Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 22
22
Þórshöfn
Tréhellur frá
Skálanesi
Tréhellur úr rekaviði af
Langanesi. Þetta var hug-
mynd sem Sigtryggur Sig-
tryggsson trésmíðameist-
ari hjá trésmíðaverkstæði
Kaupfélagsins á Þórshöfn
langaði til að athuga hvort
vit væri í.
- Við fórum með vörubíl út
í Skálanes og hirtum búta sem
ekki nýtast í annað og fluttum
þá hingað. ítlunin er að fólk
hendi þessum tréhellum ein-
faldlega niður í grassvörðinn
eða geri úr þeim þrep, og þær
ættu að endast í ein tuttugu ár,
án þess að þær séu einu sinni
fúavarðar, segir Sigtryggur
þegar við hittum hann fyrir
utan trésmiðjuna þar sem
fyrstu hellurnar liggja í stórum
stöflum.
I vetur sagaði hann bútana í
tilraunaskyni í 10 til 15 sentí-
metra þykkar skífur og til
verksins var notuð gríðarmikil
bandsög. Sögin sú er hluti af
sögunarmyllu sem Kaupfélag-
ið keypti frá Danmörku og er
nú á Sauðanesi þar sem bænd-
ur nota hana til að saga rekavið
niður í staura og planka.
- Það gekk ágætlega í sjálfu
sér að saga þetta, en sagarblað-
ið er þó heldur mjótt fyrir
þessa sveru drumba. Það ætti
þó varla að vera mikill vandi
að fá breiðara blað í sögina,
segir Sigtryggur Sigtryggsson.
Lítið hefur selst af þessum
rekaviðarhellum enn sem kom-
ið er, enda lítil vinna verið
lögð í „markaðssetningu“. En
hafi einhver áhuga á að fá tré-
stíg í garðinn sinn eða við
sumarbústaðinn skal það upp-
lýst hér að Sigtryggur hyggst
selja hverja hellu á 100 krónur
og telur að fermetrinn kosti
átta til níuhundruð krónur, eftir
því hvað þær eru stórar og
hvemig þær raðast saman.
Þeir koma
aftur, þorskurinn
og Joensen
Hann tók þaö rólega um
borö í trillunni sinni, Vota-
nesi, hann Sveinbjörn
Joensen, þegar við rölt-
um niður á bryggju á
Þórshöfn dag einn í byrj-
un júlí. Fiskirí hafði verið
tregt undanfarið, hann
hafði verið að fá þetta
300 kíló í róðri síðustu
vikurnar og sótt út fyrir
Langanes.
- En það var gott í vor. Þá
fékkst nóg af þorski og ufsa,
boltafiski, fast við land. Svo
virðist hann hafa fært sig fjær
og dreift sér þegar fór að líða
á sumarið. En hann kemur
aftur - nema hann sé kannski
farinn alveg! segir hann og
verður kímileitur, eins og
hann hafi nú ekki trú á að
slíkt og þvílíkt gerist.
Sjálfur kemur Sveinbjöm
aftur á hverju sumri. Hann er
fæddur og uppalinn á Þórs-
höfn en vinnur í Keflavík á
vetrum. Á hverju vori kemur
hann norður, hrindir Vota-
nesinu á flot og fer á hand-
færi. En hann er ekki aðeins
Þórshafnarbúi. Eins og nafn-
ið gefur til kynna er hann
líka af færeyskum ættum.
Það er því ekki undarlegt að
hann skuli halda tryggð við
sjóinn, það hlýtur að vera
mikið salt í blóði manns sem
getur státað af slíkum upp-
runa.
Þennan júlídag tók hann
lífinu með ró, var að skipta
um dýptarmæli í bátnum
þegar okkur bar að, og beið
eftir að færi að fiskast aftur.
Hann er með 20 tonna kvóta
á Votanesinu og átti eftir að
fiska upp í um helming hans.
Og Sveinbjöm Joensen
virðist vera viss um að þorsk-
urinn komi aftur þrátt fyrir
allar hrakspár, og hann fari
að mokfiska á Votanesið aft-
ur, með nýjan dýptarmæli um
borð.
VINNAN