Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Síða 16

Vinnan - 01.09.1992, Síða 16
16 Kristján Asgeirsson útger&armaður og fyrrum verkalý&sforingi: „Félagsleg eign á atvinnurekstri óhjákvæmileg Þótt félagslegar lausnir á atvinnumálum eigi ekki lengur upp á pallborðiö hjá ráðamönnum þjóðarinnar og margir haldi því fram að sósíalismi sé genginn sér til húðar eru þeir enn til sem telja að atvinna fólksins og afkoma byggðarlaganna séu mikilvægari en að hagnaður einstakra atvinnurekenda sé tryggður. Einn þeirra sem hugsa þannig er Kristján Ásgeirsson útgerðarmaður á Húsavík, en hann var jafnframt formaður verkalýðsfélagsins á ár- unum 1973 til 1977 og varaformaður í 18 ár, þar til í fyrravor, og hefur setið í bæjarstjórn og bæjarráði fyrir Al- þýðubandalagið í tvo áratugi. - Það hefur aldrei verið nokkur vandi fyr- ir mig að vera báðum megin við borðið, þvert á móti, það hefur gert mér léttara að sækja kröfur launafólks, segir Kristján í samtali við Vinnuna. Allt í kringum hringborðið Verkalýðsfélagið var einn af stofnend- um Fiskiðjusamlags Flúsavíkur og á enn stóran hlut í því. Félagið á einnig hlut í útgerðarfélögunum Höfða og Ishafi, þar sem Kristján er framkvæmdastjóri nú, en þessar útgerðir reka hvort sinn togarann og netagerð. Verkalýðsfélagið átti enn- fremur þátt í að koma upp saumastofu á Húsavík. Það var stundum sagt á Húsavík, að Kristján sæti við hringborð, sem hann gæti snúið að vild, eftir því hvort hann gegndi hlutverki verkalýðsforingjans, bæjarstjómarmannsins, stjórnarmanns í Fiskiðjusamlaginu eða útgerðarmannsins, meðan hann var í öllum þessunt störfum. Sjálfur lítur hann svo á að meðan haldið var rétt á málum og samið við atvinnurek- endur um laun heima fyrir hafi það frekar hjálpað til heldur en hitt að verkalýðsfé- lagið átti mann inni í stjóm fyrirtækja, sem gat fylgt málum eftir allt til enda. Og hann lítur svo á, að í bæjarstóm beri hon- um fyrst og fremst að tryggja hag bæjar- búa. - Það er náttúrlega best fyrir fyrirtækið að til þess sé séð að laun séu greidd mið- að við afkomu þess, frekar en halda kaup- inu niðri. Og þessi fyrirtæki sem ég hef stýrt, ásamt Fiskiðjusamlaginu og Kaup- félaginu, eru ekkert annað en fólkið sjálft. Menn verða að gera sér grein fyrir því til hvers við erum að reka þetta. Viljum við skapa fólki örugga atvinnu og framfærslu með minni hagnaði fyrir reksturinn sjálf- an í stað þess að hámarka tekjur útgerðar- innar með því að selja fisk beint á erlend- an markað eða markað innanlands? Út- gerðin hefur þá óneitanlega minna fyrir sig, en þetta er allt gert til að tryggja eins og hægt er atvinnu hér. Hinsvegar verður að gæta þess að fyrirtækin hafi möguleika til að reka sig, eða þá að peningarnir verða að koma einhversstaðar frá, segir Kristján. Hugsunarháttur sem þessi er Kristjáni í blóð borinn, því hann er hvorttveggja kominn af sjálfstæðum atvinnurekendum á Húsavík og frumkvöðlum í verkalýðs- baráttunni. En það er einmitt eitt af ein- kennum á sögu þessa bæjar, að langt fram eftir öldinni var lítið um launavinnu þar, og algengt að menn væru útvegsbændur; hefðu einhvem smá bústofn á landi og sameinuðust fjórir eða fimm um báta, sem var róið frá Húsavík frá því í mars og fram á haust. Eini atvinnurekandinn á staðnum, og þar með eini viðsemjandi launamanna, var kaupfélagið, og þar áður kaupmenn- imir, sem veittu ekki mörgum fasta at- vinnu. Jafnvel á stríðsárunum voru engar framkvæmdir á Húsavík á vegum hersins, þótt þar væri eitthvert setulið um hríð, raunar aðeins fáeinir hermenn. Menn hafa því orðið að skapa sér vinnuna sjálfir að mestu alla tíð og hlaupa í þá árstíða- bundnu vinnu í landi sem gafst, sem var fyrst og fremst slátrun og vinna í frysti- húsi kaupfélagsins fram eftir hausti, og al- gengt var að menn sæktu vertíðir suður með sjó. Fæddir inn í verkalýðs h reyfingu n a Þetta fór ekki að breytast fyrr en eftir að hafnarframkvæmdir hófust á Húsavík, árið 1934. Tíu árum síðar var hafist handa við svokallaðan Norðurgarð og árið 1947 var Fiskiðjusamlagið stofnað; það hóf starfsemi árið 1952. Þá fyrst fóm að verða verulegar breytingar hjá launafólki á Húsavík. Útgerð jókst og menn fóru að gera út allt árið. Enda þótt lítið væri um launavinnu á Húsavík allan fyrrihluta aldarinnar var snemma stofnað verkalýðsfélag þar. Verkamannafélag Húsavíkur var stofnað árið 1911, og fyrsti formaðurinn var Benedikt Bjömsson skólastjóri. Verkakvennafélagið Von var síðan stofnað árið 1918 og fyrsti formaður þess var Þuríður Björnsdóttir, amma Kristjáns og langamma Kára Amórs, núverandi for- manns Verkalýðsfélagsins. Seinna var faðir Kristjáns formaður verkamannafé- lagsins í tíu ár, Amór föðurbróðir hans og afi Kára í önnur níu og Þorgerður móður- systir Kristjáns var formaður verka- kvennafélagsins í 18 eða 20 ár. -Þannig að ég ólst upp við verkalýðsmál frá blautu barnsbeini, hef alltaf verið innanum þetta, segir Kristján, sem átti sjálfur sæti í stjóm verkalýðsfélagsins í rúman aldarfjórðung, varð varaformaður árið 1973 og formaður árið eftir. - Hér hefur alla tíð verið mikið af rót- tæklingum og árið 1938, þegar Sósíalista- flokkurinn varð til, fjölgaði þeim mjög mikið. Þessir róttæklingar, sem flestir voru sínir eigin húsbændur, börðust fyrir því að gera Húsavík að því sem bærinn er nú, segir Kristján. Það voru því menn sem sjálfir stund- uðu félagsrekstur sem tóku mestan þátt í uppbyggingunni. Þeir stofnuðu Pöntunar- félag verkamanna fyrir 1930, til höfuðs kaupfélaginu, en það lognaðist útaf upp úr 1960. Eðlilegt framhald af félagsrekstri um smábátaúgerð var stofnun Fiskiðju- samlagsins árið 1947 og útgerðarfélagsins Höfða árið 1976, en það keypti fyrsta tog- ara Húsvíkinga, Júlíus Hafsteen. Bátaútgerð frá Húsavík hefur dregist töluvert saman undanfarin ár, fyrst og fremst vegna þess að hefðbundin fiskimið Húsvíkinga hafa ekki gefið eins mikið af sér undanfarin sjö til átta ár og oftast áður. Húsavík hefur ekki heldur farið var- hluta af þjóðfélagsbreytingum undanfar- inna ára og atvinnuskipting hefur riðlast þar eins og víða annarsstaðar á þann veg að um 55 af hundraði vinnufærra manna starfa nú við þjónustugreinar en 45 við VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.