Vinnan - 01.09.1992, Síða 31
Það liggur nú fyrir að danska þjóðin
hefur hafnað þessari dýpkun bandalags-
ins og með því undirstrikað þann lýð-
ræðislega halla sem er á bandalaginu.
Stærstu stjómmálaflokkar í Danmörku,
stærstu verkalýðssamtök og öll samtök
atvinnurekenda hvöttu fólk til þess að
segja já í kosningunum, en svarið varð
engu að síður nei. Þótt ráðamenn banda-
lagsins séu enn nokkuð harðir á því að
niðurstaðan í Danmörku sé sérstök verð-
ur að líta til þess að þeir vilja auðvitað
ekki gefa öðrum þjóðum undir fótinn
með að hægt sé að fella samkomulagið.
Það verður því að teljast mjög líklegt að
niðurstaða Dana hafi mun meiri áhrif
hvað þetta varðar en menn vilja vera
láta. Engin trygging er til fyrir því að á-
líka staða geti ekki komið upp í hinum
aðildarríkjunum og því eru menn eflaust
famir að íhuga hvemig bregðast eigi við
þessum aðstæðum.
Hvort þessar aðstæður verða til þess
að hægja á dýpkun bandalagsins er erfitt
að segja til um, en líklegt er að ráða-
menn íhugi vandlega hvort þeir séu á
réttri leið og hvort ekki sé nauðsynlegt
að bæta upplýsingar til kjósenda um
innra starf bandalagsins og ákvarðana-
töku þar. Þá má einnig benda á að EB-
þingið hefur barist mjög mikið fyrir
meiri völdum og vera kann að andsvar
ráðamanna við núverandi aðstæðum
verði að auka völd þingsins á einhvem
hátt.
Lenda Danir í vandræðum? Hafa
Danir því einungis kallað yfir sig vanda-
mál með úrslitum þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar? Ut á við gagnvart EB kann svo
að vera að einhverju leyti. En inn á við
hefur verið sýnt fram á að málin eru ekki
í lagi. Þjóðin er greinilega mjög ósam-
mála bæði stjórnmálamönnum og full-
trúum launafólks, sem auðvitað getur
verið vandamál út af fyrir sig. En Danir
hafa þó sýnt fram á að grunur margra um
langt bil á milli forráðamanna EB og
fólksins er fyrir hendi. Mín skoðun er sú
að EB geti ekki hunsað sjónarmið
dönsku þjóðarinnar þegar til lengdar læt-
ur, a.m.k. á meðan ekki hefur verið sýnt
fram á að hún hugsi öðmvísi en aðrar
þjóðir innan EB. Einungis hefur verið
sýnt fram á að írar hugsi öðruvísi, en þá
em 10 EB-þjóðir eftir.
Fulltrúar þeirra samtaka sem hvöttu
Dani til þess að segja nei eru sannfærðir
um að danska neiið muni gagnast bæði
Dönum og EB. Einhverjar breytingar
verði gerðar á Maastricht-samkomulag-
inu síðar á árinu þannig að Danir geti
betur sætt sig við það. Neiið muni einnig
hafa áhrif á lýðræðisþróunina innan
bandalagsins þegar til lengri tíma er lit-
ið. Sé þetta rétt er varla hægt að segja að
Danir hafi kallað yfir sig mikil vand-
ræði.
VINNAN
Vinnuverndarár:
Vellíðan hins
vinnandi manns
■ Hreint ioft
■ Öryggi
■ Vellíöan
■ Vellíöan
Á þessi atriði er lögð megin áhersla
á yfirstandandi vinnuvemdarári í Efta-
ríkjum og rrkjum Evrópubandalagsins,
sem hófst í mars og lýkur í sama mán-
uði að ári. Hér á landi er skipulagning
vinnuvemdarárs í höndum Vinnueftir-
lits ríkisins.
Markmið vinnuvemdarársins er að
allsstaðar, í stómm og smáum fyrir-
tækjum, sé hugað að því að aðbúnaður
sé góður, komið sé í veg fyrir vinnu-
slys og atvinnusjúkdóma og stuðlað að
vellíðan hins vinnandi manns.
Áhersla verður lögð á, að á vinnu-
vemdarári verði innra starf fyrirtækja
eflt, og allsstaðar þar sem em tíu
starfsmenn eða fleiri verði skipaður ör-
yggisvörður og öryggistrúnaðarmaður,
en öryggisnefndir í fyrirtækjum þar
sem starfsmenn em 50 eða fleiri.
Flestum hættir til að hugsa sem svo,
að slys og sjúkdómar hendi ekki þá
sjálfa, heldur einhverja aðra. Það kann
þó að vekja einhverja til umhugsunar
að samkvæmt tímaritinu Vinnuvemd
em vinnuslys á körlum fleiri hér á
landi en í Danmörku, Svíþjóð og
Bandaríkjunum, en slys á konum aftur
á móti álíka algeng.
Skráning vinnuslysa á slysadeild
Borgarspítalans í Reykjavík og heilsu-
gæslustöðvum úti á landi sýna, að
hvorki fleiri né færri en 12.000 slík
slys verða á hverju ári, sem þýðir að
því sem næst tíundi hver vinnufær
maður leitar sér læknishjálpar árlega
vegna vinnuslysa, og samkvæmt skrán-
ingu Vinnueftirlitsins létust 18 manns í
vinnuslysum á áranum 1986-1990.
Álíka mikið er tilkynnt af atvinnu-
sjúkdómum hér og annarsstaðar á
Norðurlöndum, samkvæmt niðurstöð-
um athugunar sem birtar voru árið
1989. Langmest er tilkynnt hér á landi
um heymartap vegna hávaða, en minna
er tilkynnt af öðmm atvinnusjúkdóm-
um. Það kann að stafa af því að annars-
staðar á Norðurlöndum byggjast til-
kynningar um atvinnusjúkdóma á því
að almannatryggingar bæta þá sérstak-
lega. Það hvetur fólk til að fá slíka
sjúkdóma skilgreinda sem atvinnusjúk-
dóma, sem stuðlar að nákvæmari
skráningu. ítla má að bætti almanna-
tryggingakerfið hér á landi atvinnu-
sjúkdóma sérstaklega, og betur en aðra
kvilla, yrði þeim veitt meiri athygli,
sem leiddi aftur til áhrifaríkari for-
vamastarfa.
Ekki hafa farið fram rannsóknir á
kostnaði vegna vinnuslysa og atvinnu-
sjúkdóma hér á landi, en athugun Al-
þjóðavinnumálaskrifstofunnar í Genf á
þessum kostnaði í nokkmm iðnríkjum
sýnir að hann virðist vera á bilinu 1-3
prósent af vergri landsframleiðslu. Það
þýðir að kostnaðurinn hér á landi sé á
bilinu 3,8 til 11,3 milljarðar króna.
Menn hafa gert sér grein fyrir því að
vinna getur valdið heilsutjóni, en stutt
er síðan farið var að leggja áherslu á
mikilvægi andlegrar líðanar fólks í
vinnu.
Það hefur verið gert í vaxandi mæli
á síðasta áratug, og vafalaust verður
enn meira um slfkt hugsað en hingað
til. Með vinnuvemdarári 1992 til 1993
er ætlunin að hrista svolítið upp í fólki,
og vekja það til hugsunar um eigin hag
og velferð.
(Rammi eða rasti) Styrkir til vinnu-
vemdar Styrkir til átaks í vinnuvemd-
armálum eru veittir tvisvar á vinnu-
vemdarári. Fyrri umsóknarfrestur rann
út fyrsta maí síðastliðinn, og bámst
Vinnueftirlitinu 13 umsóknir. Sex
styrkir vom veittir, samtals að upphæð
1,1 milljón króna.
Hæsta styrkinn, 400 þúsund krónur,
hlutu nemendur í Fjölmiðladeild Há-
skólans, til að gera myndband um
vinnuvemdarmál. Samband bygginga-
manna fékk 200 þúsund krónur til út-
gáfu- og kynningarstarfsemi um vinnu-
vemd og Slysavamafélag Islands fékk
jafnmikið til að stuðla að því að örygg-
ishlífar verði settar á vinnuvélar í land-
búnaði.
Hjúkrunarfélag íslands fékk 100
þúsund krónur vegna ráðstefnu um
vinnuvemdarmál á heilbrigðisstofnun-
um og annað eins fékk áhugahópur
sjúkraþjálfara til að standa fyrir ráð-
stefnu um vinnuvemd. Loks runnu 50
þúsund krónur til Landsnefndar um al-
næmisvamir vegna kynningarátaks um
umgengni við alnæmissjúklinga á
vinnustöðum og Læknafélags íslands
vegna fræðslu- og kynningarfundar.