Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 13
A öld námsins „Menn vilja einnig efla samstarf milli formlega skólakerfisins og vinnustað- anna og óformlegu frœðsluaðilanna". Myndin er tekin íBorgarholtsskóla. s Itilefni þess að Bretar voru í forsæti Evrópusambandsins síðastliðið ár héldu þeir ráðstefnu um símenntun í Manchester dagana 17.-19. maí sl. Til umræðu voru ýmis þau mál sem efst eru á baugi, en einkum þó fjórir málaflokkar: 1) Atvinnuhæfni og samkeppnishæfni 2) Notkun nýrrar tækni 3) Að virkja til þátttöku í sam- félaginu þá hópa sem eiga undir högg að sækja 4) Stefnumörkun í mennt- unarmálum sem tryggir símenntun. Atvinnuhæfni 09 samkeppnishæini „Samfélagsbreytingar eru miklar, hagkerfi eru að opnast og verða al- þjóðlegri, samkeppni eykst, tækni- byltingin heldur áfram, atvinnulífið breytist og hefur það áhrif bæði á störf og fjölskyldur. Samskipti milli mismunandi menningarheima aukast. Stærri hópar eru útskúfaðir frá þátt- töku í samfélaginu. Stöðugleiki minnkar en í staðinn tekur óvissan við. Segja má að við séum að upplifa aðra iðnbyltingu.” A þennan hátt lýsa menn þeirri þróun sem er í gangi í atvinnulífinu. Alagið eykst á fyrirtækin sem stöðugt þurfa hæfara fólk til flestra starfa til að geta mætt kröfum hins nýja tíma. Þessi þróun kallar því á ný viðhorf í menntamálum. Nýtt hugtak hefur verið kynnt til umræðunnar: Atvinnuhæfni. Auka þarf hæfni vinnuaflsins. A öld námsins er ekki val um það hvort fólk menntar sig eða ekki, heldur er símenntun nauð- synleg öllum sem vilja halda áfram að vera í vinnuhæfu ástandi. Nám verður sagan endalausa, stöðugt þarf að halda áfram að bæta við sig námi um öll hugsanleg og óhugsanleg mál- efni. Fyrirtæki eru í leit að miklu fjöl- breyttari hæfni en áður. Nauðsynlegt er að starfsmenn séu tilbúnir til að takast á við þær breytingar sem fyrir- tækin eru að ganga í gegnum. Hæfi- leikinn til að læra verður stöðugt mikilvægari. En ásamt faglegri hæfni og tölvuþekkingu sækjast fyrirtækin eftir því að starfsmenn séu sveigjan- legir, skapandi og standi vel að vígi í mannlegum samskiptum. Ný stjórnunaraðferð hefur verið að ryðja sér til rúms innan fyrirtækj- anna. Þessa aðferð getum við kallað: Fyrirtæki í þekkingarleit (Learning organizations). Lykilhugtökin eru: ábyrgð, valddreifing, sjálfsstýrðar liðsheildir, sveigjanlegar starfslýsing- ar. Fyrirtæki í þekkingarleit hafa lagt áherslu á að dreifa valdinu til liðs- heilda, sem hafa markmiðsstjórnun að leiðarljósi og bera ábyrgð á starfi frá degi til dags. Hvað varðar hæfni- þróun hafa verið tekin upp samtöl við starfsmenn þar sem áætlanir eru gerðar um nám og þjálfun, þjálfun á vinnustað er viðvarandi og starfs- menn fara í formlegt nám eftir þörf- um. Fyrirtækin þurfa því að skapa já- kvæð viðhorf hjá starfsmönnum til náms. Þau verða jafnframt að kunna að meta þá hæfni sem starfsfólkið hefur til að bera. Nýjar starfsaðferðir hafa einnig verið að ryðja sér til rúms, aðferðir sem efla þekkingu, án þess að um beina þjálfun sé að ræða. Þannig er hópvinna notuð, verkefnavinna, hug- flæði, netið og það að fá starfsmönn- um einkaþjálfara. Reglan er sú að fólki er greitt fyrir það sem það getur, en ekki þau próf sem það hefur tekið. Gerðar eru nýjar kröfur til allra skólastiga. Háskólar þurfa að breytast og undirbúa fólk fyrir heim vinnunn- ar. Háskólum kann að finnast þeir breytast hratt, en frá sjónarhóli at- vinnulífsins gera þeir það ekki. Menn spyrja sig að því hvort háskólar geti uppfyllt kröfur markaðarins um menntun? Menn vilja einnig efla samstarf milli formlega skólakerfisins og GoðnrnndsdóUir, ^ fulltrúi MFA, 4 l|f| ? skrifar. vinnustaðanna og óformlegu fræðslu- aðilanna. Hvetja þarf fræðsluaðila, formlega og óformlega til að miðla aðferðafræði sinni hvor til annars og nauðsynlegt er talið að frumkvæði komi frá aðilum vinnumarkaðarins og samband við þá sé eflt í öllum málum sem varða menntun. Til að hvetja fólk til þátttöku þarf að taka tillit til þarfa og óska fólksins, efla persónulegan þroska, viðhalda atvinnuhæfni fólks og gæta að jafn- ræðisreglunni. Leggja þarf áherslu á hæfni, samskipti og sjálfstæði. Þau vandamál sem menn standa frammi fyrir eru að fyrirtæki eru í leit að miklum gæðum á sem skemmst- um tíma og með sem minnstum kostnaði. Þau eru því oft í leit að skammtímalausnum, sem bæta sam- keppnisstöðuna. Frambjóðendur fræðslu virðast hins vegar ekki vera færir um að veita þá aðstoð sem þörf er á. Fyrirtæki og einstaklingar innan þeirra virðast heldur ekki vera að leita að sömu svörunum. Vinnuafl nútímans getur orðið að atvinnuleysingjum framtíðarinnar ef ekki er séð til þess að allir kynni sér nútíma tækni. Notkun nýrrar tækni í símenntun Krafan er sú að menntun uppfylli þarfir einstaklinga og fyrirtækja. Jafnframt er nauðsynlegt að ná til þeirra hópa sem minnsta menntun hafa og minnstan áhuga á því að læra. Þessir hópar eru í verulegri hættu á félagslegri útskúfun. Ymsar hindranir eru í veginum þegar að námi kemur, m.a. litlar tekjur, hræðsla eða kvíði, fjölskylduaðstæð- ur, aldur og neikvæðar væntingar. Hægt er að ná til þessara hópa í gegnum tæknina. I Bretlandi hafa 90- 95% heimila sjónvarp og eru óhrædd við að nota það. Þess vegna hentar þessi miðill mjög vel til að ná til fólks. Bretar með BBC í broddi fylk- ingar hafa lagt upp í herferð í sjón- varpi. Herferðin heitir „Tölvur bíta ekki.“ BBC er einnig með vinsæla vefsíðu og sérstaka námsrás sem er vinsæl. Hinn nýi breski Iðnaðarháskóli hefur það á stefnu sinni að skapa eft- irspurn eftir námi og efla framboð náms. Skólanum er ætlað það hlut- verk að ná til sem flestra og örva þá til náms. A vegum skólans er starf- rækt upplýsingalína, þar sem hægt er að fá allar upplýsingar sem varða nám og námsframboð, ásamt ráðgjöf. Skólinn hyggst koma upp tölvumið- stöðvum mjög víða, þar sem fólk get- ur gengið inn af götunni og hafið nám. Iðnaðarháskólinn á að greina menntunarþarfir, veita upplýsingar, markaðssetja og bjóða fram nám í háum gæðaflokki. Sveigjanleiki þarf að vera gagnvart því hvemig, hvar og hvenær námið fer fram. Skólinn hyggst bjóða fram nám um allt Bret- land frá alveg frá grunnhæfni til starfa til námskeiða í hátækni. Mikil áhersla verður einnig lögð á nýjung- ar. Að virkja þá hópa sem eiga undir högg að sækja Bilið hefur verið að aukast milli þeirra sem standa vel að vígi í samfé- laginu og þeirra sem standa illa að vígi, þeirra sem hafa sigrað og þeirra sem hafa tapað. Þeir sem standa höll- um fæti í samfélaginu taka síst þátt í kosningum eða em virkir þjóðfélags- þegnar að öðm leyti. Þeir eru einnig sennilega minnst menntaðir. Hins vegar hefur sýnt sig að margir hafa áhuga á því að læra, þó þeir geri sér ekki miklar vonir um að geta það. Margir þeirra sem verst eru settir hafa áhuga á að læra til að geta breytt lífi sínu og boðið bömum sínum upp á betri aðstæður. Þeir sem ná því að hefja nám, halda oft áfram og þá jafnvel í formlegu námi. Efasemdarraddir eru uppi um að hægt sé að gera sér vonir um að allir taki þátt í símenntun. Hins vegar em allir að læra. En þeir em ekki endi- lega að læra í skólum eða á nám- skeiðum, heldur eru þeir að læra í vinnu og í fjölskyldulífi. Ef við vilj- um að allir taki þátt í símenntun, þá verðum við að opna huga okkar fyrir ýmsu því sem fólk hefur verið að gera og viðurkenna nám sem fólk afl- ar sér á mismunandi hátt. Margir hafa aflað sér þekkingar á ákveðnum svið- um sem jafnvel er bundin ákveðnum aðstæðum. Þetta fólk þarf leiðbein- ingar um hvemig það getur virkjað þessa þekkingu í öðm samhengi og breytt henni í nám. Til að svo megi verða þarf því einstaklingsupplýsing- ar og ráðgjöf. Ekki má skilja útundan þann hluta vinnuaflsins sem tekur ekki þátt í formlegri menntun. Sí- menntun getur orðið vinsæl íþrótt, sé hún í boði fyrir breiðari hóp. Mikil- vægt er að námið sé við hæfi hvers og eins. Markmiðið er að hver og einn stjórni sínu námi. Flytja þarf kennslufræðina til fólksins svo það geti stýrt námi sínu sjálft. Stefnumörkun í menntunarmálum sem tryggir símenntun Miklu máli skiptir að nám verði eðli- legur hluti af lífi fullorðins fólks. Skilningur þarf að aukast á því að fullorðnir verða að halda áfram að auka hæfni sína. Helst þyrfti hluti vinnutímans að vera ætlaður til menntunar í viku hverri. Kanna þarf hvers vegna sumum þjóðum tekst betur til en öðrum við að hvetja þá hópa til náms, sem erfiðast er að ná til. I stefnumótun skiptir máli að samfé- lagið opni möguleikann á tækifærum til náms alla ævi. Kerfið þarf að vera opið öllum einstaklingum hvenær sem er. Hlutverk kennara þarf að breytast og fylgja samfélagsþróun- inni. Það þarf einnig að örva símennt- un bæði innan fyrirtækja og fjöl- skyldunnar. Námstíminn þarf að vera sveigjanlegur og hægt að koma til móts við þarfir fólks hvort heldur er í skólum, vinnu eða á eftirlaunum. Mikilvægt er að einstaklingar fái ánægju út úr því að læra og fái jákvæða upplifun út úr námi sínu. Taka þarf tillit til beggja aðila á vinnumarkaði, atvinnurekenda og launafólks. Hverf landið á fætur öðru kemur fram með ramma að stefnumótun í símenntun. Þetta ferli er í þróun, en ekki er hægt að gera sér vonir um skjótar lausnir. Breytingar á viðhorf- um taka langan tíma. Atvinnurekend- ur og launafólk verða að styðja þró- unina og sjá hvaða fjárfestingu getur verið um að ræða fyrir atvinnulífið. Þeir sem bjóða fram nám þurfa að vera með á nótunum og vera bæði færir um og hafa vilja til að takast á við þær breytingar sem framundan eru. Veita þarf þeim sérstaka athygli sem hafa mesta þörf fyrir mennmn og eru í áhættuhópum. Þessir hópar verða að hafa forgang. Leiðbeiningar og ráðgjöf verða stöðugt mikilvæg- ari. Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi þau málefni sem helst voru í umræðunni á ráðstefnunni. Ljóst er að miklar sviptingar eru bæði í þjóð- lífi og menntunarmálum í Evrópu. Nauðsynlegt er fyrir verkalýðshreyf- inguna að fylgjast með þeim straum- um sem eru í gangi og taka virkan þátt á sem flestum sviðum um leið og hagsmuna félagsmanna er gætt. Liy’tmii.l 9 • 5ími 551 5750 NUDDMENNTUN Svæðameðferð/viðbragðsfræðí Eins árs verknám. Að loknu verknámi eins árs starfsþjálfun. Bóklegt nám (30 einingar) má taka samhliða verknámi í Námsflokkum Reykjavíkur eða í fjölbrautaskólum. Útskriftarheiti: Svæðanuddari/viðbragðsfræðingur. Kennslutími utan almenns vinnutíma. Kennslustaðir: Reykjavík - Akureyri - Egilsstaðir. Námið er viðurkennt af Svæðameðferðafélagi íslands og Sambandi svæðanuddara/viðbragðsfræðinga. NUDDSKÓLINN í REYKJAVÍK SVÆÐA- OG VIÐBRAGÐSMEÐFERÐASKÓLI ÍSLANDS Símar 557 5000 og 462 4517 -fax 557 9736 E-mail: kri@islandia.is Vinnan 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.