Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 2

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 2
L e i ð a r i #............................ Ef við viljum breyta heimin- um þá byrjum við á okkur sjálfum Hálf öld er liðin frá því samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar um frjálsa starfsemi og samningsrétt verkaiýðsfélaga var sett. Jafnlangt er síðan Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var gerð. Þessir tveir þættir, réttindi verkalýðshreyfingarinnar og almenn mannréttindi, eru óaðskiljanlegir. Verkalýðs- hreyfingin hefur alla tíð haft jafnrétti, lýðréttindi og rétt- læti að leiðarljósi. Meðal þeirra grundvallarréttinda sem hreyfingin hefur barist fyrir er rétturinn til vinnu og til að vera ekki mismunað við vinnu vegna kynferðis, trúarbragða, þjóðernis eða hvaða annarra ástæðna sem koma atvinnuhæfni einstaklingsins ekkert við. Þessi áhersla á jafnrétti á vinnumarkaði litar allt starf verkalýðshreyfingarinnar. í baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna hefur rétturinn til jafnra launa fyrir sömu eða sambærileg störf verið algert grundvallarat- riði. En hvar sem þessi réttur er viðurkenndur hefur reynst afar erfitt að fá honum framfylgt. Gamlar hefðir, fordómar og erfiðleikar við að klífa nýjan sjónarhól, ósveigjanlegar reglur og ævaforn viðhorf til hlutverka og hæfileika, kynjanna standa því miður enn (vegin- um. Launamunur kynjanna er flókið vandamál enda er sjaldnast um að ræða mismunun í grunnlaunum. Það er í fljótandi ráðningarkjörunum, bílapeningum, yfir- vinnutlmum og alls kyns fríðindum sem stilliskrúfurnar eru. Þess vegna hefur verkalýðshreyfingin lagt áherslu á að launaleynd verði afnumin, að kjör fólks séu sýnileg og ákvörðuð í félagslegum samningum. Að störf fólks séu metin eftir ákveðnum, hlutlausum mælikvörðum. Verkalýðshreyfingin hefur skýlaus markmið um jafnrétti. Hún knúði það í gegn á sínum tíma að konum og körlum yrði greitt eftir sama taxta fyrir sömu störf og hlustar því ekki á eftirásmíðaðar skýringar atvinnurekenda á launamun sem byggist ekki á öðru en fordómum og hugsunarleysi. Sóknarfæri í breyttu samfélagi Starfsumhverfi verkalýðshreyfingarinnar hefur breyst mikið. Breytingar í samfélaginu gera miklar kröfur til hreyfingarinnar um framsýni, aðlögunarhæfni og sveigjanleika. Verkalýðshreyfingin þarf að þróast í takt við tímann, aðeins þannig getur hún haldið áfram að vera virkur þátttakandi. Aðeins þannig getur hún tryggt grundvallarhugsjónum sínum um jafnrétti, lýðréttindi og réttlæti framgang. Verkalýðshreyfingin á að sjá sóknarfæri í breyttu samfélagi. Hreyfingin á að nýta tækifærið þegar ný tækni er að ryðja sér til rúms, þegar vísindin skapa flest ný störf. Þarna á verkalýðshreyfingin að afla nýrra félaga. Þarna á hreyfingin að sjá tækifæri til að mennta sitt fólk. Hún að nýta þá jákvæðu umræðu um þekkingu og menntun sem í gangi er til að stórbæta menntunarmöguleika sinna félagsmanna. Umræðan um menntun má ekki vera bundin við formlegar gráð- ur og háiaunastörf. Verkalýðshreyfingin á að mennta sitt fólk til að takast á við breyttar aðstæður. Hún á að mennta sína félagsmenn svo þeir geti unnið hvar sem er. Jafnvel þótt það kosti að þeir „mennti sig upp um félög“. Tilgangur verkalýðsfélaga er ekki að halda í félagsmennina. Nýtt starfsár er framundan og verkefnin ærin. Félög innan ASÍ eiga mikið starf fyrir höndum. Mikilvægt er að skipulagsumræðan skili árangri þannig að ASÍ, og helst fleiri samtök launafólks, geti gengið sterk og sameinuð inn í nýja öld, sem hreyfing fjöldans. Það er hins vegar ekki nóg að horfa á fjöldann, félagsmennirnir eiga rétt á ákveðinni þjónustu og gera kröfur um árangur. Félög sem ekki standa sína plikt eiga einfaldlega engan tilverurétt. Það skiptir ekki máli hvað félagið heitir, eða hver saga þess er, það eina sem skiptir máli er hvað það gerir. Það er tími til að bretta upp ermarnar og smíða öfluga verkalýðshreyfingu, hreyfingu sem starfar í takt við breyttar aðstæður, hreyfingu sem hefur áhrif. Verkalýðshreyfingin getur tekið frumkvæði í þeim málum sem varða grundvallarhugsjónir henn- ar um réttlæti, mannréttindi og jafnrétti. Ef viljinn er fyrir hendi og menn ná að sameina kraftana, beita nýjum verkfærum og skipta um sjónarhól er hægt að breyta þjóðfélaginu. En munum bara, að ef við viljum breyta heiminum þá byrjum við á okkur sjálf- um! Útgefandi: Alþýðusamband íslands. Ritnefnd: Ari Skúlason, Halldór Grönvold, Snorri S. Konráðsson. Ritstjóri: Brynhildur Þórarinsdóttir. Ljósm.: G. Róbert Ágústsson o.fl. Utlit: Sævar Guð- björnsson. Prófarkalestur: Ingimar Helgason. Afgreiðsla: Grensás- vegur 16a, 108 Reykjavík. Sími: 581 30 44, fax: 568 00 93.Auglýs- ingar: Áslaug G. Nielsen og Guð- mundur Jóhannesson, símar: 533 1850, fax: 533 1855. Úmbrot: Blaðasmiðjan. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Á 1 í n u n n i # Nýtt starfsár er framundan í verkalýðs- hreyfingunni. Sumarið á enda og verk- efni vetrarins að hrúgast upp. En hvað skyldi standa upp úr eftir sumarið og hvemig lýst fólki á starfið framundan? Vinnan ákvað að heilsa upp á þrjá valinkunna verkalýðsfor- ingja. Mikil atvinna í Eyjum Ut’í eyjum, Keikó-town, er Jón Kjartansson, formaður Vlf. Vestmannaeyja. Ágúst er rólegur tími hjá Jóni enda segir hann Eyja- menn miða árið við þjóðhátíð (og lífið við gos), eftir þjóðhátið detti allt niður um skeið. I huga Jóns stendur mikil atvinna upp úr eft- ir sumarið, meiri vinna en búist var við. Hann neitar því þó að það byggist á heim- komu Keikós og segir meginlandsbúa vera með miklu meira Keikóæði en heimamenn. Jón er þó ekki alveg laus við áhrif háhymingsins því hann reiknar með að þurfa að semja fyrir þá sem munu annast hann. Þótt hingað séu þegar komnir tíu Banda- ríkjamenn reiknar hann ekki með öðru en skammdegið stökkvi þeim á brott. Það versta er að sögn Jóns að þótt gerðar séu miklar kröfur um aðbúnað skepnunnar neð- ansjánar er ekki eins öruggt að aðbúnaður mannskapsins ofansjávar verði sómasamleg- ur. Framundan er annasamt haust í Vest- mannaeyjum því Verkalýðsfélagið og Verkakvennafélagið Snót ætla að hefja við- ræður um sameiningu. -Við munum þó stíga gætilega niður, segir Jón. Kjaramálin em Vestmannaeyingum hug- leikin og Jón segist verða var við mikla óánægju almenns verkafólks með hvað það er illa sett í samanburði við þær stéttir sem mest hafa verið að fá í sumar. - Það þýðir ekkert fyrir okkur að hvetja fólk til að segja upp, ef fiskverkafólkið segir upp verður fisk- urinn einfaldlega fluttur út í gámum, segir hann og ítrekar að í næstu kjarasamningum verði að gera ráð fyrir opnunarákvæði. Það þýði ekki að skilja þá lægstu alltaf eftir. Njósnamál og fræðslustarf I rokkbænum Keflavík, réttara sagt hinum sameinaða Reykjanesbæ, er skrifstofa Versl- unarmannafélags Suðumesja. Guðbrandur Einarsson er nýkjörinn formaður félagsins. Guðbrandur tók við formennskunni í vor og segist hafa eytt sumrinu í að kynna sér mál- in, setja sig inn í regulgerðir, lög og samn- inga og undirbúa næstu vetur. Hann segir það í raun standa upp úr eftir þessar rann- sóknir hvað starfsemi félagsins sé viðamikil og margt á seyði. Guðbrandur segist einnig hafa verið að undirbúa fræðslustarf haustsins í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðumesjum en námskeið hefjast strax í september. Jafn- framt er verið að undirbúa námskeið fyrir stjórn félagsins í samvinnu við MFA og Verkalýðs- og sjómannafélagið í bænum. Þá lítur út fyrir að njósnamálinu svokall- aða verði framhaldið í haust en eins og Vinnan hefur rækilega fylgst með hefur Verslunarmannafélagið staðið í málaferlum vegna falinna myndavéla sem fundust á einkasvæði starfsfólks NEX-verslunarinnar á Keflavíkurflugvelli. Guðbrandur segir að Ní^o. 9g tölvunefnd hafi úrskurðað um málið í sumar að beiðni Landssambands verslunarmanna og þar hafi komið fram að leynileg mynda- taka fái ekki samrýmst lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og geti falið í sér skerðingu á friðhelgi einkalífs. Nú stend- ur málið þannig, að sögn Guðbrands, að í gangi persónulegt mál sem einn starfsmanna verslunarinnar höfðaði gegn ríkinu vegna uppsetningar vélanna. - Annars er nóg að gera hjá verslunar- fólki á Suðumesjunum og töluverð spenna á markaðnum. Verslun á svæðinu gengur ágætlega, segir Guðbrandur sem sjálfur er reyndur verslunarmaður og fyrrverandi verslunarstjóri hjá Kaskó, Kaupfélagi Suður- nesja. - Við emm stöðugt í samkeppni við höfuðborgina og mitt verkefni hjá Kaskó fólst meðal annars í því að halda fólki frá Reykjanesbrautinni með því að hafa verð- lagið það sama og í Bónus. Guðbrandur bendir þó á að þrátt fyrir gott ástand sé alltaf eitthvað fólk á atvinnuleysisskrá, svo sem fólk sem aðeins er í hlutastarfi. Ekki sumar heldur ónefnd árstíð á Akureyri - Sumrinu er ekki lokið, það kom aldrei, svarar Matthildur Sigurjónsdóttir, varafor- maður Einingar, aðspurð hvers sé að minn- ast að loknu sumri. -Við skulum bara segja að þessi árstíð hafi verið róleg. Félagið fór reyndar í þrjár ferðir sem vom allar mjög vel heppnaðar. Við fómm með fimmtíu manns til Norðurlandanna í júní og með hátt í fjöm- tíu manns inn í Þórsmörk fyrir skömmu. Loks var farið með eldri Einingarfélaga í dagsferð í Flateyjardal um miðjan ágúst. Almennt séð segir hún félagsmenn vera mjög óánægða með kjaramálin, þeim svíði að sjá aðra rjúka upp og ná hverju sem er með uppsögnum meðan þeir séu bundnir í sínum samningi. - Við verðum að setja ákvæði í næstu samningum þannig að við lokumst ekki inni, segir hún. Það er þó alltaf verið að semja um eitthvað fyrir norðan því Eining er að sögn Matthildar í samningum við Snæfell í Hrísey um breytt vinnufyrir- komulag þar sem hugmyndin er að taka upp vaktakerfi. Hvað haustið varðar segir Matthildur að það muni hefjast með fundahöldum. Eining var gerð að deildaskiptu félagi sl. vor og nú reynir í fyrsta sinn á hinar fimm nýju deildir félagsins. Matthildur segist einnig reikna með fundum í svæðisráðum félagsins. Þar með er ekki öll sagan sögð því Matthildur er formaður Alþýðusambands Norðurlands og þar á bæ er vetrarstarfið einnig að fara í gang. Áætlað er að halda sambandsstjómar- fund ASN í september og þá em það trygg- ingamálin sem tekin verða fyrir. Af ve11vangi Iágúst fékk skrifstofa ASÍ tvo góða gesti í heimsókn. At- vinnumálaráðherra Grænlands kom í heimsókn þann 5. ágúst ásamt aðstoðarmanni sínum og Guðmundi Thorsteinssyni, framkvæmdastjóra Greenland Þrime Contractors. Grænlensk stjórnvöld hafa í hyggju að | breyta lögum og reglum um at- vinnu- og vinnumarkaðsmál og eru að kanna stöðu þessara Imála á íslandi, Danmörku og Noregi. Þau skilaboð sem grænlenski ráðherrann fékk frá ASÍ voru einkum þau að þær breytingar sem núverandi ríkis- stjórn hefur knúið fram í þess- um málum hafa að mestu leyti verið gerðar í andstöðu við ASÍ og ekki mikið á þeim að græða. Raivo Þaavo, forseti eist- neska alþýðusambandsins, kom í heimsókn þann 11. ágúst. í Eistlandi er verið að byggja upp alþýðusamband að norrænni fyrirmynd og hafði Raivo mikinn áhuga á að sjá hvernig ASÍ hefði komið sínum málum fyrir þar sem stærðar- munur landanna er ekki svo mikill. Þá stendur til að byggja upp lífeyrissjóðakerfi í Eistlandi og hafði forsetinn mikinn áhuga á fyrirkomulagi lífeyrismála hér- lendis. ómstundaskólinn er að leggja lokahönd á vetrar- dagskrána og þegar er orðið Ijóst að í boði verða fjölmörg spennandi námskeið að vanda. Skólinn býður upp á nokkur ný og forvitnileg námskeið, til að mynda geta börn allt niður í fjögurra ára aldur spreytt sig á leiklist, tvítyngd börn fá kennslu í þýsku og þeir sem eru á leið tii Minneappolis fá vegarnesti frá Sigmari B. Haukssyni. Þá ætlar Anna og útlitið að kenna fólki að slétta úr andlitshrukk- unum án skurðaðgerðar. Það blasir við að nautnaseggir geta fræðst um allar heimsins lystisemdir í vetur, því ráðgert er að halda námskeið um mat og kynlíf, vínsmökkun, útlenska matargerð, súpur og kökur og víngerð í heimahúsum. Flestöll aðildarfélög innan ASÍ niðurgreiða námskeið skól- ans fyrir félagsmenn sína svo það er um að gera að drífa sig af stað og læra konfektgerð, spænsku eða hattasaum í góð- um félagsskap. MFA er einnig að skipuleggja vetrarstarfið. Þar verða mörg námskeið í boði fyrir starfs- menn, stjórnarmenn og trúnað- armenn í verkalýðshreyfing- unni. Trúnaðarmannanám- skeiðin eru ört vaxandi þáttur í starfi MFA en gríðarleg fjölgun varð á slíkum námskeiðum í fyrra. Árið 1996 sóttu 167 trún- aðarmenn námskeið á vegum MFA en í fyrra voru þeir hátt í fjögur hundruð. Af áhugaverð- um nýjungum má nefna að stefnuskrá ASÍ verður dregin fram og boðið upp á námskeið um innihald hennar. Þáverður spennandi námskeið í ritun blaðagreina sem Ingólfur Mar- geirsson ætlar að stýra frá Englandi með aðstoð tölvu- tækninnar. Að venju verður boðið upp á kennslu í lögfræði, hagfræði, ræðumennsku og stjórnunarstörfum. Loks ber að geta þess að áætlað er að halda Félagsmálaskóla, I. önn, í nóvember. Dagskráin hjá ASÍ er einnig að taka á sig mynd. Fyrsti miðstjórnarfundur haustsins verður haldinn miðvikudaginn 9. september (daginn áður en Keikó kemur heim) og fundað verður hálfsmánaðarlega upp frá því. Sambandsstjórnarfund- ur er ráðgerður dagana 23.-24. nóvember. Skipulagsmálin eru við- fangsefni vetrarins eins og þess síðasta. Á sl. vori var farið um Norðurland og Austurland í nokkrum leiðangrum. Það verða því félögin á Vestfjörð- um, Vesturlandi, Suðurlandi, Reykjanesi og loks í Reykjavík sem á komandi starfsári eiga von á gestum úr forystusveit sambandsins. Brýnt er að sem flestir taki þátt í skipulagsmála- fundum, framtíðin hreyfingar- innar veltur á því að vel takist til með uppbyggingu hennar og skipulagningu. 2 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.