Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Síða 38

Vinnan - 01.09.1992, Síða 38
38 Þórir Karl Jónasson forma&ur Samstöðu í Reykjavík: „Lögsækjum ríkiö ver&i EES-samningar áb lögum77 Þórir Karl Jónasson með hluta afþeim undirskriftalistum gegn EES-samningum, sem þeghar hafa borist til Samstöðu um óháð Island. Mynd: Róbert) - Ef samningar um evrópskt efna- hagssvæöi veröa staðfestir sem lög á Alþingi íslendinga veröur höföað mál gegn ríkinu. Geri samstaða þaö ekki verða þaö einhverjir ein- staklingar. Ákæruatriðin verða þá brot gegn íslensku stjórnarskránni. Þaö veröa engin vandræði með málatilbúnað því við erum með tvo hæstaréttarlögmenn í fram- kvæmdanefnd Samstöðu í Reykja- vík. Þetta segir Þórir Karl Jónasson fram- kvæmdastjóri deildar Samstöðu um óháð Island í Reykjavík. Hann veitir einnig forstöðu skrifstofu samtakanna, sem Reykjavíkurdeildin og landssamtök Samstöðu reka á Laugavegi 3. Þórir Karl segist einnig eiga von á að á Alþýðusambandsþingi í haust verði borin fram tillaga um að ASI snúist gegn EES-samningum. Til þessa hefur slík til- laga ekki náð fram að ganga í miðstjóm ASI, þar hefur eingöngu verið samþykkt að krafist skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Skrifstofa Samstöðu um óháð Island var opnuð í seinnihluta júlímánaðar og þegar í stað var hafist handa um söfnun undirskrifta gegn EES-samningunum. Hún gengur vel að sögn Þóris Karls. - Sex okkar hafa meðal annars verið á hverjum laugardegi í Kolaportinu og við höfum fengið allt upp í 700 undirskriftir á einum degi. Það hefur líka borist tals- vert af undirskriftalistum utan af landi, og ég held að andstaðan gegn EES- samningum sé veruleg þar, fólk sé hrætt við afleiðingar þeirra. Samstaða hefur undanfarið leitað eftir fjárframlögum hjá einstaklingum, fyrir- tækjum og verkalýðsfélögum með góð- um árangri. Þórir Karl segir að þessi framlög nægi til að reka skrifstofuna og standa undir útgáfukostnaði. - Leggja menn fram fé vegna baráttu ykkar gegn EES-samningunum almennt, eða baráttunnar fyrir því að þjóðarat- kvæðagreiðsla verði haldin? - Það er sitt á hvað, og margir vilja leggja báðum baráttumálunum lið, þar á meðal eru stór fyrirtæki. Innflytjendur á japönskum vörum hafa ennfremur haft samband við okkur, því þeir óttast um hag sinn þar sem fyrirsjáanlegt er að sett verða innflutningstakmörk á japanskar vörur gerumst við aðilar að EES, segir Þórir Karl. Samstaða óskaði á sínum tíma eftir fjárstyrk frá utanríkisráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við að gefa út upplýsingarit um EES-samningana og taka þátt í fundaherferð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í fyrra- haust, eins og kunnugt er, en var synjað. - Síðan höfum við sent tvö eða þrjú bréf og farið fram á styrk, en fengið nei. í nágrannalöndum okkar hafa systra- samtök Samstöðu fengið slíka styrki til að gefa út upplýsingar um EES, en þeir peningar sem samkvæmt því hefðu átt að renna til okkar hafa allir farið í áróðurs- herferð utanríkisráðuneytisins, segir Þór- ir Karl. Umræðan á Alþingi um aðild Islands að evrósku efnahagssvæði verður vænt- anlega stutt en snörp, þar sem niðurstaða ætti að fást fyrir lok sumarþings, í fyrri- hluta október. Lokaátakið í baráttu Sam- stöðu um óháð íslands ætti því að vera að sama skapi. Fyrirhugaðar eru funda- herferðir um allt land á næstu vikum, auk þess sem haldið verður áfram að safna undirskriftum þeirra sem eru andvígir svon nánum tengslum við Evrópubanda- lagið sem EES er, en vilja þess í stað gera tvíhliða viðskiptasamninga við Evr- ópulönd eins og önnur lönd sem hagstætt væri fyrir okkur að eiga viðskipti við. I framkvæmdastjóm Samstöðu um óháð Island em Kristín Einarsdóttir al- þingismaður, Jóhannes Snorrason fyrr- verandi flugstjóri, Harpa Njálsdóttir framkvæmdastjóri Búseta og Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt. í fram- kvæmdanefnd Samstöðu í Reykjavík eru Þórir Karl Jónasson, formaður, Jóhann Þórðarson og Tómas Gunnarsson hæsta- réttarlögmenn, Einar Valur Ingimundar- son umhverfisverkfræðingur, Bjami Ein- arsson aðstoðarforstjóri Byggðastofnun- ar, Jóhannes Sigursveinsson stjómar- maður í Dagsbrún, Haraldur Jóhannsson hagfræðingur og Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur. VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.