Vinnan


Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 3

Vinnan - 01.04.1998, Blaðsíða 3
Bengþóra Ingóltsdóttir, fræöslufulltrúi MFfl, umkringd nemendum skólans. F ó 1 k i ð í f é 1 ö | u n Verkalýöshreyfing framtíðarinnar er tekín til starfa Verkalýðshreyfing framtíðar- innar er ósigrandi. Hún byggist á stórum, sterkum einingum, er miðstýrð með harðsnúna for- ystu en þð f góðum tengslum við félagsmennina. Starfsemin er virk og vei kynnt á hverjum vinnustað og trúnaðarmenn fá góða kennslu svo þeir geti „veitt“ fólk. Fámennustu vinnustaðina heimsækir far- andtrúnaðarmaður. Mennta- málin eru forgangsverkefni. Þessi verkalýðshreyfingin starfaði dag einn í mars í Félagsmála- skóla alþýðu á Selfossi. Það voru 15 nemendur á annarri önn skólans sem byggðu hreyfmguna upp, fundu henni verkefni og mótuðu stefnuna. Amar Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi ASI, kom hópnum af stað og velti upp nokkrum atriðum áður en tekið var til við að smíða þessa nýju hreyfingu. Arnar ræddi stöðu og framtíðarhorfur verkalýðshreyfmgar- innar og byrjaði á að fá hópinn til að velta því fyrir sér hvort verkalýðs- hreyfíngin yrði til í framtíðinni, hvort það væri sjálfgefið að hér starfaði verkalýðshreyfing og hvemig tryggja mætti að slík hreyfmg yrði áfram til. Nemendur voru sammála um að nauðsynlegt væri að tryggja að verka- lýðshreyfingin gæti áfram starfað af krafti. Til þess að svo rnætti verða þyrfti að huga að skipulagsbreyting- um og stefna í senn að sterkari stýr- ingu og bættri þjónustu við einstak- lingana. Breyttar aðstæður hreyfingarinnar En hefur hreyfmgin breyst? - Aðstæður verkalýðshreyfingarinnar hafa breyst, um það voru allir sam- mála. Spumingin væri fyrst og fremst hvort verkalýðshreyfmgin hefði náð að fylgja breytingunum eftir. Vinnuregl- ur hefðu skýrst, hefðin væri orðin sterkari og lagaramminn mótaðri. -Hafa verkefnin ef til vill breyst úr sókn í vöm? var þá spurt. Er hreyf- ingin orðin vörður um óbreytt ástand? Hluti af kerfinu? Stofnun? Svörin við þessu lágu ekki ljós fyrir. Orðalagið um stofnunina þótti hins vegar mjög fráhrindandi. En hvers konar breytingar hafa orðið? - Verkafólk er ekki lengur fjöld- inn í verksmiðjunni, ekki lengur bara karlmennimir. Félagsmennimir vinna fjölbreyttari störf og ímynd verka- mannsins er að breytast. Fólk sam- samar sig vinnustaðnum og stétt er ekki lengur ríkjandi hluti af sjálfs- mynd. Það em ekki lengur launin sem allt snýst um heldur skipta starfsá- nægjan og vinnuaðstæður sífellt meira máli og það að geta átt fjölskyldulíf samhliða starfi. Fyrirtækin eru ekki lengur stað- bundin. Eignarhaldið er dreift og ekki bara „kapítalistinn í plássinu" sem á frystihúsið. Óhefðbundin ráðningar- kjör verða sífellt algengari og það eru ekki srst konur og ungt fólk sem ekki fá hefðbundna vinnu. Verkefni hreyfingarinnar í heild hafa breyst, þjónustukröfur hafa auk- ist. Við vitum að ekki dugar að fá í einu vetfangi 25% fleiri krónur í budduna ef verðbólga veldur þvr að við fáum helmingi minna fyrir hverja krónu. Við værum sterkari saman Er hreyfingin að þróast með breyting- um í samfélagi og á vinnumarkaði? - Þetta var stóra spruningin. Svörin voru ekki alltaf jákvæð og ríkjandi skipulag fékk enga fyrirmyndar ein- kunn. - Við væmm sterkari saman, var fullyrt, - með valdaframsali félaganna sjálfra. - Dýrmæt þekking er víða til og alls konar upplýsingar sem ættu að fara víðar lokast inni ef fólk starfar ekki saman. - Peningalega séð sparar það mikið að samræma vinnuna. - Við gætum ekki hugsað okkur að skipta félaginu upp í marga litla hópa. Við sjáum að það gengi ekki. En hvað með heildarsamtökin? Em þau ekki einmitt þannig? Þau hafa ekkert formlegt vald í einu einasta máli. Er það eðlilegt? Eigum við að hafa helgi- dóma sem er guðlast að tala gegn? Fanandtrúnaðarmaðurinn Það þarf sem sagt stærri og sterkari einingar. En hvemig nálgumst við þá fólkið, sérstaklega unga fólkið? Svarið þótti blasa við. - Með þvr að hafa mann á vinnustaðn- um sem svarar fyrir félagið. Lausnin fyrir litlu vinnustaðina var hugmynd- in um farandtrúnaðarmann. Nemendur lögðu mikla áherslu á að fræða þessa fulltrúa hreyftngarinn- ar. Innra fræðslustarfrð var talið höfuð- atriði, tO að mynda nám á borð við Fé- lagsmálaskólann. Það þyrfti að auð- velda fólki að sækja slíkt nám. Óvenju margir iðnaðarmenn voru í nemendahópnum að þessu sinni og því vaknaði spumingin hvers vegna þeir væru duglegri en aðrir við að mæta. - Þetta virðist auðveldara hjá iðnað- armannafélögunum, sögðu þeir. -Þar em þröskuldamir lægri, fólk hefur á- kveðna menntun og auðveldara er að fá það til að sækja sér meiri menntun. - Menntunin getur verið til staðar þótt um félagsmenn í félögum „ófag- lærðra" sé að ræða, benti einn nem- andinn þá á og sagðist vera tækni- teiknari þótt hann væri núna r félagi innan Verkamannasambandsins. Hvað með.... Getum við treyst því að starfsgrund- velli verkalýðshreyfingarinnar verði ekki rústað? Er virkilega litið á verkalýðshreyf- inguna sem hefð sem sátt ríkir um að ráðast ekki gegn? Hvað með breyttar túlkanir hjá alþjóðlegum dómstólum í félagafrelsismálum? Við erum nú þegar búin að afnema skylduaðild hjá ASI, en hvemig getum við tryggt á- framhaldandi fjöldaaðild að samtök- unum launafólks? -Með verkalýðshreyfingu sem er sterkar saman hnýtt, sterkari á vinnu- stöðunum. Hreyfingu sem er eins konar fræðslustofnun þar sem allar dyr eru alltaf opnar og fólk getur stöðugt tekist á við ný viðfangsefni. Þar sem möguleikarnir eru öllum opnir. Það þarf þjónustu við félags- menn og stuðning, það þarf að bjóða upp á orlofshús, ódýrar tryggingar, íræðslu, aðstoð við samningagerð, huga að vinnustaðaþætti kjarasamninga og upplýsingamiðlun til félagsmanna. - Við sjáum í hendi okkar að við slík verkefni ráða ekki nema öflug- ustu félög, var þá bætt við. Maður á mann Einmitt við þessar aðstæður þarf verkalýðshreyfingin að láta í sér heyra og safna til sín hæfu fólki. Nemendur skólans vom ekki í vafa um að besta áróðurstæknin væri „maður á mann“, áróðurinn á vinnustöðunum. Slagur- inn gæti unnist eða tapast á hverjum einstökum vinnustað. Menntun trún- aðarmanna skipti því miklu máli. Þeir þyrftu að geta orðið erindrekar hreyf- ingarinnar. Evrópska verkalýðshreyfingin hef- ur mikið rætt um að stefnt sé í tvær áttir í senn, eins og fjallað var um í síðasta tölublaði Vinnunnar. Bæði að því að nálgast félagsmennina og efla heildarsamtökin. Nemendur skólans virtust á sama máli. -Verið er að takast á við stóm spumingamar, ann- ars vegar um stefnu samfélagsins og hins vegar þjónustu og tengsl við ein- staklingana, eins og bent var á. Starfið þyrfti í senn að færast inn á vinnustað- ina og valdið yfir á heildarsamtökin sem þyrftu gríðarlega öfluga forystu. Og niflurstaða nemenda Verkalýðshreyfing framtíðarinnar er öflug, miðstýrð með harðsnúna forystu en þó í góðum tengslum við félags- mennina. Starfsemin er virk og vel kynnt á hverjum vinnustað og trúnað- armenn fá góða kennslu svo þ'eir geti „veitt fólk“. Menntamálin eru for- gangsverkefni. Vald þessarar verkalýðshreyfingar liggur hjá heildarsamtökunum. Félög eru stór og sterk. Sameiningin þarf hins vegar að fara fram án yfirgangs. Það má ekki ráðast í sameiningu þannig að vaðið sé yfír menn. Það þarf að halda í góða menn og virkja þá, leyfa hinum að fara út með stæl. í framhaldi af umræðum um sam- einingu félaga og stækkun eining- anna var bent á að eitthvað yrði að vera að gerast í félögunum til þess að hægt væri að sameina þau. Það vildi enginn sameinast dauðu félagi. - Við megum ekki endalaust taka undir það að ekkert sé að gerast. Það er beinlínis rangt. Það að mikið sé að ger- ast dregur fólk af stað og við þurfum að halda því á lofti. - Það þarf að laða fólk að hreyfing- unni og sýna því fram á gildi þess að vera félagi. Hvemig verður það gert? - I hópvinnu nemenda kom í Ijós að þeir vildu fyrst og fremst leggja áherslu á kynningu, upplýsingar og markaðssetningu, gott þjónustustig, markvissa menntastefnu, símenntun, endurmenntun og starfsmenntun, fé- lagslegar skyldur og öfluga lífeyris- og sjúkrasjóði og félagsmanna- tryggingar á við þær sem þekkjast í Svíþjóð. Draumaskipulag hreyfing- arinnar bygðist á stómm og sterkum einingum með sterk trúnaðarráð á hverjum stað. Félögin eiga að mennta siit iólk Hvað segja svo nemendur skólans um námið? Þrátt fyrir að vera nýbúin að eyða heilum degi í að smíða verkalýðs- hreyfingu, skipa henni fyrir verkum og svo að segja ganga frá ráðningar- samningi við tilvonandi fram- kvæmdastjóra hennar, höfðu þeir næga orku til að lýsa ánægju sinni með starfið. - Skólinn er góður, mikið mark- vissari en fyrsta önnin, sagði einhver. - Þetta er bæði mjög skemmtilegt og gagnlegt, bætti annar við. Nokkrir sögðust vilja fá þriðju önn og fara þá dýpra í hlutina, og það helst strax að þessari önn lokinni. - Þetta er sterkur og frábær hópur, sem eitt hjarta, sagði einn glottandi. - Og tveir magar, bætti sá næsti við, enda matarlystin víst með besta móti. Nemendur voru sammála um að kennslan væri gagnleg. - Trúnaðar- menn þurfa að fá ákveðna þekkingu og það er ekki spuming að það nýtist félögunum vel að senda sína menn á svona námskeið. - Sérstaklega kon- urnar, sagði önnur þeirra tveggja kvenna sem hættu sér í skólann. - Þær virðast frekar þurfa að hafa hlut- ina á tæm áður en lagt er af stað. Það á ekki síst við um að leggja í starf með verkalýðshreyfingunni, sagði hún og vísaði til þess að erfiðlega gengi að virkja konurnar á sínum vinnustað. - Félögin eiga að leggja áherslu á að senda sitt fólk til menntunar. Önnur önn Félagsmálaskóla alþýðu var haldin á Sellnssi, dagana 2. til 13. mars sl. Þátttakendur voru 15 aö þessu sinnl, 13 karlar en aðeins tvær konur. Skólinn er framhaldsnámskeið fyrir ká sem sétt hafa fyrstu önn. Vinnan brá sér í heimsnkn og fylgdist með umræð- um nemeuda um framtíð verkalýðshreyfingariunar. Vinnan 3

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.