Vinnan - 01.09.1992, Síða 15
VEfWSUBSfáÖGSÍ A HÚSAWK
ufEYBfSSJOOUBNH BJOBG
Hús Verkalýðsfélags Húsavíkur á Garðarsbraut 26. Þar er þjónusta fyrir flestöll stéttarfélög í Suður-Þingeyjasýslu, austan Vaðlaheiðar. I
haust verður opnað nýtt félagsheimili verkalýðsfélaganna í húsinu.
Sameinuð verkcalýðshreyfing í Suður-Þingeyjarsýslu
Húsavíkur er eitt af elstu verkalýðsfé-
lögum landsins. Félag verkakarla var
stofnað árið 1911, en konumar stofnuðu
sitt eigið félag, Verkakvennafélagið Von,
árið 1918. Félögin voru sameinuð árið
1960 og verkalýðsfélagið rekur nú skrif-
stofu í eigin húsi, á Garðarsbraut 26. Þar
er ekki einungis þjónusta fyrir sjálft
verkalýðsfélagið á Húsavík, sem nær
raunar yfir alla Suður-Þingeyjarsýslu
austan Vaðlaheiðar. Starfsmenn félagsins
sinna einnig þjónustu fyrir tvö iðnaðar-
mannafélög, Verslunarmannafélag Húsa-
víkur og opinbera starfsmenn, auk þess
sem lífeyrissjóðurinn Björg er þar til
húsa.
Þar með eru verkefni skrifstofu Verka-
lýðsfélags Húsavíkur þó ekki upp talin.
Formaður félagsins, Kári Arnór Kárason,
var kjörinn formaður Alþýðusambands
Norðurlands á þingi þess í haust, og þjón-
usta sambandsins fluttist því til Húsavik-
ur. Þrír starfsmenn vinna á skrifstofunni,
í tveimur stöðugildum, og auk þess tvær
skrifstofustúlkur, hvor í hálfu starfi.
- Það hefur hvað eftir annað verið rætt
á undanfömum árum, að rétt væri að
sameina öll verkalýðsfélögin í Þingeyjar-
sýslunum báðum, en ekkert ákveðið um
það ennþá. Að því hlýtur þó að reka fyrr
eða síðar, þar sem mikið hagræði yrði af
slíkri sameiningu, segir Kári Arnór í sam-
tali við Vinnuna.
Eigið félagsheimili Verkalýðsfélagið
keypti húsnæðið við Garðarsbraut fyrir
tveimur árum og leigir út hluta þess. Nú
hefur annar leigjandinn rýmt sinn hluta
og þar er unnið að því að koma upp 60
manna fundasal og aðstöðu til félags-
starfa, sem á að taka í notkun í haust.
- Ætlun okkar er ekki síst að nota
þennan sal til að halda þar námskeið, en
við höfum haldið fimm til sjö námskeið á
ári undanfarin ár, og þessi starfsemi fer
vaxandi hjá okkur. Það færist líka í vöxt
að félagsmenn sæki kvöldnámskeið í öld-
ungadeild framhaldsskólans, en við
greiðum 80 prósent námskeiðsgjaldsins,
segir Kári Amór.
Ekki hefur verið góð aðstaða til nám-
skeiðahalda á Húsavík til þessa. Verka-
lýðsfélagið hefur haldið námskeið sín í
félagsheimilinu og þessi starfsemi hefur
verið hálf hornreka, að sögn Kára. En nú
verður breyting á.
Námskeiðahald Verkalýðsfélags
Húsavíkur á að hefjast með námskeiðum
í ræðumennsku og fundasköpum, og fyr-
irhuguð eru námskeið fyrir stjórnir og
trúnaðarráð félaganna.
júlí var lokað vegna sumarleyfa og verk-
efni eru óráðin þegar því lýkur. Hrun Sov-
étríkjanna og Austur-Evrópu hafði líka sín
áhrif á Húsavík, því með þeim hrundi
mikilvægur markaður fyrir afurðir Niður-
suðuverksmiðjunnar þar, auk þess sem
verðlag hefur lækkað á Þýskalandsmark-
aði vegna aðgerða hvalfriðunarsinna. Nið-
ursuðuverksmiðjan varð gjaldþrota og nú
standa hús og búnaður ónotuð og ólíklegt
er að hún verði endurreist í bráð.
Nokkur þjónustufyrirtæki hafa orðið
gjaldþrota að undanförnu, þar á meðal
stærsta bílaverkstæðið og vélsmiðjan, en
upp úr þrotabúinu risu þrjú smærri fyrir-
tæki, blikksmiðja, vélsmiðja og bílaverk-
stæði. Sama er að segja um slippinn. Hann
fór á hausinn og úr rústum hans var stofn-
að nýtt fyrirtæki sem hefur hafið starf-
semi. Fiskeldisfyrirtækið í bænum fór
ennfremur á hausinn en var endurreist og
heitir nú Svarthamar. Þar var fyrst og
fremst seiðaeldi, en nýju eigendumir hafa
reynt fyrir sér með bleikjueldi.
- Það er því varnarbarátta á öllum svið-
um hér á Húsavík, segir Kári Amór, en
menn velta upp allskonar hugmyndum um
nýjar atvinnugreinar. Þar má nefna fram-
leiðslu á þilplötum úr vikri, myndbanda-
framleiðslu og hraðréttalínu í tengslum
við kjötvinnsluna. En vandamálið við
þessar hugmyndir er að þær verksmiðjur
sem keyptar yrðu til landsins eru svo af-
kastamiklar, að framleiðslan yrði meiri en
innanlandsmarkaður gæti tekið við. Þá
yrði að flytja þessar vörur út, en hér hafa
menn ekki sölukerfi sem þarf til að afla
nægilega mikilla markaða. Og að fara út í
markaðssetningu upp á eigin spýtur er ein-
faldlega of dýrt fyrir lítil fyrirtæki.
Hér vantar einfaldlega áhættufjármagn
og dugmikla „kapítalista” til að leggja fé í
nýjar framleiðslugreinar, þótt ég geti ef til
vill varla leyft mér að segja slíkt sem for-
maður verkalýðsfélagsins. En Samvinnu-
hreyfingin hefur verið sterk héma og
kaupfélagið hefur átt að gera allt en þegar
veldi þess minnkar kemur ekkert í staðinn,
segir Kári Arnór Kárason formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur.
VINNAN