxtatekjur, en hinn helmingurinn er iðgjöld. Fjárhagur lífeyrissjóðanna batnar í réttu hlutfalli við háa vexti. Aftur á móti berjast þeir aðilar sem standa að lífeyris- sjóðunum, launþegar og atvinnurekend- ur, með oddi og egg fyrir því að vextir lækki vegna áhrifa þeirra á afkomu ein- staklinga og fyrirtækja sem skulda pen- inga. Þeir sem standa að Sameinaða lífeyr- issjóðnum leggja ekki trúnað á að vextir haldist svo háir sem verið hefur síðustu ár. - Við erum ekki trúaðir á að vaxta- okurstig síðustu þriggja til fimm ára haldist öllu lengur, segir Benedikt Dav- íðsson. Þorgeir Eyjólfsson telur að margir sjóðir hafi sloppið fyrir hom vegna hárra vaxta síðustu ára en jafnvel háir vextir munu ekki bjarga sumum sjóðum. Til hvers eru lífeyrissjóðir? Lífeyrissjóðir tryggja sjóðsfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku, dauða og elli. Þetta þríþætta markmið er einkenni íslensku lífeyris- sjóðanna. Lífeyrissjóðir voru margir hverjir stofnaðir um sama leyti og almanna- tryggingakerfið var sett á laggimar, á ár- unum eftir seinni heimsstyrjöld. Al- mannatryggingar áttu upphaflega að tryggja landsmönnum lífeyri þegar þeir gátu ekki sökum örkumlunar eða elli stundað vinnu. Reyndin hefur orðið sú að frá almannatryggingum kemur lág- markslífeyrir, sem allir landsmann njóta, en lífeyrissjóðir greiða sjóðsfélögum og fjölskyldum þeirra í hlutfalli við framlag sjóðsfélaga. Þannig fær sjóðsfélagi tvö- falt hærri lífeyrisgreiðslur ef hann hefur borgað iðngjald af tvöfalt hærri launum en samstarfsmaður hans. Á síðasta áratug voru iðgjöld og lífeyrisgreiðslur verð- tryggð að fullu. Lífeyrissjóðirnir eru sameignasjóðir og byggja á hugmyndinni um samtrygg- ingu sjóðfélaga. Það þýðir meðal annars að ef sjóðfélagi verður öryrki ungur maður þá fær hann greiddar örorkubætur sem miða við að hann hefði greitt til sjóðsins fram á gamals aldur. Bæturnar, sem ungi öryrkinn fær það sem hann á eftir ólifað nema þess vegna mun hærri upphæð en iðgjaldið sem hann greiddi til sjóðsins. Það sama gildir um dauðsfall sjóðfélaga og fær fjölskyldan þá bætum- ar. Falli aftur á móti ókvæntur og barnlaus sjóðfélagi frá fyrir ellilíf- eyrisaldur rennur ekkert til ættingja hans. Á síðustu árum hefur séreignasjóðum fjölgað og haldið fram sem valkost við hefðbundna lífeyrissjóði. I séreignasjóð- um er litið á iðgjöldin sem séreign sjóð- félaga og þeir njóta ekki samtryggingar. Oftast er ellilífeyrir greiddur út á 10 árum eftir að taka hefst og lifi ellilíf- eyrisþegi lengur verður hann án annarra lífeyrisgreiðslna en þeirra sem koma frá almannatryggingakerfinu. VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.