Blik - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Blik - 01.04.1953, Blaðsíða 4
2 B L I K er hrukku uþp og „púuðu á loð- inn ljóra“ til þess að skyggnast um eltir framfaraleiðum mitt í svartnætti eymdar og kyrrstöðu. Þegar við lesum grein þessa, ber okkur að minnast þess, að verðgildi peninga fyrir 50 ár- um var margfalt við það, sem nú er. Þá var einn lítri mjólkur seldur (á 12—15 aura, smjörr kílóið kostaði 1 krónu, 1 kg. syk- urs kostaði 50 aura. Tímakaup- ið var líka innan við eða um 20 aurar. Frœösla og félög. Á síðari hluta 19. aldar leita nokkrir ungir og framgjarnir ís- lendingar búnaðarnáms á Norð- urlöndum. Áhrifa þessara at- orkusömu manna gætti víða í framtaki og framförum í búii- aðarmálum, þegar þeir komu heim frá námi. Á áratugnum 1880—1890 á sér stað búnaðarframtak í land- inu, sem er einstætt. Búnaðar- skólinn í Ólafsdal tók til starfa 1880. Búnaðarskólinn á Hólum var stofnaður 1882, búnaðarskól- inn að Eiðum 1883, Hvanneyrar skólinn 1890. Áhrifaríkastur þessara skóla mun skólinn í Ól- afsdal hafa verið. Frá honum dreifðust ungir og áhugasamir búfræðingar víða um sveitirnar, kenndu bændum ný handtök við jarðyrkju, notkun nýrra og afkastameiri verkfæra, kenndu -----I-----------f------------- þeim gildi samtaka í félagsmál- um o. fl., o. fl. Búnaðarfélögum í sveitum landsins fer nú fjölg- andi ár frá ári. Um 1892 eru þau orðin yfir 70 samtals, og árið eftir yfir 80. Þau útveguðu betri og afkastameiri verkfæri til jarðyrkju, t. d. þúfnasléttun- ar, höfðu áhrif til bóta um húsakynni kvikfjárins og með- ferð þess o. s. frv. Slíkra’ sam- taka var mikil þörf. Gagn þeirra var ómetanlegt ,þar sem til for- ustunnar völdust áhugasamir atorkumenn og kunnáttu- menn um landbúnað. Fram um miðja 19. öldina þekktist ekki undirristuspað- inn. Bændur og búalið ristu ofan af þúfunum með torfljáum. Síðan pældu menn sundur þúf- urnar með pálum og börðu sund ur hnausana með trésleggjum. Seinleg vinnubrögð, erfið og oftast illa af hendi leyst. Úr þessum vinnubrögðum leituðust búnaðarfélögin við að bæta. Víð- ast hvar voru þessi samtök kölluð búnaðarfélög og síðan kennd við hreppinn, sem þau störfuðu í. Á þrem stöðum voru þau þó kölluð jarðræktarfélög. Nafnið jarðabótafélag var til. í 3 hreppum í Eyjafirði voru þau kölluð framfarafélög. Framfara- félag Öngulsstaðahrepps var elzt, stofnað árið 1875. Hin stofnuð árin 1882 og 1894. Árið 1888 stofnuðu Lands-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.