Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 4
Bætum réttindi foreldra! Ráðstefna jafnréttis- og fjölskyldunefndar ASÍ, 25 apríl nk. Hvernig getur maður náð tökum á því kref jandi verkefni að tvinna saman atvinnulíf og fjöl- skyldulíf? Þetta er spurning sem mótar starf verkalýðs- hreyfingarinnar sífellt meira. Alls staðar f heiminum leita menn leiða til að skapa fjölskylduvænni vinnumarkað og jafna rétt karla og kvenna f vinnu sem og f fjölskyldumál- um. Alþýðusamband Islands leggur sitt af mörkunum með ráðstefnu þann 25. aprfl nk. Alþýðusambandið stendur fyrir ráðstefnu um fjölskylduvænan vinnumarkað þann 25. apríl nk. Ráð- stefnan verður haldin í Reykjavík og stendur frá klukkan 10:00-14:00. Nánari staðsetning verður auglýst síð- ar. Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan öllum opin. A ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um samræmingu atvinnuþátt- töku og fjölskyldulífs, réttarstöðu for- eldra í Evrópu með sérstöku tilliti til Norðurlandanna, réttarstöðu foreldra á íslenskum vinnumarkaði og hvemig fjölskyldupólitík virkar í framkvæmd í nokkrum íslenskum fyrirtækjum. Loks verður stefna ASÍ í jafnréttis- og fjölskyldumálum kynnt en sambandið leggur þar sérstaka áherslu á úrbætur í fæðingar- og foreldraorlofsmálum. Hvað er fjölskyldustefna? Á síðastliðnum árum hefur áherslan í starfi verkalýðshreyfingarinnar stöðugt verið að færast yfir á fjöl- skyldumálin. Hreyfingin hefur verið að benda á að það þarf að skapa bama- fjölskyldum betri skilyrði því það á að vera hægt að sameina gott starf góðu fjölskyldulífi. Vinnumarkaðurinn þarf að geta þróast og staðist kröfur fram- tíðarinnar og eigi svo að vera þarf að breyta umhverfi barnafjölskyldna. Eitt af því sem þrýstir á um að at- vinnulífið taki tillit til fjölskyldnanna er sú staðreynd að í langflestum tilfell- um vinna báðir foreldrar utan heimil- isins. Tölur sýna að 81,1% kvenna með bam á leikskólaaldri, eða 0-6 ára, eru útivinnandi en 93,3% þeirra kvenna sem eru með bam á grunn- skólaaldri vinna utan heimilisins. Tölumar breytast lítið þótt bömunum fjölgi því konur með fleiri en eitt bam í yngri hópnum vinna úti í 82,1% til- vika en 89,6% í eldri hópnum. Til þess að hægt sé að samræma þátttöku á vinnumarkaði og heimilis- líf þurfa lykilaðilar að móta sér fjöl- skyldustefnu. Það á jafnt við um verkalýðshreyfinguna, atvinnurekend- ur sem og stjórnvöld. Fjölskyldu- AÐ HUGA AÐ FRAMHALDS TÆKNISKOLI ISLANDS BYÐUR NAM í EFTIRTÖLDUM GREINUM: iA Atl jámi: flðfararnám í frumgreinadeild Fjögurraannanám ogsklptistí undirbúningsdeild og raungreinadeild. Taeknif ræði Sjö anna nám á háskóiastigi. •Byggingatæknifræði B.Sc. •Iðnaðartæknifræði B.Sc. •Rafmagnstæknifræði B.Sc. •Vél- og orkutæknifræði B.Sc. Iðnf ræði Þriggja anna nám að loknu iðnnámi og prófi úr undirbúningsdeild Tækniskólans. •Byggingaiðnifræði •Rafmagnsiðnfræði •Véliðnfræði Iðnrekstrarf ræði Fjögurra anna nám á háskólastigi. Utf lutningsmarkaðsf ræði B.SC. Tveggja anna nám að lokinni iðnrekstrarfræði. VÖrustjomun B.Sc. Tveggja anna nám að lokinni iðnrekstrarfræði. Meinatækni B.Sc. Sjö anna nám á háskólastigi. Röntgentækni B.SC. Sjö anna nám á háskólastigi. TfTKNISKÓLI ISLRNDS- Námsráðgjafi skólans og deildarstjórar einstakra deilda veita nánari upplýsingar í síma 577 1400 eða skrifstofa skólans að Höfðabakka 9. HflSKÓLI flTVINNULÍFSINS t tækniskóli Islands Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 577 1400, fax 577 1401 http://www.ti.is stefna snýst um ekki bara um lengra fæðingar- og foreldraorlof og meiri sveigjanleika hér og þar, heldur snýst hún í raun urn tækifæri fólks til að takast á við upplýsingasamfélagið án þess að missa mannleg gildi sín. Fjölskyldustefna og starlsmannastefna Með fjölskyldusteihu er átt við mögu- leika fólks til að sinna fjölskyldunni, sveigjanleika sem fyrirtæki bjóða barnafólki upp á, til dæmis vegna veikinda, uppákoma í skólanum svo sem foreldradaga og fleira. Erlendis hafa stjórnendur fyrirtækja í sam- vinnu við starfsmannafélög í auknum mæli verið að setja markvissa fjöl- skyldustefnu vitandi það að þegar starfsfólkið er ánægt eykst starfsþrek þess, afköst og gæði vinnunnar. Því er reynt að koma til móts við þarfir fólks og koma í veg fyrir að það þurfi að pukrast við að fjarstýra heimilinu ffá vinnustað. Konum og körlum hefur sums staðar verið gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið vegna fjöl- skylduábyrgðar eins og til dæmis um- önnunar bama eða sjúkra fjölskyldu- meðlima. Eins munu starfsmenn sums staðar eiga kost á hlutastörfum og sveigjanlegum vinnutíma eftir því sem kjarasamningar og aðstæður framast leyfa. Konum „refsað" fyrir að eiga böro? Jöfn staða kynjanna á vinnumarkaði snýr þannig í gmndvallaratriðum að möguleikanum til atvinnuþátttöku. Atvinnuleysi kvenna hefur verið nær tvöfalt meira en karla síðustu ár. Spurningarnar um „öruggu starfs- kraftana“ og hvort konum sé „refsað“ fyrir að eiga böm vakna ósjálfrátt. Á málfundi um atvinnuþátttöku kvenna sem haldinn var í Háskóla Is- lands í ársbyrjun benti ráðningarfull- trúi hjá Hagvangi á að konum sé í raun refsað fyrir að eiga lítil börn. Hann sagði algengt að atvinnurekend- ur litu fyrst í þann reit á umsókn kvenna en þegar um karl væri að ræða skipti það ekki máli hvort viðkomandi ætti börn. - Slfkt er hins vegar úr- slitaatriði gagnvart konum, sagði hann. - Konur eru „dæmdar“ sem mæður. Það er því Ijóst að eitt af lykilatrið- unum til að bæta möguleika kvenna á atvinnuþátttöku er að bæta möguleika karla til að sinna bömunum. Bætum réttanstöðu foreldra Verkalýðshreyfingin þarf að hafa skýra fjölskyldustefnu að leiðarljósi í starfi sínu. Stefna ASI varðandi úr- bætur í fæðingarorlofsmálum og gild- istöku tilskipunar ESB um foreldra- orlof verður kynnt á ráðstefnunni. I henni felst fyrst og fremst áhersla á aukin réttindi foreldra til samvista við böm sín, lenging fæðingarorlofs og bættur réttur feðra og staðfesting á rétti foreldra skv. Evróputilskipun um foreldraorlof. Síðast en ekki síst er bent á að jafna þurfi rétt fólks til greiðslna í fæðingarorlofi, hvort sem það er milli kynja eða milli starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum annars vegar og á almennum vinnumarkaði hins vegar. I stefnu ASÍ í jafnréttis- og fjöl- skyldumálum sem samþykkt var á 38. þingi sambandsins vorið 1996 segir meðal annars: „Alþýðusamband Islands skal vinna að því að tekið verði tillit til stöðu fjölskyldunnar í samfé- laginu. Tryggja verður sjálfstæðan rétt beggja foreldra tii fæðingarorlofs. Þá er einnig brýnt að réttur til fæðingar- 4 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.