Vinnan - 01.09.1992, Síða 26
26
Raubinúpur / slipp
Nú stendur fyrir dyrum að senda
togarann Rauðanúp í slipp, því skipta
þarf um vél og gera sitthvað fleira við
hann. Búist er við stoppi í hálfan annan
mánuð í haust af þessum sökum.
- Við eigum 1200 tonna sfldarkvóta
en engan sfldarbát, en í athugun er að
reyna að nýta þennan kvóta, hugsanlega
í samvinnu við sfldarverksmiðju SR hér
á staðnum og hefja síldarfrystingu, og
vinna jafnframt fisk af bátunum hér á
staðnum. Einnig hefur verið rætt um að
loka frystihúsinu um áramót og fá síðan
einhverja til að veiða upp í kvóta okkar
þegar líða tekur á kvótaárið.
- En hvemig blasir framtíðin við í
ljósi fyrirsjáanlegrar kvótaskerðingar? -
Skerðing kemur sér auðvitað illa, en þótt
hún verði 40 prósent höfum við kvóta
sem nægir fyrir togarann. Við megum
veiða ríflega 2000 þorskígildistonn, þar
af um 1600 tonn af þorski, en um 2200
tonn í heildina.
Skerðingin yrði 20 prósent og þorsk-
kvótinn færi því niður í þúsund tonn.
Auk þess er ætlunin að veiða ýmsar aðr-
ar tegundir, meðal annars grálúðu og
karfa. Raufarhöfn má muna fífil sinn
fegri. A sfldarárunum var saltað á tólf
plönum þegar mest var, en svo hvarf
sfldin. Loðnuverksmiðja var reist árið
1984, og það var mikið brætt, allt fram
til ársins 1990. í fyrra kom sáralítil loðna
til Raufarhafnar, hún fór einfaldlega hjá
garði eins og menn muna og veiddist
ekki fyrr en hún var komin út af suðaust-
urlandi. Á Raufarhöfn er enginn loðnu-
bátur og þeir eiga engan loðnukvóta,
þannig að það haust var ekki brætt nema
fáeina daga. Heimamenn kenna því um
að bræðslunni sé stjómað frá Siglufirði
og segja að þess vegna hafi þeir enga
möguleika á að bjóða í loðnufarma að
eigin frumkvæði til að halda uppi at-
vinnu. Undafarið hefur því ekki annað
hráefni borist í verksmiðjuna en bein
sem flutt hafa verið frá Vopnafirði og
Þórshöfn og ekki dugað henni nema einn
dag í viku.
Ef sjórinn bregst er því fátt til bjargar.
Fyrir utan útgerð og fiskverkun er er
ekkert annað á Raufarhöfn annað en
verslun, bankaútibú og hótel, sem hrepp-
urinn á en er nú leigt út. Ef ekki fer að
rofa til í fiskinum er því hætt við að
ýmsir þeirra rúmlega 300 íbúa Raufar-
hafnar fari að tygja sig til brottferðar.
Reyndar er þegar farið að bera á því að
fólk hugsi sér til hreyfings, en vanda-
málið er hið sama og annarsstaðar á
landsbyggðinni: Fyrir einbýlishús sem er
metið á um tíu milljónir króna fást varla
nema fjórar til fimm - ef kaupandi finnst
á annað borð, sem getur bmgðið til
beggja vona.
Haraldur í Kvistási brást við samdrætti í bílaviðgerðum á sinn eigin hátt.
Samdrátturinn hjá Haraldi í Kvistási:
Betri vegir færri
biladir bílar
Samdrátturinn í þjóöfélaginu hefur
ýmsar hliðar. Eina þeirra sér Har-
aldur Þórarinsson í Kelduhverfi í
Norður-Þingeyjarsýslu á bílaverk-
stæðinu sínu.
Fyrir svosem aldarfjórðungi var stöð-
ugur straumur ferðamanna um Kinnina,
og flesta daga var örtröð á verkstæðinu
hjá Haraldi, sem stendur fast við þjóð-
veginn. -Þá var algengt að hér biðu fimm
til sjö bflar eftir viðgerðum, en núorðið
kemur varla nokkur maður við hjá mér,
allir brana framhjá. Það kom fyrir að ég
gerði við 39 dekk á einum degi, og not-
aði ekki önnur verkfæri en felgujárn og
sleggju. Nú á ég þessa fínu vél til þess-
ara nota, en hún stendur mest ónotuð, og
það kemur varla fyrir að ég selji dekk,
segir Haraldur í samtali við Vinnuna.
Það sem fyrst og fremst hrjáði bfla
ferðamanna á velmektarárum þessa bíla-
verkstæðis í Köldukinn voru bilaðir
hljóðkútar, brotin fjaðrablöð, sprungin
dekk og lekir bensíntankar. Þá voru
þjóðvegir landsins lrka, eins og þeir
muna sem nú eru komnir til vits og ára,
djúp hjólför og háir hryggir, og bflamir
oft þungt hlaðnir. Eða eins og Haraldur
sér þetta: -Áður en fólk lagði af stað í
ferðalög var fyrst að ákveða hverjir
hinna fullorðnu kæmust með, síðan hve
margir vildu sitja undir bömum, en að
lokum var farangri troðið í skottið, en
síðan á toppgrind, þegar farangursrýmið
þraut. Þá vora bflamir orðnir tví- eða
þrílestaðir og hryggimir og grjótið sáu
um afganginn. Nú eru flestir vegir orðnir
fínir og sléttir, og það kemur varla fyrir
að maður sjái fleiri en tvo fullorðna í bfl.
En hvemig bregst Haraldur í Kvistási
við samdrættinum? Flestir landsmenn
vita að hann er einn af ötulustu fréttarit-
uram rfldsútvarpsins í hinum dreifðu
byggðum landsins og lætur fátt frétt-
næmt framhjá sér fara. Á verkstæðinu
lagfærir hann stundum vélar Kára bróður
síns, bónda á Kvistási, en vegfarendur
þjóta flestir hjá garði á vélfákum sínum.
En úti í horni verkstæðisins stendur
mikill rennibekkur, og þar unir Haraldur
sér langar stundir. I honum rennir hann
svonefnda “krumphringi”, sem hann sel-
ur versluninni Fálkanum í Reykjavflc, en
finnst hann að vísu fá lítið fyrir.
I rennibekknum og með logsuðutækj-
um býr hann líka til stórar og miklar
lamir, sem era helst ætlaðar fyrir stórar
hliðgrindur. Þær era búnar hans eigin
uppfinningu sem á að gera þær betri en
aðrar lamir. Samt sem áður gengur illa
að koma þeim út. Haraldur hefur gert til-
raun til að koma þeim á markað á Akur-
eyri, en fékk þvert nei án þess að við-
komandi liti á þær, sagði einungis að
svona handsmíðaðar lamir væra of dýr-
ar.
-En ég athugaði hvað svipaðar lamir
kostuðu hjá honum og það kom í ljós að
verðið sem ég hafði hugsað mér á mín-
um lömum var lægra, segir Haraldur.
Niðurskurðurinn hjá Haraldi í
Kvistási er því staðreynd. En hann getur
ekki kennt þorskinum um, heldur bættu
vegakerfi.
VINNAN