Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 2

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 2
L e i ð a r i Lausn sjómanna- deilunnar Langri kjaradeilu sjómanna og útgeröarmanna er loks lokiö. Samningar sjómanna höföu verið lausir í um 15 mánuöi þegar Alþingi batt enda á deiluna meö laga- setningu. Þar meö er miðlunartillaga ríkissáttasemjara, sem sjómenn höföu þegar samþykkt, oröin að lögum. Þeirri lagasetningu fylgdu þrenn lög sem taka eiga á kvótabraski og verðmyndun aflans. í sjálfu sér er efnis- leg niðurstaða málsins því ásættanleg. Hins vegar ber aö hafa í huga aö sú aðferð aö setja lög á kjaradeilur er alvarlega gagnrýniverö og getur aldrei talist ásætt- anleg. Þessi langa deila sem sjómenn áttu í snerist í raun ekki um launatölur, eins og forystumenn sjómanna hafa margoft bent á, heldur þátttöku þeirra í kvóta- kaupum útgeröa og einhliða ákvöröun útgeröanna á veröi aflans. Meginkrafa sjómanna var aö útgerðar- menn færu eftir gerðum samningum og lögum í þess- um efnum. Þetta eru atriði sem tekist hefur verið á um frá árinu 1994. Hingað til hafa útgeröarmenn ekki reynst tilbúnir aö fara þær leiðir sem eru færar, þrátt fyrir að dómar hafi fallið sjómönnum í vil. Hluti af lausn kjaradeilunnar aö þessu sinni fólst í því aö tillögur þrí- höfðanefndarinnar svokölluðu voru gerðar aö lögum. Þessi nýsamþykktu lög miöa aö því aö koma í veg fyrir aö sjómenn veröi látnir taka þátt í kvótabraski útgerð- anna og um leið er verið aö gera bragarbót í verö- myndunarmálunum. Þaö eru því horfur á aö þessi meginmál sjómanna komist loksins í höfn. Evrópustarfið skiiar árangri Evrópska verkalýðshreyfingin gegnir stööugt mikilvæg- ara hlutverki og því er spáö að áhrif hennar og ábyrgö muni aukast enn frekar. Verkalýöshreyfingin hefur kraf- ist félagslegri áherslna innan Evrópu og bent á að samstarf í efnahagsmálum geti ekki oröiö farsælt nema hugað sé aö hinni félagslegu vídd. Komiö var til móts við þessa kröfu meö undirritun Amsterdamsátt- málans á sl. ári en viö þaö voru félags- og atvinnumál- in færö inn í stofnsáttmála ESB. Atvinnumálin eru orðin nauösynlegur hluti af samvinnunni en ekki viöbætur og þaö gerir auknar kröfur til verkalýðshreyfingarinnar, jafnt á Evrópuvettvangi sem í einstökum ríkjum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Aukið vægi þessara málaflokka þýðir aö verkalýös- hreyfingin er aö styrkja stööu sína og tækifærum henn- ar til að hafa áhrif er að fjölga, eins og fram kom í ferö alþjóðanefndar ASÍ til Brussel. Sú ferö sýndi enn einu sinni að íslensk verkalýöshreyfing getur haft áhrif og tekiö þátt í aö móta framtíð Evrópu og þar með ís- lensks launafólks. Aö sama skapi getur hún um margt leitaö sér fyrirmynda og hugmynda í starfi systursam- takanna í Evrópu. Meginviðfangsefni Evrópusamtakanna eru þau sömu og okkar - Atvinnuleysi, Aöbúnaöur, Lífsgæði. Tekist er á viö ný verkefni: Breytingar eru aö veröa á vinnumarkaði, bæði í samsetningu vinnuaflsins og ráöningarfyrirkomulagi. Skapa þarf ný og eftirsóknar- verö störf og gefa fólki kost á menntun svo það geti staðið undir kröfum nútíma vinnumarkaöar. Huga þarf aö endurskipulagningu vinnunnar því fólk gerir vaxandi kröfur um aö geta samræmt atvinnuþátttöku og fjöl- skyldulíf. Alþjóöastarf skiptir samtök launafólks stöðugt meira máli. ASÍ hefur lagt sívaxandi áherslu á virka þátttöku í samstarfi evrópskra samtaka launafólks. Starfinu lýkur ekki á fundum erlendis heldur fylgir því eftirlit með því aö íslensk stjórnvöld uppfylli þær skuldbindingar sem þau hafa undirgengist með samningnum um Evrópska efnahagssvæöiö. Verið er að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafa tryggt aö farið sé aö reglum um öryggi og aðbúnað á vinnustööum, svo dæmi sé tekið, og eru meginreglur á sviöi vinnuverndar til athugunar. Einnig leikur vafi á að jafnréttismálunum hafi veriö sinnt sem skyldi og öllum kröfum um reglur á sviöi jafnréttismála, til aö mynda fæöingarorlof, fullnægt. í þessu felast sóknarfæri fyrir íslenskt launafólk. Útgefandi: Alþýöusamband íslands. Ritnefnd: Ari Skúlason, Halldór Grönvold, Snorri S. Konráösson. Ritstjóri: Brynhildur Þórarinsdóttir. Ljósm.: G. Róbert Ágústsson o.fl. Utlit: Sævar Guö- björnsson. Prófarkalestur: Ingimar Helgason. Afgreiösla: Grensásvegur 16a, 108 Reykja- vík. Sími: 581 30 44, fax: 568 00 93.Auglýsingar: Áslaug G. Niels- en og Guðmundur Jóhannesson, símar: 533 1850, fax: 533 1855. Umbrot: Blaöasmiöjan. Filmu- vinnsla og prentun: Prentsmiöjan Oddi. Farmaðup Verkalýðsfélags Raufarhafnar, Kristján Snædal, ásamt tveimur fálagsmönnum sínum þeim Angelu Ragnarsdóttur og Sigurveigu Björnsdóttur. Framtíðin rædd á Raufarhöfn Fundaherferð forseta Al- þýðusambandsins og ann- arra forystumanna þess hélt áfram í marsmánuði. Að þessu sinni var farið um Norð-Austur horn landsins, eða frá Húsavík til Vopna- fjarðar. Markmiðið var sem fyrr að hvetja fólk til að velta málunum fyrir sér og leggja í púkkið. Vinnan fylgdist með fundi forseta og fylgdarliðs á Raufarhöfn. Félagsmenn Verkaiýðsfélags Raufarhafnar létu kulda og skafrenning ekki aftra sér frá því að mæta í félagsheimili bæjarins til að taka þátt í umræðunum og jafnvel skammast svolítið. -Skipulagsmálin snúast í raun um öll mikilvægustu viðfangsefni okkar, hvernig við störfum þannig að árangur verði sem best tryggður. Umræðan skilar ekki ár- angri nema öll sjónarmið heyrist, sagði Grétar Þorsteinsson þegar hann hvatti fólk til að leggja í púkkið að lokinni framsögu sinni. Það stóð ekki á viðbrögðum. Einn fundarmanna bar kjör sín saman við kjör í Færeyjum og sagði tímakaup vera hærra þar. -Af hverju þurfum við að sætta okkur við 70 þúsund krónumar? sagði hann. Grétar minnti á að nær öll landssamböndin innan ASI hefðu látið gera samanburð á kjörum fólks á Islandi og í Danmörku fyrir síðustu samninga en kjör í Færeyjum væru svipuð og þar. Niðurstaðan hefði sýnt að við þyrftum 13. mánuðinn í árið til að ná kjörum þessara nágranna okkar. - Við stefndum sem næst þessum kaupmætti með síðustu samningum, sagði hann. Björn Grétar sveinsson, for- maður Verkamannasambandsins, sagði kaupmátt hafa verið að fær- ast í rétta átt hérlendis og minnti jafnframt á að breytingar hefðu verið gerðar á launastefnu í Dan- mörku fyrir allnokkrum árum. Gerð hefði verið langtímaáætlun sem gengið hefði eftir og hætt að keyra á tómar hækkanir, rétt eins og farið var að gera hér í þjóðar- sáttarsamningunum. Danir hefðu einnig gert byltingu í starfs- menntamálum sem einnig væri að fara í gang hér. Grétar benti síðan á að ekki væri nóg að gera samanburð á kjörum. Við þyrftum líka að skoða vinnulag og skipulag verkalýðhreyfingarinnar á nágrannalöndunum. - Það er til dæmis staðreynd að heildarsam- tökin hérlendis fá mun minni hluta félagsgjaldanna en í Skand- inavíu, sagði Grétar. - hvort sem um er að ræða landssamböndin eða alþýðusamböndin. Erum við að dreiía kröftunum oí víða? Formaður Verkalýðsfélagsins benti á að félagið væri aðili að Al- þýðusambandi Norðurlands, VMSÍ og ASÍ. Hann velti því fyrir sér hvort verkalýðshreyfing- in væri ekki að dreifa kröftunum of víða. - Þarf ekki að sameina þessa kraffa? Jafnvel líka að sam- eina einhver landssambönd? Þetta virkar fráhrindandi og þunglamalegt, sagði hann. Undir þetta tóku fleiri og meðal annars var minnst á að í sumurn tilfellum væri verið að samþykkja sömu ályktanimar á þingum allra þessara samtaka, það væri ekkert nema þingskjala- númerið sem breyttist. - Hvar á þá að byrja, var spurt. - A fyrst að leggja niður svæðasamböndin? verandi formaður félagsins. Grétar minnti á að þegar ASI var gert að sambandi landssam- banda á sjöunda áratugnum hafi fýlgt samþykktinni að leggja ætti svæðasamböndin niður þar sem þau tilheyrðu eldra skipulagi. Það skref hafi hins vegar aldrei verið stigið til fulls. Bjöm Grétar sagði að halda ætti svæða- samböndunum starfandi og halda þannig áfram að líta fram hjá þessa gömlu samþykktum Návígið getur verið oí mikið Forseta og fylgdarliði var bent á að fulltrúar hreyfingarinnar þyrftu að vera oftar á ferðinni. Návígið væri stundum of mikið í litlum samfélögum til að hægt væri að leysa vandamálin án ut- anaðkomandi afskipta. Þá væri mikilvægt að þeir sem væru sendir út á vinnustaðina til að funda kæmu á vinnutíma en bæðu fólk ekki að sitja „korteri lengur eftir kaffi“ eins og það var oiðað. Björn Grétar tók undir hug- myndimar um vinnustaðaheim- sóknir. Hann tók dæmi úr starfi sínu sem formaður verkalýðsfé- lagsins á Homafirði, að það sem skilaði mestu var að mæta á stað- inn og ræða málin þegar vanda- málin voru ekki til staðar. - Þá grynnkaði oft á bunkanum, sagði hann. Ef óskað er eftir því kemur maður á staðinn, upplýstu bæði Bjöm Grétar og Grétar. Það verð- ur þó alltaf fyrst að leita til stétt- arfélagsins. í framhaldi af því var því velt upp hvort félög ættu ekki að koma sér upp svæðistrúnaðar- mönnum. Fólk vill ekki stanfa En hver er meginvandi hreyfing- arinnar? Liggur hann kannski ekki í skipulagi samtaka launa- fólks? Sumir héldu ekki: - Vand- ræðin eru fólkið sjálft, það hrein- lega vill ekki starfa. Það er hrætt og samþykkir hvað sem er, var haldið fram. - Fólk er nær sér og samkenndin er ekki til lengur. Svona er þetta alls staðar. - Segir þetta ekki bara að við höfum ekki fylgt þróuninni? spurði Grétar á móti. - Það er sí- vaxandi einstaklingshyggja í samfélaginu öllu og unga fólkið lítur svo á að allt hafi sprottið af sjálfu sér. Því spyr ég hvort ekki sé þörf á að fara ítarlega í starfið. Það hefur lítið sem ekkert breyst í skipulagi og starfsháttum síðan Alþýðusambandið varð til fyrir 80 árum, ef frá er talin samþykktin á sjöunda áratugnum um að byggja á lands-samböndunum. En eru sömu aðstæður í þjóðfélag- inu og 1916? - Það hvarflar ekki að nokkmm manni að halda því fram. - Veldur vaxandi einstak- lingshyggja ekki því að verkefnin verða að breytast í takt við þetta, til dæmis þjónustan? Þurfum við ekki að fara til félagsmannanna? var þá spurt. - Sjáum bara fundarsókn, efnið skiptir engu máli, ekki einu sinni hvort afgreiða á kjarasamn- inga, hélt annar áfram. - Þetta með fundarsóknina er gamalt vandamál, benti Grétar á. Hann vildi hins vegar ekki meina að virkni félagsmannanna yrði alfarið mæld með fundasókn. -Trúnaðarráðin verða að vera virk, sagði hann. - Þar ná menn utan um viðhorfin. Félagsfundir eru ekki alltaf besti mælikvarðinn á virkni. Menntun tpúnaöar- manna skiptip meginmáli - Fræðsla og upplýsingar skipta meginmáli sem og menntun trún- aðarmanna, sagði einn fundar- manna. - Trúnaðarmaðurinn á að vera „harkan sex“. Það þarf hins vegar líka fólk á bak við hann. Aflið felst í fólkinu sjálfu, trúnað- armennirinir verða að hafa fólkið með sér. Bjöm Grétar minnti þá á að félagið ber ábyrgð á trúnaðar- manninum. Hann rifjaði upp hug- myndirnar um farandtrúnaðar- manninn og vakti máls á því að auðvelt væri að nýta starfskrafta hreyfingarinnar betur, til að mynda mætti fá nokkur stöðu- gildi sem sinnt gætu erindrekstri og „innrætingu" með því að sam- eina færslu bókhalds á höfuð- borgarsvæðinu á eina skrifstofu. - Okkur hefur ef til vill ekki tekist að koma sjónarmiðum okk- ar á framfæri, sagði Grétar þegar umræðan hafði snúist um innra fræðslu- og upplýsingar um stund. - Samfélagið sér sjaldan að við gerum eitthvað gott og við teljum kjarkinn úr okkur sjálfúm því það er fátítt að við sjáum eitthvað jákvætt. Ef við náum ekki 100% árangri erum við gagnslaus. Það gleymist oft að hlutimir gerast með málamiðlun- um. Samningar eru jafn- vægiskúnst. - Hvemig á maður að vera já- kvæður þegar maður sér að það em til nægir peningar í þjóðfélag- inu? spurði þá einn fundarmanna og var mikið niðri fyrir. Fyrirtæk- in hafa efni á að kaupa fyrirtæki í Þýskalandi en geta ekki borgað almennileg laun. Okkur er haldið niðri á þessum skítalaunum. Fólkið er steindautt og rífst við eldhúsborðið heima hjá sér og nennir svo ekki að gera neitt. - Við ættum kannski að taka upp frönsku aðferðina, var þá skotið inn í og minnt á herskáar aðgerðir þar í landi. Grétar vísaði þá í orð gamals andstæðings hreyfingarinnar sem sagði: - Eg og mínir skoðana- bræður þurfum ekki að hafa á- hyggjur af verkalýðshreyfing- unni, þið sjáið um það sjálf. - Það er einhuga verkalýðs- hreyfing sem skilar árangri, sagði Grétar. - Það sást meðal annars í lífeyrissjóðamálinu þar sem við náðum næstum því fullu húsi. Það sýnir mátt heildarsamtak- anna. 2 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.