Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 5

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 5
I Réttur verkalýðsfélaga viðurkenndur á alþjóðavettvangi Samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar nr. 87 um samn- ingsfrelsi og frjálsa starfsemi verkalýðsfélaga var gerð árið 1948, sama ár og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjððanna. Nú, réttri hálfri öld síðar, hafa 119 þjóðir fullgilt hana. Samþykktin var upphaf lega gerð þar sem al- þjóðleg samstaða um vernd réttinda verkalýðshreyf ingar- innar var talin vera svar við hryllingi síðari heimsstyrjaldar- innar. Menn voru sannfærðir um að viðvarandi heimsfriður ylti á félagslegu réttlæti. / Aeftirstríðsárunum setti ILO tvær samþykktir sem tryggja áttu grundvallarréttindi verkalýðsfélaga. Þetta eru samþykktir nr. 87 sem sett var árið 1948 og nr. 98 sem sett var ári síðar. Báðar varða þær frjálsa starfsemi verkalýðsfélaga; réttinn til að mynda og starfrækja verkalýðsfé- lög og semja sameiginlega. Saman mynda þessar samþykktir lykilinn að réttindum verkalýðsfélaga alls staðar í heiminum. Rétturinn til að skipuleggja sig í félög (87) - réttur launafólks til að mynda og ganga í frjáls félög að eig- in vali - er grundvallaratriði allra réttinda verkalýðshreyfingarinnar. Án þessara grundvallarréttinda er ekki hægt að tala um neinn rétt verkalýðshreyfingarinnar. Rétturinn til að fara í verkfall er eitt mikilvægasta verkfærið sem verkalýðsfélög eiga til þess að knýja fram og verja hagsmuni félagsmann- anna. Sameiginleg samningsgerð (98) í því skyni að ákvarða og festa í sessi kjör félagsmanna er grundvöllur starfsemi verkalýðsfélaga. Hún er meginástæða þess að vinnandi fólk gengur í verkalýðsfélög. Rétturinn til að vera ekki mismun- að við vinnu vegna starfs fyrir verka- lýðshreyfinguna er mikilvægur þáttur í réttinum til að skipuleggja sig í fé- lög. Réttlndi verkalýðstireyfingaiMnn- ar eru mannréttindi Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna ásamt aiþjóðlegri við- urkenningu á rétti verkalýðsfélaga var sett árið 1948. Litið er á hana sem grundvallaratriði þar sem hún er fyrsta allsherjar-yfirlýsingin um mannréttindi. Meðal þeirra réttinda sem felast í yfirlýsingunni er réttur- inn til að stofna og starfrækja verka- lýðsfélög - verið var að treysta rétt verkalýðsfélaga í sessi sem mannrétt- indi - sem og önnur réttindi verka- fólks, svo sem frjálst val vinnu, jöfn laun fyrir sambærileg störf, launað orlof og mannsæmandi vinnutíma. Amnesiy Iniernatinnal Grundvallarmannréttindi eiga enn undir högg að sækja í mörgum ríkj- um heims, jafnt frá stjómvöldum sem atvinnurekendum og þau verður að verja af þrótti og eftirfylgni. Hvetja verður stjórnvöld til að fullgilda og virða ILO samþykktir nr. 87 og 98. Verkalýðsfélög ættu að þrýsta á stjómvöld að minnast 50 ára afmælis samþykktar nr. 87 með því að sjá til þess að rétturinn sem í þeim felst sé tryggður, og þær fullgiltar ef svo hefur ekki verið gert. Hvetja þarf atvinnurekendur til að virða samþykktimar, jafnvel þótt þau starfi í löndum sem ekki hafa fullgilt þær. Öll aðildarríki ILO eru skuld- bundin því skv. stjómarskrá samtak- anna að virða samningsfrelsið. Verkalýðsfélög alls staðar í heim- Atvinnuöryggi foreldranna skiptir börnin miklu máli Atvinnuöryggi bœðiföður og móður skiptir miklu málifyrir börnin. Gottjast staifsem gefur fólki færi á að þroska og nýta hæfileika sína gerirþað að betriforeldrum, að því er félagsfrœðingurinn Mogens Nygaard Christojfer- sen, heldur fram. Fjölskyldur sem ekki hafa mátt þola atvinnuleysi og fjölskyldur þar sem báðir foreldrar vinna utan heimilisins reynast búa bömum best skilyrði. Börn foreldra sem hafa trygga atvinnu glíma við færri vandamál og rannsóknir sýna að at- vinnuöryggi foreldranna er ekki að- eins spuming um fjárhag heimilisins heldur einnig uppvaxtarskilyrði bamanna. Þegar bæði pabbi og mamma em í góðu föstu starfi með möguleika á að nýta og þroska hæfileika sína þá verða þau betri foreldrar. Þrátt fyrir að margar rannsóknir bendi til þess að foreldrar myndu sjálfir kjósa að haga málum þannig að annað þeirra væri aðeins í hlutastarfi myndi það ekki sjálfkrafa bæta uppvaxtarskil- yrði barnanna. Þetta má ráða af grein sem Mogens Nygaard Chri- stoffersen, hjá dönsku félagsvísinda- stofnuninni, hefur ritað fyrir danska alþýðusambandið. Greinin ber titil- inn: Hefur atvinna foreldra áhrif á böm þeirra? og byggir á viðamikilli rannsókn sem Mogens hafði umsjón með. Eitt af því sem Mogens veltir fyr- ir sér er hvort það hafi komið niður á bömunum að húsmóðurhlutverkið hvarf. Rannsókn hans bendir til þess að sú sé ekki raunin. Það sé einkum tvennt sem hafi áhrif á lífsskilyrði barnanna: Annars vegar gæði at- vinnu foreldranna og hvort þeim takist að forðast atvinnuleysi. Því má segja að atvinnuöryggi foreldr- anna, möguleikar þeirra á eftir- menntun, ásamt vinnuaðstæðum í víðustu merkingu skipti miklu máli. Hins vegar em það gæði dagvistar- úrræða sem skipta máli, ásamt sál- rænum og félagslegum tengslum bama og foreldra. Það skiptir einnig miklu máli að dönskum vinnumarkaði er stýrt með kjarasamningum. Ástæðan er sú að félagslegir samningar auka atvinnu- öryggi fólks og jafna stöðu kynj- anna. Með öðrum orðum skapa kjarasamningarnir ramma um at- vinnulíf og fjölskyldulíf sem til að mynda þekkist ekki í Bretlandi. Rannsókn Mogens náði einnig til forgangsröðunar foreldra. I ljós kom að nær allir foreldrar ungra barna vildu stytta vinnutíma og jafnvel vera í hlutastarfi. Þetta val er þó bundið efnahag fólks og það er ekki fyrr en fólk hefur efni á því að stytta vinnutímann að það gerir það, ekki þegar það þarf mest á því að halda. Þróunin er í öfuga átt við óskir fólks því frá árinu 1974 hefur hlutfall ungbarnaforeldra í hlutastarfi (minna en 25 tímar á viku) minnkað úr 35% í 5%. Hlutfall ungbarna- mæðra sem vinna meira en 36 tíma á viku hefur aukist úr 41% árið 1974 í 75% 1996. Mogens Nygaard Christoffersen tekur einnig fyrir fæðingarorlofs- vandann. Til dæmis heldur hann því fram að Svíar hafi árum saman átt kost á framlengdu foreldraorlofi. En reynslan frá Svíþjóð sýnir jafnvel hörð áróðursherferð til að fá karl- menn til að taka sér foreldraorlof dugi ekki til að jafna orlofinu milli foreldra svo neinu nemi. Tvennt hefur þar mest að segja, að mati Mogens. Fyrst og fremst þarf að tryggja atvinnuöryggið miklu betur við ráðningu. Síðan þarf að tryggja full laun í fæðingar (foreldra) orlof- inu. í Noregi hafa karlar getað tekið fjögurra vikna fæðingarorlof á full- um launum frá því árið 1993. Það hefur orðið til þess að 75% norskra feðra nýta sér rétt sinn til að vera með bömum sínum á fyrsta æviári þeirra. Öll aðildarsamtök ICFTU hafafengið sent baráttuveggpjaldið - Verkalýðsfélög berjast enn - fyrir réttindum verkalýðsfélaga, fyrir mannréttindum en spjaldið var gefið var út í tengslum við þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genfí júní. Hœgt er að nálgast veggpjaldið á heimasíðu ICFTU og einnig er hœgt að vista það sem skjáhvíli (screensaver). inum standa vörð um grundvallarrétt- inn til að skipuleggja og starfrækja félög. Verkalýðsfélög ættu að fagna 50 ára afmæli ILO samþykktar nr. 87 með því að skipuleggja sérstakar uppákomur í tilefni af afmælinu og með því að beina eins mikilli athygli og unnt er að samþykktinni og grundvallarréttindum sem tengjast henni. Verkalýðshreyfingin sem heild tekur þátt í alþjóðlegum hátíðarhöld- um vegna 50 ára afmælis mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna. Einstök félög og sambönd geta lagt enn meiri áherslu á málaflokkinn með uppákomum tengdum merkis- dögum í sögu mannréttinda og verka- lýðsréttinda: 8. mars er alþjóða- baráttudagur kvenna 1. maí er alþjóða- baráttudagur verkalýðsins 9. júlí er afmælisdagur ILO samþykktar nr. 87 10. desember er alþjóðalegur mannréttindadagur A UKIAI ÖKURÉTTIMDI ^alnieI* IUT ÖKUNÁM ■-------------S----- ■......-...-...*.--- VINIUUVÉLANÁMSKEIÐ Nfi tíkmkMm býAui upp * vinnuaimtkrið, aukin ökuiémndi 0g »lmennr ðkunim, víðufkcnnd »f Vmnurfiidm Rflutim ojs UdWuriíi iVrnð wnun verð or K«di Kynmð ykkur ktnmiu*ð«6ðun* og *nn*8i M«n við bföðum upc L 898 3903 » 588 4500 (Jpplýsingar alla daga vikunnar frá 10:00 -23:00 5 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.