Vinnan - 01.09.1992, Page 19
19
Kristinn Lárussonformaður Verkalýðsfélags Þórshafnar: „Talsvert hefur verið um að aðkomufólk leiti eftir vinnu á Þórshöfn, og á síðastliðnu
ári fjölgaði íbúum Þórshafnar um fimm prósent
Þórshöfn ó Langanesi:
Þar er hvorki
bölmóður né svartsýni
Líklega kgma fleirum í hug Færeyjar en Langanes þegar minnst er á Þórshöfn. Það kæmi ekki heldur á óvart
þótt fleiri íslendingar ættu auðveldara með að rata til höfuðstaðar Færeyja en íslenska sjávarþorpsins Þórshafn-
ar á Langanesi.
Reynsla Kristins Lárussonar formanns
verkalýðsfélagsins í bænum styður þessa
tilgátu. Hann segist vera löngu hættur að
reyna að útskýra fyrir fólki hvar á land-
inu Þórshöfn sé, en segir í staðinn: „Far-
ið til Húsavíkur og akið þaðan 220 kíló-
metra eftir þjóðveginum“. Sú leið liggur
fyrir Tjömes og Melrakkasléttu, um
Raufarhöfn og þaðan 64 kílómetra leið
fyrir Þistilfjörð og út á Langanes norðan-
vert.
Þórshöfn kemur á óvart. Þar er ekki að
heyra á fólki bölmóð né svartsýni. Enda
er oftast næg vinna í bænum og Kristinn
segir að á tímabilinu fyrsta mars til 12.
júní hafi skráðir atvinnuleysisdagar að-
eins verið 97, sem jafngildi því að rúm-
lega ein manneskja hafi verið án atvinnu
allanjrann tíma.
- í allt vor var rífandi vinna á Þórs-
höfn, unnið tíu tíma á dag, frá klukkan
sex á morgnana, og alla laugardaga.
Enda hefur verið talsvert um það síðustu
mánuðina að aðkomufólk leiti eftir
vinnu, og á síðastliðnu ári fjölgaði íbúum
hér um heil fimm prósent, úr 399 í 419,
eða sem svarar fjórum til fimm fjölskyld-
um, segir hann.
Erfitt hefur verið að útvega öllum hús-
næði í bænum, en fljótlega verður bætt
úr því með tveimur parhúsum sem Tré-
smiðjan Brú og Trésmiðja Kaupfélags
Langnesinga eru að reisa fyrir peninga úr
félagslega kerfinu og frá Þórshafnar-
hreppi og verða annað hvort seld eða
leigð.
Það var þörf fyrir hverja vinnandi
hönd á Þórshöfn fram eftir sumri. Allt
niður í 13 ára gömul börn fá vinnu í
frystihúsinu og 26 krakkar niður í 12 ára
aldur vinna við fegrun og snyrtingu bæj-
arins. Þegar Vinnan var á Þórshöfn, um
mitt sumar, voru enn fleiri verkefni
framundan á vegum sveitarfélagsins því
Reinhard Reynisson sveitarstjóri var þá
að leggja síðustu hönd á tillögur að nýju
skipulagi í hjarta bæjarins. Þar er gert ráð
fyrir að götur verði afmarkaðar betur en
nú er, lagðar gangstéttir og komið upp
bílastæðum og graseyjum. Þegar var haf-
ist handa við þær framkvæmdir og um
miðjan ágúst voru þær vel á veg komnar.
Þegar halla tók sumri fór þó heldur að
síga á ógæfuhliðina og atvinnulífið
versnaði heldur. Lausráðið fólk hjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar hafði ekki
lengur fasta vinnu, en aftur á móti lifnaði
heldur yfir loðnuverksmiðjunni, þar
hafði verið tekið á móti hátt í 6000 tonn-
um af loðnu um miðjan ágúst.
VINNAN