Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Side 14

Vinnan - 01.09.1992, Side 14
14 Húsavík: á Norð -Austurlandi Fjölmiölar flytja sjaldnast fréttir af atvinnulífi í sjávarplássum þessa lands nema illa gangi og eitthvað hafi fariö úrskeiöis. Eftir þá böl- móösumræöu sem reis og hné manna á meðal og í fjölmiðlum á öndveröu sumri ákvaö Vinnan að hitta aö máli fólk á einhverjum þeirra staða þar sem á ýmsu hefur gengiö undanfarin ár og heyra í því hljóöiö. Fyrir valinu uröu þrír útgeröarbæir á Norð-Austurlandi: Húsavík, Raufar- höfn og Þórshöfn. Valið var aö vissu leyti tilviljana- kennt, en þó höfö nokkur hliösjón af því aö nefnt hefur veriö í umræðunni aö tveir þessara staða, Raufarhöfn og Þórshöfn, væru vart byggilegir og ekki uppá þá púkkandi; jafnvel aö réttast væri aö láta þá fara í eyði frekar en kosta miklu fé til aö halda þar uppi atvinnu. Frá Húsavík hafa einnig komiö fréttir af erfiðleikum í at- vinnumálum á undanförnum árum. Afraksturinn af þessari ferö má sjá á síðunum hér fyrir aftan. Ef hægt er aö tala um einhverja heildarniöur- stööu af samtölum við fólk á þessum stööum má segja að vissulega sé þar viö ýmsa erfiðleika aö etja. At- vinnuleysi hafi veriö meira undan- farna mánuöi en mörg undanfarin ár, og ekki sjái fyrir endann á þeim. Engu aö síður sé ekkert uppgjafar- hljóö í fólki, og langt frá því aö þaö telji stööuna vonlausa. Þess ber aö geta aö ferðin var far- in um miðjan júlí, en efnið endur- skoöaö eftir föngum meö hliðsjón af þeim tíöindum í atvinnumálum sem uröu eftir mitt sumar. Þorgrímur Gestsson „Hér vantar dugmikla kapítalista" segir Kári Arnór Kárason formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur Undanfarin þrju ar hefur atvinnuleysi verið meira á Húsavík en menn hafa átt að venjast. Erfiðleikar hafa steðj- aö að atvinnulífinu, meö gjaldþrotum og uppsögnum, eins og víöar á landinu. Þó hefur ekkert þeirra fyrir- tækja sem eru buröarás atvinnulífs Húsavíkur orðiö fyrir verulegum skakkaföllum. Tvö stærstu fyrirtækin, Fiskiðjusamlag Húsavíkur og Kaupfélag Þingeyinga hafa þó átt í erfiðleikum og þurft að segja upp nokkrum tugum starfsmanna. Afleiðingin var sú að atvinnuleysi varð verulegt, mest í lok maí, en þá var 71 á at- vinnuleysisskrá á Húsavík og 103 í sýsl- unni allri. Þegar leið á sumarið var at- vinnuleysi því sem næst útrýmt á Húsa- vík, meðal annars með því að bæjarfélag- ið fékk lán hjá Atvinnuleysistrygginga- sjóði í sérstök verkefni á þess vegum, meðal annars til hreinsunar í bænum og „Það er varnarbarátta á öllum sviðum hér á Húsavík en menn velta upp allskonar hug- myndum um nýjar atvinnugreinar“, segir Kári Arnór Kárason formaður Verkalýðsfé- lagsins. umhverfisverkefni ýmis konar. Það var Verkalýðsfélagið sem kom því í kring að bæjarfélagið fékk þennan styrk. - Hér hefur verið nokkurt atvinnuleysi nokkra mánuði á hverjum vetri undanfarin ár, en dregið úr því fljótlega eftir áramót. I ár dró talsvert hægar úr atvinnuleysinu en verið hefur, og í maí var það meira en ver- ið hefur í mörg herrans ár, segir Kári Am- ór Kárason formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur í samtali við Vinnuna. Auk samdráttar í fiskvinnslunni er or- saka þessa aukna atvinnuleysis á Húsavík að leita í samdrætti í þjónustu, en þar hef- ur verið aukning frá ári til árs þar til nú. Þar er fyrst og fremst um að kenna sam- drætti í heilbrigðisþjónustu, en þjónusta við landbúnaðinn hefur einnig dregist verulega saman, hvorttveggja úrvinnsla á landbúnaðarafurðum og bein þjónusta við fólk í sveitunum. - Hér hefur til þessa verið talsverð kjöt- vinnsla og við höfum þótt vera með ágæt- ar afurðir. Ég veit ekki um framtíð þeirrar atvinnugreinar ef áfram verður haldið að skera niður sauðfé. Urvinnsla á mjólkuraf; urðum hefur einnig verið talsverð. A Húsavík eru framleiddar ýmsar gerðir osta og jógúrts, meðal annars Baulujógúrt. Ef innflutningur á mjólkurafurðum verður leyfður er viðbúið að mjólkurbúið hér lendi í erfiðleikum. Rekstur þess hefur gengið mjög vel í gegnum árin og 25 manns hafa haft atvinnu við þessa fram- leiðslu. Ef öll pökkun á neyslumjólk flyst til Akureyrar, eins og gæti gerst í fram- haldi af áliti sjömannanefndar, situr búið hér eftir með framleiðslu , sem er í beinni samkeppni við innflutning. Standist það ekki samkeppni er hætt við að mjólkur- framleiðslan, það er sjálfur kúabúskapur- inn, flytjist meira og minna til Eyjafjarðar, auk þess sem þeir misstu atvinnuna sem starfa við hana hér; segir Kári Amór. A Húsavík er ein af fáum saumastofum á landinu sem hefur gengið þolanlega, þótt borið hafi á verkefnaskorti undanfar- ið, eftir að Alafoss fór á hausinn. Þar hafa starfað milli 15 og 20 manns, flest rosknar konur. í maí voru 15 þeirra atvinnulausar} og einhverjar höfðu ekki vinnu í júní. I VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.