Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 33

Vinnan - 01.09.1992, Blaðsíða 33
33 Er brestur í skólastarfinu? Af fjögur þúsund nemendum sem fara úr grunnskólanum á ári hverju hafa eitt þúsund lélega kunnáttu í lestri, skrift og stærðfræði. Af framhaldsskólanemum hættir um helmingur nemenda áður en námi lýkur. Vitanlega eru ástæður þessa margslungnar og verða ekki allar skýrðar sem brotalöm í skóla- starfi. Skólakerfi í einangrun Skóla- kerfið má ekki vera einangrað fyr- irbæri í samfélaginu. Ásamt skyldu sinni að þroska einstak- lingana og láta þá sitja í fyrirrúmi í starfi sínu ber skólakerfinu ótvírætt að fylgja eftir samfélagsgerðinni í starfi sínu. Skólakerfið mótar umhverfið en um- hverfið á líka að móta skólana. Ef allt er í lagi á að ríkja jafnvægi þama á milli. Að leysa verkefni sín Skólinn er vinnustaður. Þar ber starfsmönnum, kennurum og nemendum, að ganga að störfum sínum, taka til hendinni og leysa verkefni sín alveg eins og þykir góður siður á öðrum vinnustöðum. Skólanum ber að þjálfa nemendur sína til að takast á við veruleikann utan skólastofunnar. í atvinnulífinu spjarar sig enginn nema fari saman þekking og verk- Eftir Snorra S. Konráðsson forstööu- mann MFA hæfni. Alltof margir nemendur, sem hafa dvalið í 10 til 14 ár í skólum, verða þess illilega varir að þá skortir verkhæfni og þekkingu þegar þeir ráða sig í vinnu. Þetta er dæmi um að skólinn hefur ein- angrast frá umhverfi sínu. Skólinn verður að þjálfa nemendur jafnt til verklegrar hæfni sem til þekking- ar á bókina. Leikni er lykillinn að skiln- ingi á fræðilegum þáttum námsins. Því er mótmælt að stúdentspróf geti verið jafn mikilvægt markmið og verið hefur. Þau tilfelli eru hverfandi að stúdentspróf sé aðgöngumiði að starfi. Nýstúdentinn getur því miður ekki veifað skírteini um starfsþjálfun eftir 14 ár í skóla. Prófið hans er blekking vegna þess að forsendur námsins voru rangar. Þetta á ekki að líðast. Allt nám í skóla verður að koma að gagni í starfi hvort sem því lýkur með prófi eða hætt er á miðri leið. Tengsl við atvinnuvegina For- ystumenn Háskóla Islands hafa í ræðu og riti haldið því fram að háskólanám og at- vinnuvegir séu órjúfanlegir þættir. Til lít- ils væri fyrir HI að ala af sér vísinda- menn sem ekki væri not fyrir í atvinnu- vegunum. Til þess að Háskólinn geti rækt þetta hlutverk sitt hafa margir kenn- arar hans starfræn tengsl við vinnustaði utan hans. Grunnskólinn og framhalds Framh. á bls. 35 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.