Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 18

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 18
í a 1 v8rn talaðji Brynhíldur Pónarinsdóttir skrifar Flugfiskurinn, rokkararnir og heimsmeistararnir Mikið er þetta búið að vera við- burðaríkt sumar. Rífandi gang- ur í öllu, blússandi góðæri og enda- lausir aurar í veskinu. Almenningur búinn að endumýja bflana sína, fara í sólarlandaferð og helgarferð til Lund- úna, leggja nýtt gólfefni, fata fjöl- skylduna upp og kaupa að minnsta kosti fjögur raftæki skv. neyslukönn- un Félagsvísindastofnunar. Og kók, endalaust sumarglatt kók til að reyna að vinna Golfinn. Og nú þegar haustar er von á góð- um gestum. Flugfiskurinn Keikó er að koma og frönsku fótboltastrákam- ir. Rokklingarnir í Rolling Stones vom hér um bil, um það bil, alveg að koma allt sumarið en fengu svo slæmt gigtarkast undir haust að þeir afbókuðu sig á síðustu stundu, öllum að óvömm. En þeir verða væntanlega alveg að koma allt næsta sumar í staðinn. Mottökunefndin er tilbiíin Öllum þessum gestum fylgja ótelj- andi vandamál sem íslensk alþýða er óvön því að fást við. Hvemig á eigin- lega að taka á móti svo tignum gest- um; heimsfrægri kvikmyndastjömu, heimsmeistumm í fótbolta og heims- ins frægustu poppmm? Hentugast er auðvitað að skipa móttökunefnd sem sinnt getur öllu saman, skepnunni, sparkdrengjunum og ellirokkurunum (þó svo að þeir komi ekki fyrr en á næsta ári, svo fremi heilsufarið hald- ist að mestu óbreytt og siglingaleiðir um Atlantshafið haldist opnar). Mót- tökunefndin þarf einfaldlega að hafa innanborðs frönskumælandi fiski- fræðing á rokkskóm. Össur Skarp- héðinsson alþingisritstjóri er sjálf- kjörinn formaður nefndarinnar. Ég veit reyndar ekki hvort hann talar frönsku en hann getur ömgglega þóst hafa vit á henni, maðurinn er jú í pólitík. Rokkið vefst ömgglega ekki fyrir honum enda er rokkkunnnátta bein ávísun á frama í pólitík eins og áður hefur verið bent á í þessu blaði, sbr. Ami Johnsen og Helgi Pé. Að vísu hefur Össur ekkert skrifað um risaflugftska, bara um laxa, en stærð- in skiptir ekki máli í þessu fremur en öðm. Maðurinn er sjálfkjörinn. Með Össuri þarf svo eitt stykki bláeygða fegurðardrottningu, einn al- íslenskan dægurlagasöngvara og eina kraftalega fomsagnahetju. Fiskifræð- ingurinn, fegurðardísin og fomsagna- hetjan myndu ferðast um með gestina að degi til, aka með tvífættu gestina í rútu með fótalausa gestinn í bala í eftirdragi að bláa lóninu, Gullfossi og Geysi og Þingvöllum eins og lög Eftir langa, langa, langa, langa , langa bið kom loks í Ijós að rokklingarnir í Rolling Stones koma ekki til landsins í haust. Gigtin var víst ofslœm. Fiskurinnfrægi kemur liins vegarfrá Hollywoodþráttfyrir lamaðan bakugga. kveða á um að túristar skuli sjá. Á kvöldin sæju svo léttlyndu Playboy stúlkumar okkar um landkynninguna fyrir landsliðið og popparana meðan fiskurinn fengi að hvíla lúinn bakuggann. Atvinnuskapandi heimsókn Stóri kosturinn við þessa gesti er hversu atvinnuskapandi þeir em. Það þarf að styrkja flugvöllinn í Eyjum til að Keikó geti lent og að sama skapi þarf að styrkja flugvöllinn í Reykja- vík til að Stónsararnir geti lent á næsta ári (því það er auðvitað alveg fullkomlega öruggt að þeir koma - nema alzheimerið versni til muna). Svo þarf að stækka stúkuna á Laugar- dalsvellinum til að einhverjir íslensk- ir áhorfendur geti fengið pláss innan um allar þær þúsundir útlendinga sem fylgja Frökkunum. Iðnaðar- menn, malbiks-og steypubruggarar, og almennir byggingarverkamenn hafa því vart haft undan í sumar við að byggja upp viðunandi aðstæður fyrir hina tignu gesti. Ríkissjóður bólgnar af auknum sköttum, innflytj- endur fitna af því að selja hinum sí- vinnandi verkamönnum aukið góss og íslenskir bankar safna svo digmm sjóðum að um þá er slegist af ríkustu familíum Norðurlandanna. - Allt hin- um tignu gestum að þakka. Það er líka ljóst að tungumálasér- fræðingar innflytjendaeftirlitsins munu fá aukin verkefni því lögum samkvæmt á ríkið að sjá öllum nýbú- um fyrir tungumálakennslu. Sérfræð- ingar eru nú í óða önn að þýða ís- lenskar móðurmálskennslubækur yfir á höfmngsku og gert er ráð fyrir að nýbúinn Keikó fái fyrstu kennslu- stundina um það bil viku eftir að hann tekur við nýju heimili sínu. Reiknað er með að umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt (sem hann afsalaði sér á ámm áður til að gerast kvikmyndastjama) fái forgang á Al- þingi, rétt eins og aðrar umsóknir frá aðilum sem geta reynst góð land- kynning, sópað túristum til landsins eða aflað landinu verðlauna í íþrótta- sprikli. Eina sem sett gæti strik í reikning- inn er að flugfiskurinn þyldi ekki flugið, heimsmeistaramir ætu yfir sig af flugvélamat á leiðinni og rokkar- amir fengju aftur þursabit, hálsbólgu og magapínu. Þá væri móttökunefnd- in illa sett. En þá er ekkert annað að gera en bretta upp ermamar og bíða eftir næsta fiski, næsta skammti af frönskum og næstu stjörnum sem ætla alveg ömgglega að koma, næst- um því alveg pottþétt og sennilega þennan eða hinn daginn. I ! n S1 mtm y7 Afe —i- m- F£RD FÓíRflR GlNfl. / rJ 6 ÖRU TeymD/ VfiRS/V! ‘OLVF Jfl/V /t)W ‘flmsr SKYRTfl /oo 'fíft ÚT miK/L flHDLFó KVÖL FÓTfi SPflRK RflWÐ l£/T 1 9 YAh/ vflfifi KRÖKUg / l FóSTuR JÖRt> TM/h/Gf) II 7>R0PI__ WRÍVfl SluFu 6 3 hræjjjK UA/ / 6 H TVÍHL■ V 9 FLOSN flÐ GHElhllR /5 5 £I lt\Yt/T<r HVÆSfl (o 5PFJUUA 7 PRSGUK 'i VflFfi 5 7 POKfi Pfl/?T Tvry/fi/D g 3t>5'7>. MÝflLfl VALSKfl H'AS FjLOXKft 6&FT Rirftpui? 9 5 jo*~ Bluuv 6AN/Ð_ H 10 ‘riSTujZfl SK'oi/ FLoTfuR. L£/T i> 1 'fívöxr UR Æ/VD- BTTJR. GÖhKjU PLUG TSLfid HLfiSS 'fwmR n V55/£m /njöQ 5Y/<RuD KflÐflL BoftV Fall\ li IflUQ SPjbifljj > 3 SP/RR 13 /iAS Roa/A /2 ; //■/? K 5K.ST 10 H Motsu ‘PFi-OQ UKGfíN fvrsr /3 15 KóRbhlf) 'OVflR- K’RRflR s A? Lausnarorð síðustu krossgátu eru: Styður hvað annað. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ ✓ Viltu margfalda lestrarhraðann? ✓ Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? ✓ Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrarnámskeið. Við ábyrgjumst árangur! Skráning er í síma 565-9500. HFtAÐLEíSriRAFtSKÓLlNN MÁLMIÐNAÐARMENN Fjölbreytt tcekninámskeið fyrir málmiðnaðarmenn eru haldin um allt land á vegum Frœðsluráðs málmiðnaðarins. Námskeiðin eru auglýst í MÁLMFRÆI - fréttabréfi Frœðsluráðsins. FRÆÐSLURÁÐ MÁLMIÐNAÐARiNS HALLVEIGARSTÍG 1- SÍMI 562 4716 - FAX 562 1774 18 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.